Það er athyglisvert sem Hannes Hólmsteinn bendir á í nýjum blogg-pistli sínum, hversu margt er líkt með skyldum.
"Það er hins vegar umhugsunarefni, að í Kommúnistaávarpinu 1848 töldu Karl Marx og Friðrik Engels upp þær ráðstafanir, sem grípa þyrfti til strax eftir valdatöku kommúnista. Hin fyrsta var að leggja skatt á auðlindir (gera rentuna af auðlindum upptæka). Hin næsta var að leggja á háa og stighækkandi skatta." ( Fall Berlínarmúrsins )
Margir segja í dag að vinstri/hægri skilgreining í stjórnmálum sé úrelt hugtak vegna þess að margt hafi svo breyst frá því stéttabaráttan var í algleymingi snemma á síðustu öld. Ég er ekki sammála því.
Í Stjórnmálafræði, 2007 (fyrir framhaldsskóla), eftir Magús Gíslason segir um jafnaðarstefnuna:
"Þessum hugmyndum er það sameiginlegt að einka eða séreigninni er hafnað. "Eign er stuldur", sagði Pierre Joseph Proudhon (1809-1865). Segja má að í þessari stuttu og gagnorðu setningu endurspeglist grundvallarviðhorf jafnaðarhugmyndanna, það að með séreign einstaklinganna sé gengið á möguleika annarra til að eiga eða njóta gæðanna."
Fyrir mér er þetta argasti kommúnismi og augljóst er að vofa kommúnismans gengur ljósum logum um Ísland.
Mikil hækkun skatta í pípunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 11.11.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Samfylkingin gegn Suðurkjördæmi
- Herratíska : CORNELIANI í veturinn 2024
- Horfir á með "hryllingi"
- Baunabyssuverkfall kennara, afar eru klókir
- Glatað kerfi - glötuð auðæfi
- Trump-sigur: leiðrétting ekki bakslag
- Daður Reykjavíkurflokka
- Uppgjör í Þýskalandi
- Bæn dagsins...
- ALVEG MEÐ ÓLÍKINDUM HVAÐ ÞESSI "SKÍTDREYFARI OG SIÐLEYSINGI" HEFUR KOMIST UPP MEÐ Í GEGNUM ÁRIN.......
Athugasemdir
Enda er Jafnaðarstefnan kennd við lýðræðissósíalisma. Social Democracy. Það hefur aldrei verið launungarmál að það er grunnmarkmið þessarar stefnu, end er hún afbrigði sósíalismans. Kommúnismi er einfaldlega samneyslustefna, sem er öfgaafbrigði sem byggir á áðurnefndu eignaleysi. Alræði öreiganna lagði það til grundvallar að allir væru öreigar og allri umsýslu eigna miðstýrt.
Jafnaðarstefnan hefur ví alltaf flokkast undir sósíalisma. Það felst í orðinu jöfnuður í ströngustu merkingu þess.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2009 kl. 04:06
Eigum við ekki að segja að Jafnaðarstefna sé sósíalismi þar sem almennar kosningar um miðstjórn eru leyfðar. Það er eini munurinn og í raun ekki lítill.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2009 kl. 04:08
Harðlínukommúnistar hafa gjarnan litið á aðra vinstrimenn (krata) sem sína höfuðóvini. Þeir segja að útþynntur sósíalismi sé verri en enginn sósíalismi.
Og svo hatast harð(lífis)kommarnir einnig innbyrðis og saka hvern annan um svik við heilagan málstaðinn, Stalínistar, Trotskyistar, Maoistar, Lenínistar og hvað þetta nú heitir allt saman.
-
En auðvitað er það þannig að sama grundvallar hugsunin er í þessu öllu. Nútíma jafnaðarmenn hafa reynt að fegra ásjónu hugmyndafræði sinnar með lýðræðislegum kosningum en sá "klæðnaður" felur ekki innsta eðli hugmynafræðinnar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.11.2009 kl. 04:44
...og þó
"Klæðnaðurinn" hlýtur eiginlega að gera það því öðruvísi fengju þeir ekki fylgi sitt meðal almennings, a.m.k. ekki á Íslandi.
En það má svo sem ekki gleyma því að margt hefur unnist í réttindamálum launafólks í verkalýðsbaráttu sem oftar en ekki hefur verið leidd af vinstrimönnum. Enda hafa þeir smeygt sér innundir hjá almenningi með því.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.11.2009 kl. 04:53
Er þá að þínu áliti Gunnar allir vinstri menn í raun Harðlínukommúnistar?
Hver er þín stefna í pólitík og hvað kallast hún?
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 18:10
Ég myndi kalla mína skoðun félagslega frjálshyggjuskoðun.
-
Vinstrimenn reyna að notfæra sér bágt ástand efnahagsmála með því að halda því fram að kapitalisminn hafi runnið sitt skeið á enda. En auðvitað er það ekki svo.
-
Kapitalisminn mun rísa á ný, enda er það eina efnahagsstefnan sem blífur, þegar til lengri tíma er litið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.11.2009 kl. 04:14
Ok,eru margir sem aðhyllast Félagslega Frjálshyggjuskoðun og í hvaða flokk rata þeir?
Ég spyr aftur, eru allir vinstri menn í raun þá Harðlínukommúnistar?
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 01:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.