"Húsvíkingar gætu notað þriðjunginn, af þeirri orku sem nú er verið að tala um að nýta í álver á Bakka, á næstu tuttugu árum og byggt upp glæsileg fyrirtæki"..
Andri Snær er mikill hugsuður, víðsýnn, framsýnn. Hann hefur hlotið viðurkenningar fyrir ritstörf sín og einungis tímaspursmál hvenær hann sópar til sín verðlaunum á sviði viðskipta og atvinnumála.
Sérþekking hans í atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni er einstök, svo einstök að sveitarstjórnarmenn um allt land og áhugafólk sem vill hasla sér völl sem atvinnurekendur í sveitinni, gapir af undrun, klórar sér í kollinum og segir: "Já, auðvitað! Þetta hefur blasað við allan tímann. Þetta "eitthvað annað" er fundið!
Stofnum "glæsileg fyrirtæki!"
Byltingarkenndar framkvæmdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 24.9.2009 (breytt kl. 12:31) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
- Sósíalistaflokkur Íslands - tilraun númer tvö!
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna kemur NÝJASTA TÆKNITEIKNINGIN af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
Athugasemdir
Skrif Andra Snæs einkennast af slíkri óvirðingu við landsbyggðina að það leiðir mann til að hugsa hversu mikill hugsuður, hversu víðsýnn og framsýnn hann er í raun. Frá Húsavík hafa mörg glæsileg fyrirtæki farið eða neyðst til að fara á undanförnum árum og eðlilega mælist ekki atvinnuleysi þar sem fólkið fer einnig. Það er líka athyglisvert hvers vegna þetta er frétt? Hugleiðingar eins manns, sem margar eru greinilega byggðar á stórkostlegum misskilningi og sjálfssprotnum hugmyndum hans. Raunveruleikinn er annar. Nú er ég stimplaður sem dyggur stuðningsmaður Alcoa og mér sé slétt sama um náttúruna miðað við þessu skrif. En fólkið sem býr hér skilur stöðuna, það finnur hana og það lifir í henni. Það gerir Andri Snær ekki og hefur ekki gert. Sú hugleiðing hans að þetta er sé ekki aðeins mál Húsvíkinga og kostnaður fellur á alla þjóðina er hættuleg. Vissulega ráðum við þessu ekki einir, sem betur fer og vissulega myndum við ekki einir hagnast á útflutningstekjum o.þ.h. En með þessari hugsun hefur Andri Snær sannað sig með einstefnu borgarhugsuð sem telur að Ísland byggist afkomu sínu af einum stað, Reykjavík. Svo það sé tekið fram ann ég höfuðborginni minni mikið en geri mér um leið grein fyrir því að höfuðborg er ekkert án landsbyggðar og öfugt.
Hafi Andri Snær hugmyndir um glæsileg fyrirtæki sem er til í fjárfest hér og nýta orkuna og skap um leið verðmæti, vieta fólki atvinnu, kaupa hér þjónustu o.fl. Þá hvet ég hann til að stuðla að því að svo verði. Hann getur t.d. sjálfur flutt til Húsavíkur og þegið hér listmannalaun og unnið í gegnum veraldarvefinn. Þá kemur upp sú hugsun hjá mér í framhaldi af hugsun Andra, greiði ég ekki skatta til að greiða honum listamannalaun? Ætti ég kannski að hætta því af því að ég hef ekki beina hagsmuni af því? Niðurstaðan er sú að Andri Snær, hefur því miður, þrátt fyrir góðan vilja og mikla ígrundun ekki skilning á málefnum svæðisins og þar við situr.
Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 12:58
Takk fyrir innleggið, Hjálmar Bogi. Tek undir hvert orð.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2009 kl. 13:10
Það er ekki til eitthvað eitt annað í þessu sambandi, þegar talað er um stóriðju. Fólk hvar sem það er á landinu hefur mikla sköpunargáfu og margar hugmyndir að fyrirtækjum sem eru smærri í sniðum en stóriðja og yrðu að mínu mati mun betri atvinnutækifæri til langframa. Áður en byrjað er að virkja hugarorkun vitum við ekki hvað þetta eitthvað annað er og því ekki hægt að reikna með eða ætlast til að það sé lagt þannig á borð. Það er fyrst þegar að hugurinn er virkjaður til góðra verka að tækifærin koma í ljós. Ég hef skoðað arðsemi nýsköpunar gróflega og ef vel er haldið á spöðunum þá er hún ekki lakari en í stóriðju. Að auki skapast mun meira svigrúm þannig að ekki fer allt á hliðina ef álverð lækkar eða lopinn hækkar eða krónan fellur eða túrisminn minnkar osfrv. Það á að setja peninga í nýsköpun og þeir koma til baka, þó að ekki verði kannski öll hugmyndavinnan sem fær peninga að viðskiptatækifærum, þá mun mikill hluti geta vaxið og dafnað og skapað störf til framtíðar. Þannig Ísland vil ég sjá, hvar sem ég bý á landinu góða!
Ásdís Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 13:12
Þetta eru fínar hugmyndir hjá þér Ásdís, reyndar ekki nýjar, því unnið hefur verið eftir þessari forskrift víða um land í 20 ár.
