Hvernig getur tapið orðið 2,5 miljónir?

Hvað fara margir einstaklingar í svona ferð fyrir handboltafélag? U.þ.b. 20 manns hefði ég haldið, 15 í leikmannahópi og svo þjálfari og aðstoðarfólk.

Hvað getur tveggja daga ferðalag til Slóvakíu kostað? Flug til Berlín fæst ódýrt í dag og þaðan er tiltölulega stutt rútuferð yfir til Slóvakíu. Flugfélögin hljóta að gefa 20 manna íþróttaliði einhvern hópafslátt. Semsagt, flug: 1.000.000., rúta: 100.000., og gisting í tvær nætur: 500.000. Samtals 1.600.000.

Síðan hljóta einhverjir áhorfendur að koma í Safamýrina á heimaleikinn, segjum 500 manns. Aðgangseyrir, veitinga- og mynjagripasala, samtals: 1.000.000. Auglýsinga og rekstrarkostnaður, samtals 600.000. Hagnaður 400. 000. Heildartap vegna verkefnisins er því 1.200.000. Endurskoðað af KPMG LoL


mbl.is Fram spilar leikina ytra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll,þessum útreikningum þínum er nokk ábótavant.1. Það er ekki stutt frá Berlín til Presov, ca. 10 tímar í rútu. Slík rútuferð myndi kosta talsvert meira en 100.000 kr. Þar að auki er það verulega lýjandi að sitja í rútu í svo langan tíma og ekki fyrirmyndarundirbúningur fyrir erfiðan kappleik. Einfaldasta ferðalagið er líklegast flug til Búdapest og 3ja tíma rúta þaðan. Segjum að sú rúta kosti 200.0002. Flugfélög gefa íþróttafélögum ekki sérstakan afslátt. Flug til Búdapest kostar í kringum 80.000 kr. á haus, semsagt 1,6 milljónir fyrir 20 manna hóp. 3. Ferðakostnaður er því 1.800.000 ISK í besta falli4. Innkoma af leikjum er langt frá því að vera 2.000 kr. fyrir hvern þann sem mætir í húsið. Segjum að 400 manns borgi sig inn á svona leik og miðinn kosti 1.000 kr (hvoru tveggja eru þetta forsendur sem eru í hærri kantinum). Þá er innkoma af leiknum 400.000 kr. 5. Á svona leikjum koma 2 dómarar og 1 eftirlitsmaður. Það þarf að greiða flug fyrir þá + gistingu og laun. Það eru u.þ.b. 500.000 kr. Heimalið greiðir allan kostnað vegna dómara6. Annar kostnaður, svo sem uppihald og rútuferðir eru á bilinu 100.000 - 200.000 eftir því hversu hagstæðum samningum félagið nær.Heildarkostnaður félagsins yrði m.v. þessar forsendur er því 2,5 milljónir. Þar er ekki tekið til greina öll sú (sjálfboða)vinna sem fer í þessa leiki. Raunveruleikinn er því sá að það borgar sig nánast undantekningalaust að selja leikina út þar sem mætingin á leiki hjá þessum liðum er iðulega á bilinu 2-6.000 manns og fjárhagsrammi mun rýmri en hér á landi. Því hafa þau í borð fyrir báru til að kaupa leikina út.

Gamli (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 14:04

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég sé það núna, þetta er ekki eins nálægt Berlín og ég hélt. En Krakow er steinsnar frá Presow og það er beint flug þangað.

Hvað með styrki frá IHF?

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.9.2009 kl. 14:23

3 identicon

Krakow er nálægt og það gæti verið að það væri hægt að fá ódýrara flug þangað en til Búdapest, það yrði hins vegar aldrei mikið ódýrara.

 EHF veitir að mínu viti enga styrki vegna þátttöku í Evrópukeppnum

gamli (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband