Minnir mig á...

...kunningja minn sem var handtekinn á Hallærisplaninu sáluga fyrir einhverjar óspektir. Við, nokkuð stór félagahópur vorum allir nýkomnir með bílpróf og okkar annað heimili, a.mk. um helgar, var "rúnturinn".

dude-ownedFarið var með kunningja minn á lögreglustöðina og þar spurður til nafns og notaði hann nafn annars vinar okkar, sem heitir Benedikt. Að lokinni skýrslutöku var kunningjanum sleppt.

Seinna um kvöldið var Benni einnig tekinn fyrir svipaðar sakir og á lögreglustöðinni segir hann auðvitað sitt rétta nafn. Varðstjórinn á lögreglustöðinni biður hann þá um skilríki en vinurinn hafði þau ekki meðferðis. Varðstjórinn lítur þá glottandi á hann og segir "Það þýðir ekkert svona hér kallinn minn. Ef þú segir ekki þitt rétta nafn, þá verður þér stungið inn"

Benni sór og sárt við lagði að hann væri að segja sannleikann, sagði kennitölu sína, heimilisfang og símanúmer og þeim væri velkomið að hringja heim til hans. En lögreglan, sem þóttist vera nýbúinn að sleppa "Benna", fannst hinn raunverulegi Benni ótrúverðugur.

Benedikt vinur okkar fékk að gista fangageymslur lögreglunnar þessa nótt Joyful


mbl.is Neitaði að segja til nafns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Það hefur alltaf verið auðveldara að ljúga en segja satt.

Offari, 7.10.2009 kl. 22:49

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.10.2009 kl. 22:51

3 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Þessi saga minnir mig á vísu sem ég heyrði fyrir margt löngu en er enn í fullu gildi.

Ef þú segir og segir satt,

þeir segja þig vera að ljúga.

En ef þú lýgur og lýgur hratt,

þá líta þeir upp..... og trúa.

Viðar Friðgeirsson, 8.10.2009 kl. 08:27

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góð vísa

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.10.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband