Brot á samningum

Þau rök heyrast að stóriðjufyrirtækin eigi að axla ábyrgð á ástandinu hér... taka sinn skerf af skellinum. Kannski er það sanngjarnt en ég hef þó efasemdir um það og hluthafar í fyrirtækjunum eru nær örugglega ekki sammála því. Auk þess eru það afar vond skilaboð til erlendra fjárfesta sem vilja athafnast hér í framtíðinni, að þeir geti átt von á einhverjum eftirá sköttum.

Stóriðjan er einn af fáum ljósu punktum í atvinnustarfsemi á Íslandi í dag. Örugg atvinna og hagnaður Landsvirkjunar vegna Kárahnjúka, er t.d. meiri en arðsemisútreikningar gerðu ráð fyrir, eða 13% á eigið fé. Það má því segja að stóriðjufyrirtækin hafi nú þegar lagt sitt af mörkum til að lina skellinn fyrir þjóðina. 

Og hvers vegna stóriðjuskatt frekar en einhvern annan? Á að mismuna fyrirtækjum?

Fjardaal_sommer_2007_foto_Alcoa

Fjarðaál í Reyðarfirði. Álverið er í 6 km. fjarlægð frá Reyðarfirði og 8 km. frá Eskifirði. Á álverslóðinni hafa nú rúmlega 700 manns fasta atvinnu.


mbl.is Boða fund um stóriðjuskatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband