Ef maður lýgur....

Þegar tveir menn tala saman og annar vitnar í hinn síðar og sá sem vitnað er í, segir hann ljúga, þá stendur orð gegn orði og greinilegt að annar lýgur en hinn segir satt.

Sá sem sagður er ljúga, þó hann segi satt, stendur oftar en ekki höllum fæti. Sannleiksmaðurinn fær bágt fyrir en ósannindamaðurinn ekki, en stundum er þessu auðvitað öfugt farið. En það er ekki hægt að dæma menn þegar orð stendur gegn orði.

Margir muna eftir upptöku blaðamannsins unga sem tók upp samtal sitt við Reyni Traustason. Reynir reyndi að koma óorði á unga blaðamanninn og gera hann að ómerkingi, en Reynir fékk það heldur betur í hausinn síðar þegar stráksi birti upptöku af samtali þeirra.

Eitt er að taka upp tveggja manna tal án vitundar annars og annað að gera það opinbert. Ef ósannindamaðurinn lýgur upp á þann sem tekur upp samtalið,  þá er komin réttlæting á birtingu samtalsins.

Það er mín skoðun.

alonm1

Margir gsm-símar eru með innbyggða dictafóna

 


mbl.is Kompásmenn sýknaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll þetta er rosalega snúin setning mef marg þurft að lesa hana, en það er ekki að marka..."Þegar tveir menn tala saman og annar vitnar í hinn síðar og sá sem vitnað er í, segir hann ljúga, þá stendur orð gegn orði og greinilegt að annar lýgur en hinn segir satt."

.bkv. Arnar

Arnar (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 14:12

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, ég tók eftir þessu sjálfur en ákvað að láta þetta bara standa. Þetta á nú samt alveg að skiljast

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.10.2009 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband