Sumir segja að "sérfræðingar" úr öllum geirum séu hættulegir.
Ég tek ekki afstöðu til þessarar vegagerðar í gegnum Teigsskóg, vegna þess að ég þekki ekkert til þarna. En þegar ég sé talað um að fuglalíf sé í hættu vegna fyrirhugaðra framkvæmda, fæ ég kjánahroll og það rifjast upp fyrir mér fjórar ástæður fyrir því.
- Fuglaífið á Tjörninni í Reykjavík átti að vera í hættu vegna byggingar Ráðhúss Reykjavíkur.
- Vegurinn yfir Gilsfjörð átti að ógna fuglalífi í firðinum og ekki nóg með það, heldur minnka alla lífsflóruna frá fjöru til fjalla.
- Fuglalíf í Héraðsflóa og uppsveitum Héraðs var ógnað með Kárahnjúkaverkefninu. Lóu og spóastofninn á stærstu varpstöðvar veraldar á Íslandi og því væri þetta alþjóðlegt áhyggjuefni. Sömuleiðis höfðu "sérfæðingarnir" áhyggjur af grágæsastofninum á Fljótsdalsheiði og einnig hreindýrunum.
- Höfðabakkabrúin yfir Elliðaárdal átti að skaða lífríkið í dalnum og útivistargildi hans.
Það er hægt að benda á fleiri dæmi. Mig minnir að byggingu Norræna hússins í Vatnsmýrinni hafi verið mótmælt á sínum tíma af sömu ástæðu. "Mesta útivistarperla" í nágrenni Reykjavíkur, Hvalfjörðurinn, var allur í hættu vegna Grundartangaverksmiðjunnar, o.fl o.fl.
Merkilegt hvað "mest, best, einstakt og ómetanlegt", er út um allar koppagrundir
Ég þarf vart að taka fram að þessar áhyggjur sérfræðinganna reyndust ekki á rökum reistar. Fugla og dýralíf er vaktað eftir framkvæmdir á öllum þessum stöðum og varðandi Gilsfjörð kom í ljós að fuglalíf jókst í firðinum eftir framkvæmdir. Skilyrði fyrir fjörugróður og smádýralíf batnaði nefnilega til muna eftir vegagerðina, þvert ofan í álit og spár fugla og náttúrufræðinga.
Vegurinn yfir Gilsfjörð lokaði fyrir hann, en litla brúin sér til þess að áfram gætir flóðs og fjöru. Mikill straumur er undir brúnni. (Spurning að virkj´ann )
Vestfjarðavegur ekki um Teigsskóg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | 23.10.2009 (breytt kl. 02:30) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Tíska : KENZO fagnar Lunar New Year
- Hvað Kallast Friður og Sátt?
- Af dægurmetauppskeru (að mestu endurtekið efni)
- Æj hvað þetta er orðið þreytt er ekki komin tími til að loka á þessa vitleysu?
- Fjölmiðill fæðist!
- Bæn dagsins...
- Trömp er lentur - næst kaupir hann Ísland
- Helreið Bjarna Benediktssonar með Sjálfstæðisflokkinn loks lokið
- Mun heilbrigðisráðherra skipa Landlækni sem felur hennar spor.
- Barátta milli barnanauðgara og hægri-öfgamanna stendur yfir um allan heim
Athugasemdir
Væri gott að þú vísaðir í heimildir máli þínu til stuðnings
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 14:10
Ertu með eitthvað sérstakt atriði í huga, Æja?
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.10.2009 kl. 15:16
Ég hef þetta bara úr fréttum og það er sjálfsagt hægt að gúggla þetta upp.
Reyndar er full stutt síðan Kárhnjúkar urðu að veruleika, en ég spurði Þorstein Hilmarsson uppl.fulltr. LV, hvort sjáanlegar breytingar hefðu orðið á fuglalífi:
-
"...ekkert bendir til að fuglalíf hafi breyst á þessu svæði. Með því hefur verið fylgst bæði fyrir og eftir virkjun".
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.10.2009 kl. 15:25
Þarna er hann að tala um svæðið frá Fljótsdal og niðrúr.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.10.2009 kl. 15:26
Náttúruverndarráð leggst gegn leið 1. Ráðið telur að ekki sé fullkannað hvert
mikilvægi Gilsfjarðar sem fæðusvæðis er, einkum fyrir rauðbrystinga, og að
fyrirhugaður vegur muni hafa neikvæð áhrif á arnarvarp, dílaskarfsvarp og hugsanlega
æðarvarp. Ráðið bendir einnig á að það sé á mörkunum að Gilsfjörðurinn flokkist
sem votlendissvæði er hefur alþjóðlegt verndargildi, samkvæmt skilgreiningu
Ramsarsamningsins. Loks er bent á hugsanlega veðurfarsbreytingu við botn fjarðarins
í kjölfar framkvæmdar.
-
Veiðimálastjóri telur að brú yfir Gilsfjörð og tilkoma lóns fyrir innan umrædda brúhafi ekki neikvæð áhrif á afkomu laxfiska á svæðinu og raunar miklar líkur á því að
afkomumöguleikar þeirra batni.
-
Fuglaverndarfélag Íslands telur meðal annars að "leiðarval Vegagerðarinnar valdióbætanlegum spjöllum á náttúrufari Gilsfjarðar og að hægt sé að bæta samgöngur um
fjörðinn á annan hátt". Einnig telur félagið að mikið skorti á það, að nægar
upplýsingar liggi fyrir um náttúrufar Gilsfjarðar.
-
Sjá http://www.skipulag.is/focal/webguard.nsf/key2/sasn6l6g6f.html/$File/MAT8.PDF
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.10.2009 kl. 15:43
OK, þetta dugar
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 17:55
Sumir eru alltaf við sama heimsku heygarðshornið og tala út í eitt um hluti sem þeir hafa enga innsýn í. Og bíta svo höfðuðið af skömminni með því að vitna í Þorstein Hilmars eins og hann viti eitthvað um fugla...aumkunarvert og sorglegt að heyra fyrir fuglamenn og náttúruunnendur sem eru víst allir öfgamenn...
HStef (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 18:25
Þetta er semsagt gáfulegt innlegg hjá þér, Hstef?
-
Eins og ég sagði, er þetta vaktað, en ekki af Þorsteini Hilmarssyni, eins og mannvitsbrekkan Hstef virðist halda.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.10.2009 kl. 21:17
Þetta innlegg er ekkert verra en mörg þín innlegg. Ég tel mig vita mun meira um fuglalíf á Héraði heldur en þú, þú hefur amk ekki sýnt umhverfinu neina virðingu í skrifum þínum hingað til. Auðvitað veit ég að Þorsteinn vaktar þetta ekki sjálfur fuglalífið enda aldeilis óhæfur til þess. En breytingar á vatnsbúskap taka nokkur ár og því of snemmt að segja til um endaleg áhrif. Auðvitað verður engri fuglategund útrýmt, enda snýst þetta ekki um það heldur að við gertum ekki endalaust gengið á búsvæði annara lífvera, maðurinn á ekki einn tilverurétt eins og alltof margir virðast halda. Það særir mig þetta skeytingarleysi á lífríkinu sem flestir sýna.
HStef (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 16:58
Það er alveg rétt hjá þér að breytingar geti tekið mörg ár, en eftir stendur sem ekki verður haggað, hvað sem síðar verður.
"...ekkert bendir til að fuglalíf hafi breyst á þessu svæði. Með því hefur verið fylgst bæði fyrir og eftir virkjun".
-
En hvað gerir þig að "sérfræðingi" um fuglalíf á héraði og hvað veist þú um mína vitneskju? Ertu viss um að áralangur fuglaáhugi minn, sé minna virði en meint sérfræðiþekking þín?
-
(Alltaf erfitt að rökræða við huglausa nafnleysingja)
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.10.2009 kl. 18:11
Ég veit ekkert um þína vitneskju um fugla né annað. Hins vegar, sá sem ber virðingu fyrir fuglum og lífríkinu hann hefði ekki stutt gríðalega eyðileggingu á lífríkinu með því að heimta Kárahnjúkavirkjun. Ég er engin sérfræðingur og veit ekki hvernig þú færð út að ég hafi sagt það, en mér er annt um lífríkíð, ekki síst á mínum heimaslóðum, úthéraðinu og þar með stimpla ég mig líklega veruleikafirrtan huglausan fáráð í þínum huga, eða hvað ? Ég horfði á heiðagæsahreiðrin sökkva í tugatali í Dauðalón, en ég minnist ekki að hafa séð þig né neina aðra stóriðjdýrkendur þar á ferli, sennilega hafa þeir verið heima í stofu að panta sér nýjan lúxusjeppa...ekki veitti nú af. Starfs míns vegna viðra ég skoðanir mínar ekki undir nafni á opinberum vettvangi, allra síst um stóriðju því þá er maður strax stimplaður. Utan vinnu má ég hafa mínar skoðanir, vonandi.
HStef (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 21:08
Þú segir:
"Ég veit ekkert um þína vitneskju um fugla né annað."
Einnig:
"Ég er engin sérfræðingur og veit ekki hvernig þú færð út að ég hafi sagt það,.."
En í athugasemdinni á undan, segirðu:
"Eg tel mig vita mun meira um fuglalíf á Héraði heldur en þú"
Ég vona að svona mælska hái þér ekki "starfs þíns vegna"
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2009 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.