Dornrós

Dornrós er í flokki eðalrósa. Ég er með eina í garðholunni, blómin er fyllt og sérlega ilmandi.

015 

 Dornrósin lætur ekki mikið yfir sér á þessari mynd en þarna er ég nýbúinn að klippa af henni rósaknyppi sem var í blóma. Um 40 knúbbar komu í sumar og um helmingur þeirra er búinn nú í byrjun september. Rósin getur blómstrað fram í október ef veðrið er sæmilegt.

014-2

Búntið sem ég klippti af um daginn. Ilmurinn fyllti íbúðina. Dökkrauði knúbburinn í miðjunni sprakk út á tveimur dögum í skálinni á stofuborðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband