Hafa alltaf verið á móti þessum vegi

Ef þjóðvegur 1 lægi um Svínavatnsleið, þá styttist leiðin norður um 18 km. Það er því augljóst að þessi samgöngubót yrði ein sú arðsamasta sem hægt er að ráðast í. Ég á erfitt með að trúa því að hagsmunir Blönduóss séu miklir í því að fá umferðina í gegn hjá sér. Ein vegasjoppa myndi sennilega missa spón úr aski sínum.

Þingmenn kjördæmisins hafa alltaf lagst gegn þessari hugmynd og sömuleiðis bæjaryfirvöld á Blönduósi. Það er því fyrirsláttur í þeim að segja að umrædd leið sé á engan hátt forgangsverkefni við þær aðstæður sem nú eru uppi. Hins vegar eru fleiri en Blönduósbær á móti þessu, því Umhverfisráðuneytið staðfestir ákvörðun Skipulagsstofnunar um að hafna tillögu Leiðar ehf. að matsáætlun Svínavatnsleiðar. "Í umsögn Húnavatnshrepps um tillögu Leiðar ehf. að matsáætlun sagði að í ljósi fram kominna athugasemda landeigenda og ábúenda í Húnavatnshreppi leggist hreppsnefnd Húnavatnshrepps gegn fyrirliggjandi tillögu að matsáætlun. Í umsögn Blönduósbæjar sagði að hugmyndin sé í hróplegu ósamræmi við skipulag svæðisins, afstöðu sveitarstjórnarmanna, landeigenda og ábúenda þeirra jarða sem fyrir raski myndu verða". Sjá  HÉR


mbl.is Hafnar erindi um Svínavatnsleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta er algjört bull Gunnar. Þjóðvegir landsins eiga að miða að því að tengja saman byggðir landsins þar sem því verður við komið. Af hverju eiga Blönduósingar svona lítinn rétt? Af því að þeir eru bara 900 kannski? Þetta snýst um meira en pulsur og kók. Kannski það að það sé sjálfsagt mál að kippa byggðarlagi úr þjóðvegi nr. 1 svo Akureyringar og Húsvíkingar séu fljótari heim til sín?

Maður hefði haldið að þeir sem búa í litlum bæjarfélögum mundu skilja sjónarmið smærri bæjarfélaga. Nei það verða allir að taka undir með KEA mönnum til að vera 10 mín fljótari í bæinn.

Það er mun "arðsamara" að koma í veg fyrir banaslys með breikkun Suðurlandsvegar og útrýmingu einbreiðra brúa.

Guðmundur St Ragnarsson, 2.6.2009 kl. 02:06

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú heldur sem sagt að vegurinn til Blönduóss verði fjarlægður með tilkomu Svínavatnsleiðar. Það eru óþarfa áhyggjur hjá þér Guðmundur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.6.2009 kl. 08:04

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta snýst ekki um eina vegasjoppu, sem þú kallar svo, það veist þú Gunnar.

Gunnar, þjóðvegurinn er stóriðja þeirra Blönduósinga og nærsveitunga. Ekki trúi ég að þú vildir að ykkar stóriðja yrði af ykkur tekin ef það þjónaði tittlingaskít annara landshluta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.6.2009 kl. 11:15

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Áhrif þjóðvegarins í gegnum bæinn eru stórlega ofmetin hjá ykkur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.6.2009 kl. 11:22

5 Smámynd: Guðmundur Frímann Þorsteinsson

Nú bullar þú eins þér einum er lagið Gunnar

Guðmundur Frímann Þorsteinsson, 3.6.2009 kl. 15:18

6 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Hverjum dettur í hug að vegurinn milli New York og Los Angeles sé beint strik. Eða vegurinn frá London til Liverpool? Vegir eiga að tengja saman byggðir og aumir 10 km eru ekki afsökun til að kippa samfélagi 900 sálna úr þjóðvegi 1 sama þótt öllum liggi voða mikið á að komast í bæinn.

Guðmundur St Ragnarsson, 4.6.2009 kl. 23:22

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Væruð þið rólegri ef vegurinn um Blönduós fengi að heita "þjóðvegur1" áfram, en nýi vegurinn t.d. "Þjóðvegur 666" ? 

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.6.2009 kl. 02:39

8 identicon

Gunni minn, svona bull áttu bara að eiga með sjálfum þér

Æja Honkanen (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 15:56

9 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Er ekki langbest að færa bara bæinn líka!

Hallgrímur Egilsson, 9.6.2009 kl. 03:27

10 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það hefur lengi verið krafa um það hér á fjörðum á fá þjóðveg eitt hingað niðureftir.  rökin með því eru m.a. að þjóðvegur 1 eigi að tengja byggðir og önnur rök eru sú að hann eigi jafnframt að vera sú leið sem greiðfærust er allan ársins hring.

Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að færa þjóðvegin niður á fyrði og því ráða fyrst og fremst sjónarmið öryggissins, að hafa vegi um byggðir og láglendi sé því við komið.

Einnig er ég á því að þjóðvegur 1 eigi ekki að fara Svínavatnsleiðina, en Svínavatnsleiðina má bæta til að liðka fyrir umferð þeirra sem vilja stytta sér leið.  ég held að það skipti Blönduós miklu máli að hafa þjóðleiðina þarna í gegn og því á ekki að breyta því.

Við skulum einnig hafa það hugfast að stór hluti útlendinga sem hingað kemur eltir þennan "aðalveg" landsins og því skilar það tekjum í þjóðarbúið að stytta hann ekki.  Styttingarnar geta komið en það þarf ekki að númera þær uppá nýtt.

Einnig má velta því fyrir sér nú þegar niðurskurður er væntanlegur hvað það kostar að halda úti slíkum styttingum yfir vetrarmánuðina, því að það þyrfti hvort eð er að ryðja og hálkuverja alla daga vikunar út á Blöndós og einnig halda Svínavatnsleiðinni opinni...

Ef að þjóðvegur 1 á að vera "styðsta leið milli landshluta" þá er nóg að leggja 25km veg í kringum Fjórðungsöldu á Sprengisandi og málið er dautt...

Eiður Ragnarsson, 10.6.2009 kl. 16:19

11 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Og einn punktur í viðbót..

Í ferðum mínum til Kanada undanfarin ár keyrði ég mikið á milli Montreal og Qebeck, en þar liggur hraðbraut og er hún mikið notuð.  Þarna eru engin fjöll og einu hindranirnar sem þarf að ryðja úr vegi eru tré og svo þarf að brúa nokkrar ár.

Þrátt fyrir þetta þá fylgir hraðbrautin byggðunum við Larwencefljótið, þó að það mætti stytta hann töluvert með því að fara beint milli þessara tveggja borga..

Afhverju skyldi þetta vera svona hjá þjóð sem er áratugum á undan okkur í smíði samgöngumannvirkja???

Eiður Ragnarsson, 10.6.2009 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband