Árið 2001 létu náttúruverndarsamtök gera fyrir sig skýrslu um arðsemi og umhverfisáhrif Kárahnjúkaverkefnisins. Um arðsemishlutann sá Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi, sá hinn sami og skrifar undir þessa nýju skýrslu Sjónarrandar ehf. fyrir fjármálaráðuneytið.
Skýrslan frá 2001 var óvandað áróðursplagg náttúruverndarsinna og þeim fræðingum sem að henni komu til háðungar. Augljóst var að þeir sem settu nafn sitt við skýrsluna höfðu ekki áhyggjur af faglegri æru sinni því plaggið var notað til þess að hífa upp andstöðu við verkefnið í skoðanakönnun sem gerð var skömmu eftir útkomu þess. Þetta tókst hjá þeim tímabundið, en svo fjaraði undan þegar flett var ofan af bullinu.
Eini stjórnmálaflokkurinn á landinu, V-grænir, sem átti hefur samleið með þeim bull-málflutningi sem fram kom í skýrslu náttúruverndarsamtakanna, snýr sér nú í miðri kreppunni að höfundum áðurnefndrar skýrslu og kaupir nýja af þessu óvandaða liði. Og svo talaði VG um spillingu þegar þeir voru í stjórnarandstöðu!!
Í þessari nýju aðkeyptu niðurstöðu Þorsteins Siglaugssonar (Sjónarrandar), má lesa m.a. eftirfarandi:
Miklar sveiflur eru í þessum geira. Í júni 2009 er verð á áli og rafmagni frá stóriðju rétt rúmur helmingur þess sem var á sama tíma í fyrra í dollurum talið. Tekjur íslenskra orkufyrirtækja minnka að sama skapi og niðursveifla í efnahagslífinu verður meiri en ella.
Þorsteinn kýs að miða við álverð akkúrat á þeim tímapunkti þegar það er í sögulegu hámarki. Hversu faglegt er það? Og "...niðursveifla í efnahagslífinu verður meira en ella." ,segir hann. Auðvitað munu engar framkvæmdir vera farsælast, eða hvað... eða "eitthvað annað" ?
Takið eftir hvað tímapunkturinn "júní 2008" er heppileg viðmiðun fyrir Þorstein
Áfram í innganginum: (Undirstrikun mín)
"Ljóst er að orkuframkvæmdir til stóriðjunota hafa ýmsar efnahagslega jákvæðar hliðar. Þeirra á meðal má nefna ný störf, stærðarhagkvæmni í orkuframleiðslu, góð laun í stóriðjuverum og hagvaxatarhvata ekki síst á fjárfestingartíma. Sum verkefnin kunna einnig að vera lyftistöng fyrir byggðarlög, sem standa höllum fæti. Þá má nefna að erlend fyrirtæki kynna stundum til sögunnar nýja þekkingu og góð vinnubrögð, sem aðrir geta tekið sér til fyrirmyndar. Ýmislegt fleira jákvætt má ugglaust upp telja"
Er ég virkilega einn um það að finnast þetta grátbrosleg framsetning? Að kaupa skýrslu af þessu tagi er grafalvarlegt mál að mínu mati og rétt væri að krefja VG, Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands um greiðslu fyrir verkið, en ekki skattgreiðendur á Íslandi.
Ég mótmæli harðlega.
Segir upplýsingar um arðsemi villandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 31.7.2009 (breytt kl. 14:20) | Facebook
Athugasemdir
Í Mogganum í morgun, er skýrslan skotin í kaf sem áróðursplagg Náttúruverndarsamtaka Íslands, þar kemur fram að "samanburður" er gerður á mislöngum tímabilum, svipað og ef borin eru saman epli og appelsínur og önnur vinnubrögð við þessa "skýrslu" eru á svipuðum nótum.
Jóhann Elíasson, 31.7.2009 kl. 14:26
Sæll. Þessi sami hópur reiknaði út afkomu Hafnarfjarðar varðandi stækkun Alcans 2007 um arðsemi aðferðafræði var sú til að fá neikvæða niður stöður var sett upp dæmi kæmi eitt hvað annað í staðin væri ágóði ekki svo mikil, nú er þetta eitt í staði ekki komið og kemur aldrei þó leit hafi veri í tvö á, kannski geta höfundar skýrsluna beint á hvar það væri að finn þetta eitthvað í staðinn.
http://www.lme.com/aluminium_graphs.asp
Álverð í dag.
Rauða Ljónið, 31.7.2009 kl. 14:41
Það er kannski rétt að það komi fram að þvert ofan í það sem ég hélt, þá eru Náttúruverndarsamtök Íslands einkafyrirtæki og koma Íslenska ríkinu ekkert við. Þegar ég komst að hinu sanna í þessum málum kom þetta mér verulega á óvart og flestum ef ekki öllum sem ég hef talað við telja að þessir aðilar (Náttúruverndarsamtök Íslands) hafi orðið sér úti um mun meiri trúverðugleika út á nafnið en innistæða var fyrir og þar af leiðandi að einhverju leiti siglt undir fölsku flaggi.
Jóhann Elíasson, 31.7.2009 kl. 14:59
Sumum er orðið bull hugleikið, og undalegt hvað sumir virðast fá útúr því að úthúða þeim sem unna landi sínu. Hefði haldið að virkjunarfíklarnir svífu á bleiku hamingju álskýi, en ónei, þeir hamast eins og naut í flagi við að gera lítið úr virkjunarandstæðingum. Þannig er það oft með þá sem hafa vondan málstað að verja. Talandi um áróður og ómerkilegheit þá minni ég á framgöngu Afls fyrir Austurland er þeir reyndu að eyðileggja NAUST með því að yfirtaka félagið 2001 og sömu öfgasamtök heimtuðu að fréttamenn sem sleiktu ekki rassgatið á stóriðjustefnunni yrðu reknir...Málefnanlegt ?
HStef (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 23:07
Það er lágmarkskrafa að þeir sem vinna fyrir skattfé almennings skili af sér heiðarlegri vinnu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.7.2009 kl. 23:36
Gunnar: smá leiðrétting, það á að vera krafa um að þeir sem ráða fólk í vinnu fyrir skattfé, hafi heiðarleika að leiðarljósi, það var ekki gert í þessari svokölluðu skírslu, sem er öllum sem að henni komu til háborinnar skammar, nánast fyrirfram pöntuð niðurstaða þar sem fræðimen bera nær enga virðingu fyrir þeim fræðum sem þeir þó skreyta sig með.
Magnús Jónsson, 1.8.2009 kl. 08:07
HStef: Láttu rana af þér maður, og lestu svo þessa skírsluskömm, án Stóriðju-haturs-gleraugnana, heiðareiki er greinilega eitthvað sem þú þyrftir einnig að fletta upp.
Magnús Jónsson, 1.8.2009 kl. 13:01
Hef aldrei skilið þessa heift. Var það kárahnjúkaslagurinn sem leysti ofsann úr læðingi, eða var ofstækið fyrir hendi áður?
Það eru margir úr hópi "Náttúruverndarsinna" sem munu aldrei meðtaka orð´af því sem "Stóriðjusinnar" segja, og öfugt. Rökin perla á bónuðu skinni.
Samt er hið skynsamasta og skemmtilegasta fólk í báðum herbúðum.
Margt er skrítið í kýrhausnum.
Guðrún Sævarsdóttir, 2.8.2009 kl. 14:53
Láttu "rana" af þér sjálfur geskur og taktu niður náttúrverndarhaturs sjónaukann og flettu upp þínum "heiðaREIKA...hver þarf að láta renna af sér ? Skýrsla er auk þess með Y...góða nótt !
HStef (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 14:58
Guðrún, það má e.t.v. segja að "Kárahnjúkaslagurinn" hafi leyst einhverja heift úr læðingi. Náttúruverndarfólk kastaði stríðshanskanum með lygum, bulli, ýkjum og rangfærslum, í þeim tilgangi að auka fylgi við sjónarmið sín í skoðanakönnunum. Talsmenn þeirra hafa skaðað orðspor náttúruverndar og sennilega er óvinur náttúrunnar númer eitt einmitt þetta fólk.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.8.2009 kl. 16:14
Hstef, þessi síða ritskoðar ekki stafsetningu fólks. Fólk stafar "vitlaust" af ýmsum ástæðum. Ég vil frekar líta til innihalds þess sem fólk hefur fram að færa.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.8.2009 kl. 16:16
Lugu ,bulluðu, ýktu né rangfærðu virkjunarunnendur aldrei ? eða skyptir ynihald eki máli firir ikur virkjsyna eðkvað. folk stavr vytlaus imsu astaðun gota not
HStef (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 16:31
HStef: Afsakaðu átti við að þú þyrftir að láta renna af þér bullið, sé svo á seinni skrifum þínum að þú hefur dottið í það, og stafsetur ver en ég sem hlýtur að teljast til afreka, en eitt sé ég að ég hef gleymt að finna að þínum skrifum, og það er að þú hefur greinilega ekki verið viðstaddur þeggar manasiðir voru kendir.
Magnús Jónsson, 5.8.2009 kl. 21:22
Það eru tvö nn í kenndir, hvort sem átt er við að kenna eitthvað, kenna um eða að vera kenndir, þ.e undir áhrifum áfengis, (það þekkir þú líklega) einnig á það við að hafa kenndir... einnig er einungis eitt g í orðinu þegar...SKÁL og góða nótt
HStef (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 14:42
Gleymdist, það eru tvö n í mannasiðir...nema að þú eigir við að mana siðina...SKÁÁÁL fyrir stóryðjfýklum...
HStef (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 14:48
Virkjunarfíklalýðræðið, það lifi...þetta er ykkar leið að þagga niður í þeim sem ekki eru sammála ykkur...vonandi svífur þú fullnægður á bleika stóriðjuskýinu þínu þar til það springur, góða nótt...
HStef (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 16:33
Þú hefur einfaldlega EKKERT til málanna að leggja nema dónaskap.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.8.2009 kl. 17:26
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
Í inngangi skýrslunnar eru nokkrar stórundarlegar staðhæfingar:
"..umtalsverður hluti af heildarfjárfestingu og erlendum lántökum opinberra aðila verið í orkuiðnaði undanfarinn áratug."
Þetta er sett fram þannig að skilja mætti að ríkissjóður sé að taka lánin, en það er auðvitað ekki þannig. Framkvæmdirnar hafa ekkert með ríkissjóða að gera annað en að ríkið er í ábyrgð fyrir lánunum sem Landsvirkjun tekur. Lántökur Landsvirkjunar hafa ekki áhrif á framkvæmdagetu ríkissjóðs.
"..raforkuverð til almennings og þjóðhagstölur gefa vísbendingar um að þessi þjóðhagslega hagkvæmni sé e.t.v. ekki fullnægjandi"
Er þorsteinn að leggja til að raforkuverð til heimila verði hækkað?
"..er það áhyggjuefni að þorri þessara framkvæmda er á vegum opinberra fyrirtækja og með sérstökum stuðningi sveitarfélaga"
Hvaða stuðning sveitarfélaga er Þorsteinn að tala um? Fjárhagslegan stuðning? Er stuðningurinn í andstöðu við vilja íbúanna?
Í skoðanakönnun sem Alcoa lét gera á Austurlandi sl. haust kemur fram eftirfarandi en spurt var:
Telur þú að álver Alcoa á Reyðarfirði hafi haft jákvæð eða neikvæð áhrif á búsetuskilyrði á Austurlandi?
Neikvæð = 3,9%
Hvorki né = 6,4%
Jákvæð = 89,7%