Mér sýnist við lestur þessarar fréttar að námið sé minnsta vandamál þessarar ólánskonu. Bankinn er gerður að sökudólg í þessari umfjöllun Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur, en það þarf svo sem ekki að koma á óvart frá henni.
Ég man ekki eftir fréttamanni á Íslandi með meiri vinstri slagsíðu en Þóru Kristínu, formanni blaðamannafélags Íslands, nema e.t.v. Evu Erlendsdóttur og Jóhanni Haukssyni. Matreiðsla hennar á sumum fréttum er heiðri blaðamanna til skammar.
Móðir hrökklast frá námi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 8
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 946013
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvers konar borg erum við að fá?
- Öllu lofað, til hægri og vinstri
- Svartir blettir í sögu Samfylkingarinnar
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- -smáræði-
- Að horfa á snillinga látast í beinni er þyngra en tárum taki
- Bængagsins...Viska fátæks manns..
- Var engin kristnitaka árið 1000?
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- Birtir yfir stjórnmálunum
Athugasemdir
Ég er einmitt ósátt við fyrirsögnina. Ég hef ekki hrökklast frá námi og geri það vonandi ekki. En í heildina er ég nokkuð ánægð og vona að hún komi því til skila sem ég ætlaði mér. Þó eru hlutir sem ekki komu þar fram sem ég hefði viljað að kæmu fram.
Sem dæmi þá var aðalástæða þess að ég fékk neitun um fyrirgreiðslu vegna námslánanna sú að það eru eftirstöðvar af námslánunum síðan á síðasta námsári. Það er eitthvað sem gerist hjá mörgum námsmönnum á hverju ári, sumir falla í einu fagi, aðrir lenda í því að LÍN ofreiknar á þá lán o.sv.frv. Flestir fá þá eftirstöðvar heimildarinnar færðar á næsta skólaár. Ég aftur á móti ákvað að standa skil á leigu og leikskólagjöldum frekar en að greiða alla heimildina upp en greiddi hana þó niður eins og ég gat. Ég veit dæmi um nema sem eru með öll sín lán í vanskilum en fá samt sem áður fyrirgreiðslu vegna námslána en þá er um aðra banka að ræða. Ég hefði líka viljað það kæmi fram að þetta er í fyrsta skiptið á ævinni sem ég get ekki greitt af skuldum mínum. Að auki er það ofsagt að ég hafi engar tekjur haft í sumar, þó þær séu afskaplega litlar þá eru þær meiri en engar :)
Annað sem kom ekki fram er það að ég leitaði til bankanns um leið og ég sá fram á að eiga ekki fyrir afborgun af láninu en eina svarið sem ég fékk var að lánið færi ekkert.
Ég gerði eins og fjármálaráðherra benti fólki að gera, leitaði til bankans og bað um úrræði þar sem ég gat ekki greitt af láninu en úrræðin voru engin í boði. Lánið á bara að damla í vanskilum. Að sjálfsögðu eru bankar ekki félagsmálastofnanir en ég vill fá sömu meðhöndlun og aðrir sem nemi.
Þetta var mér MJÖG erfitt, það er mjög erfið ákvörðun að koma svona fram í mynd og undir nafni en það verða einhverjir að þora að stíga fram og segja frá því ég er því miður ekki sú eina sem fær svona meðhöndlun.
Sigrún Dóra Jónsdóttir, 7.9.2009 kl. 17:55
Takk kærlega fyrir innlitið Sigrún Dóra og upplýsingarnar.
Ég tek heilshugar undir það að þar sem bankarnir eru komnir í ríkiseigu, þá á fólk að fá svipaða meðhöndlun hjá þeim. Ég óska þér alls góðs í þínum vandræðum. Það er óskemmtilegt að standa í þessu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.9.2009 kl. 18:07
Þetta er hriiikalegt!! Ísland fer að verða eins og gamla Rússland...
alva Kristín Kristínardóttir (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.