Friðrik Skúlason

tr0008Friðrik Skúlason   er einn þekktasti tölvugúrú landsins og fyrirtæki hans flytur út hugbúnað til margra landa. Sumir segja Friðrik vera snilling en hann hefur lifað og hrærst í tölvuheiminum frá barnæsku.

Vinnufélagar hans vildu eitt sinn kynna fyrir honum skotfimi sem þeir stunduð af kappi, en Friðrik hafði aldrei komið nálægt slíku. Á skotsvæðinu fara þeir yfir reglurnar með Friðriki og láta hann svo hafa 222 cal. riffil og skotfæri. Skotskífan var í 100 m. fjarlægð og Friðrik kemur sér fyrir og byrjar að skjóta á skífuna. Þegar hann hafði skotið 10 skotum, hleypur einn félaga hans að skotmarkinu og kallar til baka að hann hafi ekki hitt einu einasta skoti.

Friðrik horfði á riffilinn og svo leit hann ráðvilltur í átt að skotskífunni, svo aftur á riffilinn... og aftur á skotskífuna. Svo teygir hann vinstrihendina fram eftir hlaupinu, setur vísifingur fyrir hlaupendan og hleypir af og skýtur af sér fremsta hluta fingursins.

Félagi Friðriks sem enn stóð við skotskífuna tekur til fótanna viti sínu fjær af hræðslu en Friðrik kallar þá til hans: "Það er allt í lagi á mínum enda, vandræðin hljóta að vera þín megin!" 

ist2_71416-computer-keyboard-funny

“A computer lets you make more mistakes faster than any invention in human history – with the possible exceptions of handguns and tequila.”


mbl.is Svíþjóð hvarf af vefnum
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Hübner

Ja hvur þremillinn !

Þetta er magnað.

Tryggvi Hübner, 14.10.2009 kl. 04:42

2 identicon

Á að borga ICESAVE?

Hver er reglan um íslenska banka almennt; get ég opnað banka nema allar innistæður þar séu baktryggðar af ríkinu upp í topp?

Eða ætti tryggingasjóðurinn að nægja

Þó að hann hefði aldrei getað dekkað alla skuldina?

Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband