Flott

Meira af þessu Saving Iceland ! Og því meira, því betra og því færri aðhyllast þessa öfga.

icelandmapjpeg

Á þessari áróðursmynd Saving Iceland, er vitnað í Guðmund Beck, fyrrum bónda á ríkisjörðinni Kollaleiru sem er rétt innan við Reyðarfjörð. (sést betur ef smellt er tvisvar á myndina) Þar segir:

"Guðmundur Beck, farmer forced from his home by Alcoa´s smelter, Reyðarfjörður".

Við Reyðfirðingar sem þekkjum Guðmund og á Reyðarfirði þekkja allir alla, vitum betur. Þegar ég sá þessu ítrekað haldið fram á ýmsum bloggsíðum og reyndi að leiðrétta þessa ömurlegu vitleysu, þá sagði fólk að hann segði þetta sjálfur. Ég hringdi þá í Guðmund og spurði hann hvort hann segði fólki virkilega þetta. Guðmundur hló þá sínum alkunna hlátri og sagði þetta ekki rétt.

Allir á Reyðarfirði vita að Guðmundur var mjög á móti þessum framkvæmdum öllum fyrir austan, en engum dytti í hug að flæma karlinn burt, enda á hann hér stóran frændgarð og vinahóp. En Guðmundur hefur samt greinilega leyft öfgasamtökum að afskræma sannleikann í sínu nafni.

Þess má geta að Guðmundur var varaþingmaður Hjörleifs Guttormssonar fyrir Alþýðubandalagið á sínum tíma.

P.s. Endilega lesið þetta pakat. Það stækkar enn meir ef smellt er í þriðja sinn. Það er e.t.v. ekkert skrítið að þetta unga fólk telji sig vera í göfugu starfi, ef það trúir þessari ótrúlegu vitleysu.


mbl.is Sparkað í höfuð lögreglumanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Guðmundur gerði góðar veðurathuganir á Kollaleiru! Og ekki trúi ég því án annars vitnisburðar að einhver hafi sparkað í löggulhaus.

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.8.2009 kl. 00:00

2 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Öfgafólkið í þessum virkjunarmálum eru auðvitað þeir sem studdu Kárahnjúkavirkjun, það feigðarflan.

Jón Kristófer Arnarson, 8.8.2009 kl. 00:33

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þeir sem hafa verið fylgjandi þessum framkvæmdum hér á Mið-Austurlandi, og það eru yfir 80% íbúanna á svæðinu, hafa ekki beitt fyrir sig lygaáróðri, eins og "hinir" hafa ítrekað orðið uppvísir af.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.8.2009 kl. 00:42

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

89,7% íbúanna telja framkvæmdirnar hafa haft jákvæð áhrif á byggðaþróun á Mið-Austurlandi, rúmlega 3% neikvæða.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.8.2009 kl. 00:44

5 identicon

Ef mönnum finst flott að sparkað sé í höfuð lögreglumans og annað í þeim dúr þá skora ég á þá sömu menn að gefa yfirlýsingu um að þeir neiti aðstoðar lögreglu ef þeir td lenda í umferðaslysi eða annað sem lögreglumenn eru fyrstu menn sem veita aðstoð við þær aðstæður

þið eruð ekki að tala mínu máli og hafið skömm fyrir

Gobbi (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 00:50

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég held að flestir átti sig nú á því Gobbi, hvað ég var að fara með þessu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.8.2009 kl. 00:53

7 identicon

Þetta lið fer alveg svakalega í taugarnar á mér, til hvers að "ráðast á" löggustöðina? Eina sem þeim tókst að gera með því er að lenda í slagsmálum, trufla lögguna (sem er fámenn nú þegar) og fá enn fleira fólk á móti sér með því að haga sér svona.

Arnar (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 02:21

8 identicon

Guunar, af hverju geturðu ekki verið sanngjarn ? Það eru margir á móti Kárahnjúkavirkjun sem aldrei hafa logið einu né neinu. Svo hafa sumir virkjunarsinnar logið en þú trúir því auðvitað  ekki. Af hverju má fólk ekki vera andvígt stóriðju án þess að vera sakað um allt íllt ? Þeir sem eru andvígir stóriðju eru ekkert ómerkilegra fólk en annað fólk !

HStef (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 18:08

9 identicon

Þetta er yndisleg áróðursmynd sem þú bendir á þarna Gunnar. Ég rak augun í eftirfarandi sem sagt er um álver við Húsavík: "The whales would be scared away by the waves of aluminium cargo vessels."

Þetta er eiginlega krúttlega hálfvitaleg fullyrðing.

Bjarki (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 15:02

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Plaggið er  ... "Priceless"

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.8.2009 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband