Á föstudagskvöldið fór ég í óvissuferð með starfsfólki Grunnskóla Reyðarfjarðar. Farið var með rútu til Norðfjarðar og byrjað þar á pizzuhlaðborði í Egilsbúð og síðan var haldið í siglingu út Norðfjarðarflóann og siglt inn í Hellisfjörð og Viðfjörð sem ganga inn úr flóanum sunnanverðum. Þangað hafði ég aldrei komið áður. Ekkert vegasamband er við Hellisfjörð og einungis gamall vegslóði, illfær og seinfær er í Viðfjörð. Í fjörðunum eru nokkri sveitabæjir sem allir eru farnir í eyði, sá síðasti fyrir rúmum 50 árum síðan. Þessum bæjum er þó mörgum haldið við og notaðir sem sumarbústaðir.
Hellisfjörður heillaði mig mikið en þar var hvalstöð um aldamótin 1900 og mátti sjá ummerki þess. Þegar við sigldum inn spegilssléttan fjörðin sáum við um 20 hreindýr en þetta svæði hlýtur að vera algjör paradís fyrir dýrin, a.m.k. utan veiðitíma. Leiðsögumaður okkar sagði að í Viðfirði væru nokkrir símastaurar og úr þeim hanga símalínurnar til jarðar. Eitt sinn var hann þar á ferð fótgangandi og kom þá að hreindýri sem flækt hafði sig í vírnum og var það ljót sjón. Dýrir var mikið sært og þurfti að aflífa það. Ég skil ekkert í því að vírarnir skuli ekki hafa verið fjarlægðir.
Þetta kort fann ég á blogsíðu Kjartans Péturs Sigurðssonar leiðsögumanns og ljósmyndara. Margar skemmtilegar myndir eru þar af svæðinu, sjá http://photo.blog.is/blog/photo/entry/286998/
Verða að fjarlægja símastaur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 8
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 946013
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Sigurgeirar á feisinu valda Kenya-mönnum andlegum erfiðleikum
- Einlæg ást og eindrægni!
- Hvers konar borg erum við að fá?
- Öllu lofað, til hægri og vinstri
- Svartir blettir í sögu Samfylkingarinnar
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- -smáræði-
- Að horfa á snillinga látast í beinni er þyngra en tárum taki
- Bængagsins...Viska fátæks manns..
- Var engin kristnitaka árið 1000?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.