VG vill lækka kosningaaldur

Það hefur lengi verið baráttumál vinstrimanna víða um heim að lækka kosningaaldur, jafnvel allt niður í 16 ára aldur. Eðlileg skýring er á þessu því yngra fólk er yfirleitt róttækara í skoðunum og það 1vill kúka á kerfið. En svo þroskast fólk og færist oft til hægri í skoðunum. Það er því augljóst hvað Svandís er að fara þegar hún gerir sér dælt við börnin. Þetta er svona "Power to the people" frasi og hann virkar ágætlega á ungviðið.

Þegar Willy Brandt, kanslari V-Þýskalands var eitt sinn "sakaður" um að hafa verið kommúnisti á yngri árum, svaraði hann:

"Sá sem er ekki kommúnisti þegar hann er tvítugur, er hjartalaus. Sá sem er það enn þegar hann er fertugur, er heilalaus".


mbl.is Ungmenni til ráðgjafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég held að þetta risti dýpra en snúast eingöngu um einhverja isma.

Það er náttúrlega eðlilegt að íhaldssemi vaxi sér ílagi eftir miðjan aldur. Það líka eðlilegt að hlaupa af sér hornin og reyna að ryðja úr vegi þeim sem fyrr eru komnir þegar reynslugreindin er í lágmarki. 

Þetta er ekki spurning um vilja heldur getu. Ráðgjafarnir hafi sannað sig.

Júlíus Björnsson, 11.10.2009 kl. 04:21

2 Smámynd: Sigurjón

Mikið vildi ég sjá Svandísi úr embætti.  Hún er greinilega skyld föður sínum...

Sigurjón, 11.10.2009 kl. 04:37

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað því VG (WC) sækja fylgi sitt að mestu til krakka og "óþroskaðra" einstaklinga, stór hluti krakkanna fær ekki að kjósa vegna aldurs, yrði þetta að veruleika myndi VG (WC) stórauka fylgi sitt.

Jóhann Elíasson, 11.10.2009 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband