Ég var á ferðalagi um Vestfirði í vikunni ásamt konu minni og syni. Við byrjuðum á að gista í Reykhólasveitinnni hjá dóttur minni sem er þar bóndakona með manni sínum og tveimur börnum. Þaðan fórum við í ökuferð norður á Strandir, til Hólmavíkur og svo norður úr alla leið að sundlauginni í Krossnesi. Á leiðinni þangað er farið fram hjá Djúpuvík, Trékyllisvík og Bjarnarfirði. Náttúrufegurðin er einstök á þessum slóðum. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella tvisvar á þær, ekki þó "tvísmella".
Trékyllisvík til vinstri og Norðurfjörður til hægri.
Sundlaugin í Krossnesi. Sennilega afskektasta sundlaug í heimi og þó víðar væri leitað. Það var gott að fá sér sundsprett í lauginni eftir aksturinn en heiti potturinn var alltof heitur.
Í bakaleiðinni fengum við okkur kvöldmat á Hótel Djúpavík. Frábær matur og góð þjónusta. Í Djúpuvík búa tvær manneskjur allt árið, en það munu vera hótelhaldararnir á staðnum. Einhverjir muna eflaust eftir hinni umdeildu sjónvarpsmynd Hrafns Gunnlaugssonar, "Blóðrautt sólarlag", en hún var tekin í Djúpuvík.
Á leið okkar til Ísafjarðar fórum við Barðaströndina til Látrabjargs, en þangað hef ég aldrei komið áður, né á Suðurfirðina; Patró, Tálknafjörð og Bíldudal. Eftir örstutt kynni mín af þessum stöðum, þá er það mín skoðun að þetta svæði sé eitt það skemmtilegasta og fallegasta á landinu. Á þessar slóðir ætlum við að fara aftur og gefa okkur þá lengri tíma til dvalar.
Mávager vakti athygli okkar á þessu útselshræi. Dynjandi í baksýn.
Á leiðinni að Látrabjargi er keyrt framhjá Breiðuvík. Mannvirkin á staðnum eru í hvarfi hægramegin á myndinni. Þar er nú starfrækt sumarhótel. Takið eftir hvernig vindurinn hefur feykt hvítum sandinum á hlíðina.
Vitinn á Bjargtöngum. Einhversstaðar sá ég auglýst að þarna væri hægt að fá lundapizzu og ég hugsaði mér gott til glóðarinnar. Þarna var hvorki vott né þurrt að fá. Hótel Látrabjarg er í ca. 20 km fjarlægð.
Mér fannst þessi fuglaáhugamaður vera nokkuð djarfur á brúninni því strekkings vindur var þarna og þverhnípt er niður í stórgrýtta urðina, um og yfir 100 metra fall.
Þarna er mótívið sem heillaði fuglaáhugamanninn.... prófasturinn. Ég þorði ekki eins framarlega á brúnina og hann.
Horft í austur eftir Látrabjargi. Baldursbráin hangir þarna fyrir neðan grastóftina í lífvana jarðvegi og hefur það gott, enda útsýnið frábært. Takið eftir manneskjunni á bjargbrúninni í fjarska, örlítill depill hægramegin við miðju.
Vestasta umferðarskilti í Evrópu.
Bíldudalur er einstakur. Þar fengum við okkur næringu hjá "Sigga Ben", en það er veitingastaður sem hefur verið starfræktur í 23 ár. Geri aðrir betur í 100 manna þorpi. Fyrir ofan þorpið er gríðarlegt mannvirki í smíðum en það er leiðigarður fyrir snjóflóð. Hugsanlegum snjóflóðum úr fjallinu er beint frá íbúðabyggðinni. Nokkur hús eru þó á ótryggu svæði og þar er bannað að búa nema á sumrin. Eini gallinn við Bíldudal er að þar er enga kvöldsól að hafa.
Snjóflóðavarnargarðurinn á Bíldudal. Húsið í forgrunni er greinilega ekki á mynjaskrá.
Veitingastaður Sigga Ben.
Horft niður á bryggju frá veitingastað Sigga Ben.
Sonur okkar, hann Jökull, var á leið á landsmót ungmennafélaga björgunarsveitanna í Hnífsdal. Þar skildum við hann eftir og héldum heim á leið á Reyðarfjörð.
Strandaði í Arnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
Athugasemdir
Þú ert trúlega í hópi þeirra fjölmörgu landa okkar sem hefur ekki ferðast mikið innanlands. Það er einn góður kostur við kreppuna að við förum öll að líta meira inná við í mörgum skilningi. Ferðalög eru eitt af því. Ég tel persónulega að alltof margir taki of stórt svæði fyrir í einu. Ég er uppalin í Vestur Húnavatnssýslu og hef líka búið þar lengst af. Fyrir nokkrum árum fórum við hjónin í Skagafjörðinn til að skoða hann vandlega. Þó þetta sé næsta hérað, þá sáum við margt nýtt og spennandi. Þetta er ferðamáti sem mengar minna, og eldneytis kostnaður í lágmarki, en veitir í staðinn mikla ánægju og minni ferðaþreytu. Tökum okkur nægan tíma áafmörkuð svæði, það borgar sig.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.7.2009 kl. 02:33
Ekki missa af Rauðasandi og Kollsvík í næstu ferð.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 20.7.2009 kl. 09:52
Ég keyri hringinn í kringum landið ca. tvisvar á ári og hef gert sl. 20 ár en Vestfirðir hafa orðið dálítið útundan. Oftast er maður á of mikilli hraðferð milli Reyðarfjarðar og Reykjavíkur.
-
Hólmfríður, meiningin er að koma við á Rauðasandi á næsta ári en Kollsvík hef ég ekki heyrt um. Þarf að kanna það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.7.2009 kl. 12:58
ég fór á vestfirði og strandir þetta sumarið eins og svo margir hafa gert. Borðaði á Sigga Ben á Bíldudal og á Hótel Djúpavík - frábærir veitingastaðir og ekki dýrir.
Rauðisandur og Selárdalur eru mjög fallegir staðir, það er svo fallegar sandfjörur í Arnarfirði á leið inní Selárdal - ekki missa af því næst.
Vegurinn ínn í Kollsvík er hræðilegur - við snérum við.
Sigrún Óskars, 22.7.2009 kl. 17:44
Takk fyrir þetta Sigrún
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.7.2009 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.