Hagsmunir og prinsipmál

Prinsipmál geta kostað peninga. Við getum verið þeirrar skoðunnar í hjarta okkar að tiltekin skoðun eða trú sé réttlát og sönn, en þegar stjórnvöld taka opinbera afstöðu til málefnisins, þá getur það haft áhrif á afkomumöguleika þjóðarinnar. Fyrir venjulega fjölskyldu á Íslandi sem berst í bökkum fjárhagslega, getur það skaðað afkomumöguleika hennar ef stjórnvöld taka afstöðu með eða á móti tilteknum málum í öðrum löndum. Um leið og það kostar einstaklinga í þjóðfélaginu peninga, þá kostar það þjóðfélagið peninga. Um leið og það kostar þjóðfélagið peninga, þá skerðir það svigrúm þess til þess að veita félagslega þjónustu.  

Það er helvíti fúlt að vera í þessari aðstöðu.

1


mbl.is Dalai Lama í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Bjarni Guðmundsson

Ég held þetta sé frekar spurning um að láta ekki kúga okkur. Þótt eitthvað annað land stundi ritskoðun og misnotkun þurfum við ekki að vera meðvirk í því. Við eigum ekki að láta aðra segja okkur hvernig við getum hagað okkur í okkar eigin landi.

Ef það þýðir að einhver verður fúll þá verður bara svo að vera. Tjáningarfrelsi á ekki að vera takmarkað vegna hugsanlegra viðskiptahagsmuna.

Kristján Bjarni Guðmundsson, 1.6.2009 kl. 11:11

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er hvorki að tala um kúgun né ritskoðun. Ég er heldur ekki að tala um að ekki sé vel tekið á móti manninum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.6.2009 kl. 12:43

3 Smámynd: Kristján Bjarni Guðmundsson

Finnst þér ekkert skrýtið að hvorki forsetinn né einhverjir ráðamenn hér vilji taka á móti manninum? Það er nokkuð ljóst að ástæðan fyrir því er að menn hér eru hræddir við viðbrögð kínverja. Er þetta ekki meðvirk kúgun?

Ráðamenn hér hafa nú ekki verið þekktir í gegnum tíðina fyrir að liggja á skoðunum sínum á málefnum í öðrum löndum. Þekkt er dæmið þegar tveir ráðamenn hér lýstu yfir stríði á annað land alveg upp á eigin spýtur.

Kristján Bjarni Guðmundsson, 1.6.2009 kl. 13:16

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei, það finnst mér ekki. Maðurinn er í einkaheimsókn og hann er ekki stjórnmálamaður. Háskólar taka á móti honum og Biskupinn mætti það mín vegna. Er það ekki nóg?

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.6.2009 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband