Til er fólk á Íslandi sem hefur miklar efasemdir um að orkunýting á jarðhita sé sjálfbær. Þetta fólk fullyrðir að orkufyrirtækin hugsi ekki til langs tíma, heldur stjórnist af græðgi. Að þeim sé slétt sama þó orkan klárist á örfáum áratugum í stað þess að stjórna nýtingunni af hógværð
Ef ég ætti orkufyrirtæki sem nýtti borholu og hún hefði afl til 10 mw framleiðslu endalaust, en ég gæti látið hana afkasta 20 mw í 30 ár, þá myndi ég velja 10 megawöttin. Hún væri auðvitað verðmætari þannig.
Sumir leggja að jöfnu hagkvæmni/hagræðingu og græðgi. Þið megið kalla mig gráðugan.
Öflug borhola á Hengilssvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 25.8.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 83
- Frá upphafi: 946217
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
- Þeir eru víða, nasistarnir
- "Hvað kallast það?"
- -lagaumfang-
- Vill endurskoða EES
Athugasemdir
Þegar þú þarft að hámarka arð slefandi hluthafana, sem vilja sinn pening í þessu lífi, helst í gær, þá verða það 20 mw-in, helst meira.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.8.2009 kl. 00:24
Sæll Gunnar.
Þetta er nú ekki svona einfalt. Það er ekki hægt að stjórna því hve mikil orka kemur upp úr holunni. Þú borar á ákveðnum stað og stundum kemur lítið sem ekkert upp, en stundum kemur allt að 20 MW úr einni holu.
Það er hins vegar rétt að ef þú borar margar holur í sama forðakerfið, þá minnkar hraðar úr því og það hefur í raun lítið upp á sig að bora margar holur í sama kerfið af þessum sökum.
Hitt er annað mál að það er mjög erfitt að skilgreina hvað er sama kerfið og hvað er annað kerfi. Við erum með marga eðlisfræðinga og jarðeðlisfræðinga á ÍSOR við að reikna þetta og finna út...
Sigurjón, 26.8.2009 kl. 04:54
Axel, jarðhitasvæði er eins og hver önnur fasteign. Skynsamleg nýting gerir hana verðmætari og ég held að "hluthafarnir" átti sig á því.
-
Takk fyrir upplýsingarnar, Sigurjón. Ég hefði frekar átt að segja að tiltekin holufjöldi ...
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.8.2009 kl. 08:23
Gunnar, greining þín er of grunn. Þú gerir ekki ráð fyrir braskinu og svindlinu.
Sá sem vill græða mikið gæti hugsað sér að nýta 20 MW um stund, ljúga því að hlutaðeigandi að slík nýting sé sjálfbær, og selja síðan herlegheitin á þeim forsendum og græða mjög mikið.
Síðan er hægt að falsa rannsóknarniðurstöður eða birta einungis það sem hentar en annað ekki. Að ekki sé talað um skjalafals eða -eyðingu á öðrum sviðum, sem og beinar eða óbeinar mútugreiðslur til embættismanna og stjórnmálamanna sem hafa með málin að gera.
Auðvitað er fráleitt að gera ráð fyrir að svona sé þetta alltaf, en alveg jafnfráleitt er að gera ráð fyrir að þetta geti ekki gerst.
Ég er sjálfur ekki á móti nýtingu jarðhita og tel að hana megi stunda á sjálfbæran hátt. En þegar selja á auðlindir eða nýtingarréttinn að þeim þá þurfa menn að setja réttan verðmiða á, vita hvað þeir eru með í höndunum.
Ég leyfi mér að efast um það að þeir aðilar í Reykjanesbæ sem töldu það skynsamlega fjárhagslega ráðstöfun fyrir sveitarfélagið að selja húseignir þess til þess eins að leigja þær aftur, séu færir um að gera skynsamlega samningu varðandi orkunýtingu. Sennilega væru þeir best geymdir á einhvers konar stofnun.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 11:47
Ég geri ráð fyrir að þessir hlutir séu gerðir með heiðarlegum hætti, þar til annað kemur í ljós. A.m.k. gef ég mér ekki þær forsendur fyrirfram að um spillingu sé að ræða.
-
En auðvitað megum við ekki vera svo "grænir" að hitt geti ekki hugsanlega verið í gangi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.8.2009 kl. 12:23
Það vantaði dálítið í þetta hjá mér:
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, situr báðumegin borðsins varðandi húsasöluna. Hann er stjórnarformaður fyrirtækisins sem keypti eignirnar af bænum og leigir þær til hans aftur.
Er þessum manni treystandi til þess að höndla með söluna á HS-orku?
Þetta er rannsóknarefni fyrir lögreglu eða önnur til þess gerð yfirvöld.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 14:51
Þér finnst sem sagt að "hluthafar" í Íslenskum hlutafélögum hafi almennt haft skynsamlega "nýtingu" að leiðarljósi undanfarin ár?
Er eitthvað skynsamlegt við nýjasta fjárfestingarkúlufyrirbærið á Suðurnesjum?
Eru það bara svona "normal" fasteignaviðskipti?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.8.2009 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.