Á ákveðnum tímapunkti í leiknum kallaði þjálfarinn einn strákinn af varamannabekknum til sín og sagði við hann: "Þú veist hvað samvinna er? Þú veist hvað liðsandi er?
Strákurinn kinkaði kolli
Þjálfarinn hélt áfram: "Þú skilur að það er sama hvort við vinnum eða töpum, við gerum það sem lið, er það ekki?
Strákurinn kinkaði aftur kolli.
Þjálfarinn hélt enn áfram og sagði: Þó einhver brjóti á þér úti á vellinum, þá er það ekki íþróttamannsleg hegðun að bölva og ragna og hefna þín með ruddaskap á viðkomandi leikmanni, er það nokkuð?
Strákurinn hristi höfuðið niðurlútur.
Og enn hélt þjálfarinn áfram: Og þegar ég tek þig af velli og gef öðrum leikmanni tækifæri til að spila, þá er það mikill dónaskapur að kalla þjálfarann þinn hálfvita, er það ekki? Þú skilur þetta allt, er það ekki?
Strákurinn jánkaði þessu afar skömmustulegur.
"Gott" sagði þjálfarinn. "Farðu nú til mömmu þinnar og útskýrðu þetta fyrir henni".
![]() |
Eiður Smári: Mikill heiður (myndskeið) |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 5
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 946785
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Mannfórnir
- Helsta ógæfa Íslands er vanhæfir stjórnmálamenn.
- Hækkun sögð gera Ísland fátækara.
- Sóknarfæri fyrir Ísland
- Hvað um lífeyrissjóðinna.?
- Tvískinnungur í tollatali
- Mannréttindi eins hóps hefur alltaf áhrif á annan hóp
- Stundir sannleikans renna upp
- Orkupakkar og okurverð
- Hefðum fengið 20% toll
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Íþróttir
- Reynslumesti leikmaður Noregs ekki með
- Glódís gæti misst af EM
- Erfiðara að verja titil en að vinna hann
- Frá Íslandsmeisturunum til FH
- Líka erfitt fyrir Glódísi
- Óþægileg stund í lyftunni með dómaranum
- Brassinn frá út tímabilið hjá Arsenal
- „Finnst það eiginlega skandall“
- Hvað má bjóða þér á hlaðborði íþróttanna?
- Enga hugmynd um hvað tekur við
Athugasemdir
Góður
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 16:29
Góð saga, hefði viljað gera á henni smá breytingu. Þ.e. að í stað að hann hafi kallað á leikmanninn af varamannabekknum, hlýtur hann að hafa kallað hann af velli. Finnst það sem gamall þjálfari. (kom nokkrar ferðirnar til þess að keppa við Val á Reyðarfirði)
Sigurður Þorsteinsson, 28.5.2009 kl. 18:05
Ég hef lent í þeirri raun að horfa á drengjaleik í fótbolta og þurfa að hlusta á öskrin í foreldrum á hliðarlínunni. Þvílík allsherjar sturlun.
Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 19:01
Já, ég hef nokkrum sinnum orðið vitni að ruddalegum athugasemdum frá foreldrum. Skelfilegar fyrirmyndir
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.5.2009 kl. 20:54
Ef þær væru nú bara ruddalegar. Þær eru stundum vitfirringslegar. Einn faðirinn öskraði þindarlaust, úthúðaði litla drengnum sínum og skipaði honum fyrir eins og hundi svo raun var á að hlýða. Þessi faðir var landsfrægur vinstri maður í mikilvægu, áberandi starfi. Hann sálaðist nokkrum árum síðar, langt fyrir aldur fram.
Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.