Atvinnuþróunarsjóðir og nýsköpunarverkefni... gott mál.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2009 kl. 13:21
Ég er ekki að telja mig vera að finna upp hjólið, nýsköpunarhugmyndir eru líklega samt yngri en stóriðjuhugmyndir og draumar um slíkt. Ég er bara alls ekki að tala um Atvinnuþróunarsjóði og eitthvað svoleiðis heldur í miklu stærri skala, kannski svona svipuðu og kostar að koma á fót einu álveri. Það er það sem þarf, ekki einhvrja smáaura hér og þar.
Ásdís Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 13:26
Hvar ætlar þú að fá peningana... ca. 400 miljarða?
Ekkert af þeim peningum sem fóru í uppbyggingu álversins á Reyðarfirði, komu úr ríkissjóði.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2009 kl. 13:40
Það er búið að reyna að koma með eitthvða annað en álver síðustu 20-30 ár víða á landsbyggðinni, en ÁN árangurs.
Man t.d. að reynt var að reka parket-verksmiðju á Húsavík fyrir ca. 15 árum, en hún gekk ekki. Einnig var reynt með fiskréttaverksmiðju á Skagaströnd, en hún gekk ekki. Svo var reynt að framleiða eyrnapinna og dömubindi á Akureyri, en það gekk ekki.
En alltaf skal Andri Snær lýsa vandlætingu sinni þegar tal um stóriðju úti á landi kemur á dagskrá. Aldrei gagnrýnir hann t.d. stóriðjuvæðinguna á S/V-horninu, heldur einungis atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Sjálfur býr hann á einu stóriðjuvæddasta svæði í Evrópu, Reykjuvíkursvæðinu, og unir sér hvergi betur en þar á einhverju kaffihúsinu í 101 Reykjavík.
En segja má að Andri Snær sé sá maður sem mest hafi grætt á Kárahnjúkaframkvæmdinni og álversuppbyggingunni á Reyðarfirði. Þessar framkvæmdir komu honum verulega á stjörnuhimininn, því hann skrifaði mestsölubók gegn framkvæmdunum, auk þessa að gera kvikmynd upp úr bókinni með aðstoð auðmannssonarins; Sigurðar Gísla Pálmasonar. Þarna fóru saman tveir fordekraðir borgardrengir í herför gegn landsbyggðinni og atvinnuuppbyggingu þar með aðstoð klappliðsins úr 101 Reykjavík-elítunnar.
Sigurður Gísli er svo sem ekki beint þekktur fyrir umhverfisvernd. Hann var hinsvegar í forsvari fyrir ein mestu umhverfisspjöll á Höfuðborgarsvæðinu þegar hann var í forsvari fyrir verkefni er ber heitið; Urriðarholtsland við Garðabæ. Þar átti að breyta fallegur umhverfi í greind við Heiðmörkina í snobb-íbúðahverfi, auk þess að reisa þar risastór verslunarhús. Dæmi um slík risahús eru t.d IKEA, BYKO og MAX-raftækjaverslun.
Hvernig væri nú að Andri Snær kæmi með einhverjar raunhæfar og geranlegar hugmyndir um atvinnusköpun úti á landsbyggðinni fyrst hann hefur svona sterkar skoðanir á málefninu? Ég hef aldrei heyrt neitt af viti koma frá manninum á þá veruna.
Gamall Austfirðingur (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 13:57
Takk fyrir innleggið, Gamall Austfirðingur, margir góðir punktar þarna.
Gríðarleg útþensla var í byggingu verslunarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu laust eftir aldamótin síðustu. Hagkaupsveldið og aðrir auðmenn úr verslunargeiranum, reiknuðu með tiltekinni íbúaþróun á landinu. Sú þróun átti að vera, enn meiri fólksflutningar til borgarinnar af landsbyggðinni. Allt sem ógnað gæti þeirri þróun, var ógnun gegn fjárfestingum þeirra og áætlunum.
-
Að hamla gegn fólksflótta af landsbyggðinni, samræmdist ekki áætlunum þeirra og því hefur Sigurður Gísli o.fl., barist með kjafti og klóm gegn stóriðjuframkvæmdum, annarsstaðar en á SV-horninu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2009 kl. 14:29
Voðalegt er að heyra þetta aumingja við stóriðjuvæl og minnimáttarkennd gagnvart Rvík, eru þið aumingjar sem þolið ekki önnur sjónamið ? Það er alltaf sorglegt þegar landsbyggðarfólk dettur í þennan aumingjavið-stóriðjuvæl, og póstnúmerahatur. Svona málflutningur er okkur engan vegin til framdráttar, að draga fólk í dilka eftir skoðunum og póstnúmerum, með náttúru- (nú er ég búinn að stimpla mig sem óvin landsbyggðarinnar því þar eiga allir að lofsyngja stóriðjuna) kveðju úr póstnúmeri 701, EKKI 101 !
HStef (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 14:45
Ég er borinn og barnfæddur Reykvíkingur til 29 ára aldurs. Hvers vegna ætti ég að hafa minnimáttarkennd gagnvart æsku og uppvaxtarslóðum mínum?
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2009 kl. 15:05
Hvorki get ég né vil svarað fyrir þig, það skalt þú gera sjálfur geskur.
HStef (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.