Heilgrillað naut á Reyðarfirði

Laugardaginn 5. sept nk. er fyrirhugað að halda grillveislu fyrir alla Reyðfirðinga í Rafstöðvargilinu svokallaða, svo framarlega sem veðrið verði þokkalega skaplegt. Wizard Boðið verður upp á heilgrillað naut, sem verður grillað í gilinu, en byrja þarf að grilla sólarhring áður en veislan hefst. Sjálfboðaliðar þurfa því að standa vaktir á meðan grillað er. Einnig er fyrirhugað að hafa varðeld og öll leyfi eru klár.

Hátíðin verður auglýst nánar eftir helgi. Veitingar og meðlæti verða ókeypis og það eina sem fólk þarf að hafa meðferðis er góða skapið. Þetta er hugsað sem fjölskylduhátið en það er þó alls ekki illa séð þó fólk hafi með sér brjóstbirtu til að liðka raddböndin í brekkusöngnum Wizard     

reykjavik-culture-night-bull-bbq 

Margir hafa verið við heilgrillun á stórgripum erlendis, en þessi mynd er þó tekin í Reykjavík á Menningarnótt árið 2004.


mbl.is Bæjarhátíðir víða um land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Frábært framtak. Vonandi verður veðrið gott.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 28.8.2009 kl. 14:56

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir það, Gummi

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.8.2009 kl. 15:48

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ég er búinn að ganga frá þessu með veðrið...

Eiður Ragnarsson, 1.9.2009 kl. 00:54

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Flott, þá fer þetta allt að smella

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.9.2009 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband