Þegar umræðan um hinn svokallaða 2000 vanda árið 1999 stóð sem hæst, fékk ég ljósritaðan snepil inn um lúguna hjá mér. Snepillin var frá tölvufyrirtæki sem var að auglýsa lítið forrit sem átti að hlaða í tölvuna og þar með yrði 2000 vandinn úr sögunni.
Á sama tíma var hið opinbera að eyða tugum eða hundruðum miljóna króna í að uppfæra tölvur ríkisins gegn þessu ægilega vágesti. Forritið kostaði að mig minnir 15.000 kr. Eitthvað fannst mér nú gruggugt við þetta. Alið var á ótta almennings að flug yrði hættulegt fyrstu dagana á árinu 2000, bankakerfið myndi hrynja, peningar og greiðslur týnast, raforkukerfið hrynja og ég veit ekki hvað og hvað.
Ekki man ég eftir einni einustu frétt um einhverja katastrófu í sambandi við þetta og ég dreg það stórlega í efa að allir hafi lagt í kostnað vegna þessa, a.m.k. gerði ég það ekki . Ekkert hafði breyst í bókhaldsforriti mínu 1. janúar árið 2000, hvorki til hins betra eða verra
En tölvufyrirtækin blómstruðu á þessum tíma.
Um svipað leyti komu fram dómsdagsspár um það að brátt myndi inernetið heyra sögunni til, því aukningin væri svo mikil í notkun þess, að það myndi hrynja eins og spilaborg og við því væri ekkert að gera. Mörg tölvutímarit, bæði innlend og erlend... og ég kíkti í þau mörg á þessum árum, voru stútfull af umfjöllun um þetta óleysanlega vandamál. Vissulega sáust líka greinar með heldur bjartsýnni framtíðarsýn á vandamálið. Umferðin um internetið hefur mörgþúsundfaldast síðan þetta var.
Dómsdagsspár koma og fara og mörg fyrirtæki þrífast vel á þeim. Gríðarlegur fjöldi tölvufræðinga hefur haft atvinnu af ofangreinu "vandamálum"
Í dag er það loftslagsvandinn og gríðarlegur fjöldi vísindamanna hefur atvinnu af því í dag að reikna allt til andskotans í loftslagsmálum og langflestir þeirra þyggja laun sín frá opinberum aðilum.
Það væri kannski sniðugt hjá þeim að hafa aðra menntun í bakhöndinni,
ef ske kynni......
Biðst afsökunar á // | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | 14.10.2009 (breytt kl. 23:13) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
Athugasemdir
Ég verð reyndar að segja að það að 2000 vandinn hafi bitnað aðeins á okkur Íslendingum, en eftir 2000 fóru tölvur útrásarvíkinganna að hugsa allt of stórt, svo 8 og ½ ári síðar hrundi allt :/
Bjarni Rúnar Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.