Skilja vinstrimenn ekki áhrif skatta?

Þau fáu skipti sem vinstrimenn hafa komist til áhrifa á Íslandi, þá hefur það verið í kjölfar óróa og almennra efnahagsþrenginga. Óánægja og fúllyndi almennings, er vatn á myllu vinstriflokkanna og það er auðvitað ekkert óeðlilegt að ríkjandi valdhöfum sé refsað, þegar illa árar.

Þegar vinstrimenn eru í stjórnarandstöðu, þá er ójöfnuður í þjóðfélaginu venjulega það sem þeir hamra mest á. Þeir vilja jafna kjörin í landinu í gegnum skattkerfið. Þeir eru svo uppteknir af því að jafna kjörin að þeir gleyma því að bæta kjörin. Þeir virðast einfaldlega ekki kunna það.

Vinstrimönnum virðist líða betur ef þeir geta skattlagt lágan stofn mikið, heldur en háan stofn lítið, jafnvel þó að það blasi við að hagur ríkissjóðs vænki við hið síðarnefnda.

skattar


mbl.is Minni þörf á skattahækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Sammála.....sammála.....sammála..... ég er þér 100% sammála. 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 6.11.2009 kl. 15:05

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Takk fyrir bloggvináttuna.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 6.11.2009 kl. 15:19

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.11.2009 kl. 15:29

4 identicon

Þessi ríkistjórn komma og krata er komin á leiðarenda! Fagurgali aðstoðarmanns Jóhönnu (Hrannars, betra að það komi fram hver þeirra það sé sem ég vitna til) í vor þegar hann fór mikinn á Fésbók sinni og rómaði þann árangur sem minnihlutastjórnin hafði náð, gengið að styrkjast, vextir að lækka og vor í lofti!

Nú þegar búið að er að hreinsa útúr Seðlabanka, sækja um innngöngu í ESB og kokgleypa Ice-slave, þá skildi maður nú ætla að hér væri allt komið í lukkunar stand. En NEI, krónan í frjálsu falli, 0.9 % í gær og 1,11% í dag!

Er þetta ekki að verða komið gott? Snúður (St.Joð) og Snælda (Jóhanna) eiga að skammast til að segja af sér ekki seinna en strax!

Elias Bjarnason (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 15:31

5 identicon

Og vitleysuna sjá allir nema Snúður og Snælda.

axel (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 16:50

6 Smámynd: Offari

Eða Mjallhvít og dvergarnir sjö.  Tja Össur er í það minnsta Dvergur og þegar Steingrimur J komst í ríkisstjórn snarminnkaði hann.

Offari, 6.11.2009 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband