Fá nú þegar orkuna ódýrar en stóriðjan

Frá árinu 2005 hefur Landbúnaðarráðuneytið niðurgreitt flutning raforku til garðyrkjubænda um 95%. Vegna niðurskurðar í ríkisútgjöldum hefur þessi niðurgreiðsla verið lækkuð í 67-76%, eftir því hvort framleiðandinn er skilgreindur í þéttbýli eða dreifbýli. (Hærri talan fyrir dreifbýli)

Þess má geta að á síðasta ári var meðalverð frá RARIK til Garðyrkjubænda fyrir dreifingu um 2,89 kr/ kWh, niðurgreiðslur ríkisins námu um 2,67 kr/kWh og greiddu Garðyrkjubændur því um 22 aura fyrir kWh að jafnaði, aðeins brot af því sem aðrir viðskiptavinir RARIK greiða. Þrátt fyrir niðurskurð á styrkjum hins opinbera, greiða Garðyrkjubændur enn mun lægra verð fyrir orkudreifingu en aðrir viðskiptavinir.

Að lokum er rétt að benda á að rafmagnsnotkun til garðyrkjulýsingar er í hámarki á þeim tíma ársins sem mest eftirspurn er eftir rafmagni í dreifikerfinu og framleiðslan dýrust," segir á heimasíða RARIK.

Stóriðjan kaupir hins vegar sama raforkumagn allan ársins hring, auk þess sem flutnings og afhendingarkostnaður hennar er margfalt hagkvæmari fyrir orku og dreifingarfyrirtækin.


mbl.is Allra hagur að garðyrkja dafni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband