Leigubílstjóri og bloggari

Austurglugginn , fréttablað Austurlands, gerir fyrirferðarmikla úttekt á tekjum 715 Austfirðinga. Í formála úttektarinnar segir m.a.

"Listarnir eru ekki tóm forvitni og hnýsni. Þeir endurspegla að mörgu leyti austfirskt samfélag. Við tökum fólk sem uppfyllir ákveðin skilyrði um lágmarkstölur og fleiri sem hafa haft áhrif í sínu samfélagi".

meet_the_bloggerÞað kom mér á óvart að ég er á þessum lista. Ég er titlaður "leigubílstjóri og bloggari" á listanum. Þar sem ég er ekki í tekjuháum hópi úttektarinnar, þá hlýt ég að tilheyra síðarnefnda hópnum....  

"...sem hafa haft áhrif í sínu samfélagi".

Það vekur athygli hversu margir starfsmenn álversins eru í tekjuhærri hópnum á listanum. Bæði stjórnendur og lægra settir. Ég sé þarna iðnaðarmenn hjá álverinu með tæpa miljón á mánuði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Vissi ekki að bloggið gæfi svona vel af sér..

Maður þarf að fara að herða sig,,

hilmar jónsson, 7.8.2009 kl. 20:08

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.8.2009 kl. 20:11

3 identicon

hver eru þá heildarlaunin fyrst þetta er gefið upp

G.Frímann (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband