Hagnaður LV. 6 miljarðar það sem af er ári

Frá stofnun hefur  Landsvirkjun  verið hvati framfara í íslensku efnahagslífi. Frá árinu 1995 hefur verið einstakt uppbyggingartímabil hjá Landsvirkjun. Fyrirtækið hefur staðið nánast óslitið að fjárfestingum og raforkuvinnsla þess þrefaldast. Fyrirtækinu hefur tekist að fjármagna uppbygginguna með fé frá rekstri og miklum lántökum á hagstæðum kjörum. Engir fjármunir hafa komið frá eigendum sem bera hins vegar óbeina ábyrgð á skuldunum.

Landsvirkjun gerði í ársbyrjun 2008 Bandaríkjadal að starfrækslumynt fyrirtækisins á grundvelli alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS), enda eru um 70% tekna hennar í þeirri mynt ásamt stórum hluta skuldanna. Landsvirkjun hefur fyrir vikið sloppið við hin gríðarlegu gengisáhrif sem íslensk fyrirtæki hafa almennt orðið fyrir við fall krónunnar. Innlendar tekjur og rekstrarkostnaður Landsvirkjunar eru í jafnvægi og gengisáhætta Landsvirkjunar vegna krónunnar er því óveruleg.

Mönnum er tíðrætt um lánshæfismat LV, en flestir hljóta að átta sig á því að bein tengsl eru á milli lánshæfismats íslenska ríkisins og LV. Fjárfestingar Landsvirkjunar í virkjunum eru langtíma fjárfestingar og að taka út einstök ár eða tímabil í rekstrarafkomu, sýnir hvorki né sannar eitt né neitt. 

"Landsvirkjun hefur óhjákvæmilega orðið fyrir áhrifum alþjóðlegu efnahagskreppunnar og erfiðleikanna í íslensku fjármálalífi. Staða fyrirtækisins er engu að síður trygg. Landsvirkjun er stærsti raforkuframleiðandi landsins með trausta viðskiptavini. Þá býr Landsvirkjun ekki lengur við byggingaráhættuna sem Kárahnjúkavirkjun hafði í för með sér. Virkjunin er fullgerð og reynist jafnvel betur í rekstri en til stóð.

Þessa dagana kreppir að og atvinnustarfsemi dregst saman í heiminum. Geta fyrirtækja til fjárfestinga er lítil enda lánamarkaðir lokaðir og margvísleg starfsemi er víða slegin af. Það er athyglisvert að álverin á Íslandi halda áfram vinnslu af fullum krafti enda þótt eigendur þeirra dragi saman seglin vítt og breytt um heiminn og segi upp þúsundum starfsmanna. Þetta er vegna kaupskyldu álveranna á raforkunni hérlendis samkvæmt þeim langtímasamningum sem Landsvirkjun og fleiri hafa gert við þau.

Heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun fer um 7% fram úr framreiknaðri upphaflegri áætlun. (Ekki 40%, eins og andstæðingar framkvæmdanna halda fram. innsk GThG)  Þetta skýrist af því að viðbótarkostnaður umfram verksamningsupphæðir varð töluverður vegna verri jarðfræðilegra aðstæðna á stíflustæði Kárahnjúkastíflu og á hluta aðrennslisganga. Einnig voru gerðar ýmsar breytingar á hönnun mannvirkja meðan á framkvæmdum stóð.

Framkvæmdirnar hófust með samþykki yfir gnæfandi meirihluta Alþingis, með samhljóða samþykki viðkomandi sveitarstjórna og skoðanakannanir sýndu að meirihluti þjóðarinnar var þeim fylgjandi. Þeir sem andvígir voru framkvæmdunum voru hins vegar mjög áberandi í umræðunni allan verktímann.

Auk umhverfisþátta var mikið fjallað um aðbúnað og laun erlendra starfsmanna, arðsemi, jarðfræðilegar aðstæður og rannsóknir, sprungur, hugsanlegan leka, áhrif á jarðskorpuna og jafnvel velt vöngum yfir því hvort fylling lónsins gæti komið af stað eldgosi. Sumarið 2005 voru mótmælaaðgerðir á svæðinu, vinna var stöðvuð nokkrum sinnum og skemmdarverk unnin á tækjum. Í stjórnmálaumræðu var m.a. lagt til að fyllingu Hálslóns yrði frestað meðan jarðfræðilegar aðstæður yrðu kannaðar  frekar. Aðrir gerðu tillögur um að stíflurnar yrðu lækkaðar verulega. Við öllu þessu þurfti að bregðast með því að setja fram réttar upplýsingar, rökstyðja ákvarðanir og leiðrétta margs konar misskilning.

(sjá: http://www.landsvirkjun.is/media/um-landsvirkjun/LV-Arsskyrsla_2008.pdf )

 


mbl.is Borgin í ábyrgð fyrir 110 milljarða skuldum Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Það er greinilega ekki sama hver segir frá.

Offari, 27.8.2009 kl. 18:37

2 Smámynd: Sigurjón

Jamm Gunnar.  Landsvirkjun er ekkert á leiðinni á hausinn.  Hins vegar er ekki spurning að þeir þurfa að halda vel á spöðunum og virkja meira til að afla meiri tekna, sérstakelga ef orkan er seld fyrir erlenda mynt.

Sigurjón, 27.8.2009 kl. 23:50

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vandamálið er að framkvæmdafé er dýra í dag en áður, auk þess sem þakka má fyrir ef lausafé fæst yfir höfuð. Vandi LV er lausafjárskortur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.8.2009 kl. 09:16

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

dýrara... átti þarna að vera

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.8.2009 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband