Þegar Björn Bjarnason var dómsmálaráðherra, tók hann á málum líkt og Ragna Árnadóttir gerir nú, þ.e. fór að lögum. Þær svívirðingar sem Björn og jafnvel flokkur hans fékk fyrir vikið, sérstaklega í bloggheimum, sjást ekki nú í garð Rögnu eða ríkisstjórnarinnar.
Hvernig ætli standi á því?
Brottvísun hælisleitenda ekki geðþóttaákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Mannréttindi | 15.10.2009 (breytt kl. 13:34) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 945809
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241122
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, höggormurinn var sennilega sprauta með erfðabreytiefni - eins og Covid sprauturnar.
- Píratar
- Ingu Sælands ríma
- Djúp lægð
- Geti ekki brotið verkfallslög
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
Athugasemdir
rólegur og gefðu okkur tíma til að skrifa um þetta.
Aftaka og hérna er bloggfærslan mín
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 13:15
Var þetta það eina sem þér fannst merkilegt við fréttina? Hefði viljað sjá gagnrýni á málflutninginn. Án gagnrýninnar samsamar þú þér við þá sem þú ert að gagnrýna með því sem þú segir. Stendur bara hinu megin við flokkalínuna...
Hvernig ætli standi á því?
Mér þykir mjög leyðinlegt að það sé ekki farið betur að málum með flóttamenn á Íslandi. Hverjum er ekki sama um að aðrir sem eru fara eftir dyflinarsáttmálanum geri það sama. Ef einhver gerir eitthvað rangt skiptir það máli að fleiri séu að gera það?
Gunnar Ö. Ingólfsson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 13:18
Ég held að fólk þurfi að beita sér fyrir því að lögum verði breytt, en ekki að lög séu brotin
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.10.2009 kl. 13:38
Þvert á móti Gunnar Th. þarf fólk að beita sér fyrir því að lög verði hunsuð. Hlutir geta verð órökréttir þó svo að til séu lög um þá og sömuleiðis geta þeir verið rökréttir þó svo að lögin gangi gegn þeim. Á meðan ólögin standa er eins gott að einhver er til að brjóta þau þangað til þeim verður eytt.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 13:55
Það þarf beinar aðgerðir til að fólk taki við sér. Bloggheimar myndu sjálfsagt ærast ef einhver skvetti málningu á bíl forstjóra útlendingastofnunar og í framhaldi af því myndi athyglin beinast að merðferðinni á þessum mönnum.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 14:16
Ég er ekki sammála ykkur, þó vissulega hafi það gerst í sögunni að ólögum hafi verið eytt með andspyrnu.
Í þessu tilfelli eru stjórnvöld með allar tiltækar upplýsingar um mál þessa fólks, en mótmælendur ekki. Þess vegna er það tómt rugl í ykkur að ná fram einhverjum breytingum á málum, þar sem þið hafið ekki allar upplýsingar á hreinu, heldur látið tilfinningar hlaupa með ykkur í gönur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.10.2009 kl. 14:28
Þær eru eitthvað af þeim.
Nokkrir tugir hræsnara söfnuðust saman fyrir utan lögreglustöðina.
Rauða Ljónið, 15.10.2009 kl. 15:11
Gunnar Th. Fasisminn blómstrar þar sem upplýsingarnar eru skammtaðar. Samkvæmt þinni gullreglu að engu megi mótmæla, einskis megi krefjast nema að hafa fulla vissu og allar upplýsingar frá öllum hliðum þá held ég að það sé ekki langt í að frjálst atferli og frjáls hugsun hverfi á braut. Ef að Ragna var svona viss um þessa ákvörðun sína, afkverju var henni þá framfylgt um leið og hún var tekin, áður en við hin náðum að safna okkur öllum upplýsingum um allt? Og fyrst þetta var allt gert svona fljótt, og engin mátti gera neitt í því því engin hafði allar upplýsingar, engin mátti gagnrýna, engin mátti krefjast. Gefur það ekki dómsmálaráðherra óhóflega mikið vald?
Gunnar Th. Rökin þín um að aðgengi að upplýsingum sé forsenda andspyrnu, mótmæla og/eða gagnrýni eru ógild.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 15:50
Ég sagði aldrei að "engu megi mótmæla". Þið megið gera það mín vegna, en látið einkaheimili fólks í friði. Ef þið gerið það ekki, þá vorkenni ég ykkur ekki þó lögreglan tukti ykkur til.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.10.2009 kl. 17:34
Æ Gunnar minn. Þú hlýtur að átta þig á því að 'tiltækar upplýsingar' duga skammt þegar fólk býr við kúgun og ofbeldi.
Ef einhver bankar upp á hjá þér og segir nágranna sinn hafa ógnað sér með hnífi, þá eru engar sérstakar líkur á að nágranninn viðurkenni það. Þegar frelsi og jafnvel lífi fólks er ógnað, leggst það ekki í umfangsmikla gagnaöflun, heldur setur það alla áherslu á að koma sér burt, það er einmitt það sem orðið flótti merkir.
Gulla reglan í siðlegri afgreiðslu á ofbeldismálum er að láta fórnarlambið njóta vafans þegar þarf að vernda, en þann sem er ásakaður um verknaðinn þegar á að refsa. Í málefnum flóttamanna er þessu snúið við og það er sjúkt, rangt og hættulegt.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 15:13
Útilokar þú Eva, að flóttamenn sem koma hingað á fölsuðum skilríkjum, geti verið glæpamenn?
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.10.2009 kl. 15:21
Nei. Ég útiloka heldur ekki að kona sem bankar upp á heima hjá mér og heldur því fram að hún hafi flúið úr klóm nauðgara, sé hin mesta drusla og hafi sjálf komið sér í hættulegar aðstæður með glyðrulátum sínum. Það réttlætir samt ekki nauðgun, ekki fremur en glæpir (og skilgreindu fyrir mig glæp) réttlæta dauðarefsingar, pyndingar, þvingunarhjónabönd eða annan viðbjóð.
Bendi annars á þessa grein um meðferð okkar á flóttamönnum
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 16:08
ekki sambærilegt, eva
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.10.2009 kl. 18:06
Jú Gunnar þetta er sambærilegt.
Flóttamaður er maður sem telur afkomu sinni eða öryggi svo ógnað (venjulega með réttu) að hann fer frá ættlandi sínu, fjöldkyldu og vinum, út í algera óvissu til þess að losna úr þeim aðstæðum. Það er alltaf hætta á því að einhver geri sér upp slíkan ótta til að komast hjá verðskuldaðri refsingu.
Á sama hátt má alltaf reikna með því að hluti þeirra sem segjast óttast heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi eða aðra ógn í sínu nánasta umhverfi séu meiri vandræðagemlingar en meintir gerendur. Það losar okkur ekki undan þeirri skyldu að hjálpa þeim sem leita til okkar vegna slíkra mála.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 19:38
"Flóttamaður er maður sem telur afkomu sinni eða öryggi svo ógnað (venjulega með réttu) að hann fer frá ættlandi sínu, fjöldkyldu og vinum, út í algera óvissu til þess að losna úr þeim aðstæðum."
-
Hvernig veistu þetta? Fólk sem villir á sér heimildir getur alveg eins verið morðingjar, nauðgarar.... ræningjar, að flýja annaðhvort réttvísina eða önnur glæpagengi sem eiga þeim grátt að gjalda
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.10.2009 kl. 20:00
Í mörgum löndum nær 'réttvísin' yfir glæpi eins og rangar pólitískar skoðanir, rangar trúarskoðanir, samkynhneigð eða jafnvel það að neita að giftast þeim sem fjölskyldan ætlast til. Fólk sem flýr slíka réttvísi, eða önnur glæpagengi en stjórnvöld í heimalandi sínu, er í hættu, enda þótt það kunni að vera sekt um glæp. Við samþykkjum ekki mannréttindabrot á borð við pyndingar og dauðarefsingar, ekki einu sinni gagnvart morðingjum, og þau mannréttindi eiga að gilda fyrir alla í heiminum, jafnvel sandnegra og aðra trúvillinga.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 20:11
En þar fyrir utan voru þessir menn ekkert sendir úr landi vegna þess að þeir séu grunaðir um aðra glæpi en þann að vera með fölsuð skilríki, heldur vegna þess að það er hægt að losna við þá í skjóli Dyflinnarákvæðisins. Það er svo réttlætt með því að hinar Norðurlandaþjóðirnar, sýni sama níðingsháttinn.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 21:19
Ég hef ekki trú á því að annarlegar hvatir liggi að baki því að þetta fólk var sent úr landi. Þú hlýtur að gera þér grein fyrir því, hvaða skilaboð við sendum til allskyns flóttamanna í heiminum, ef við tökum þeim með þeim hætti sem þið viljið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.10.2009 kl. 22:09
Já, við gæfum þeim sennilega þau skilaboð að til sé fólk sem virðir mannréttindi. Hér er annars það sem ég á enn ósagt við þig um þetta mál, ég kann ekki við að skrifa svona langlokur inn á tjásukerfið þitt.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.