Það heyrist með reglulegu millibili og þá aðallega frá andstæðingum stóriðju á Íslandi, að almenningur niðurgreiði orkuverðið til stóriðjunnar. Engin rök eru færð fyrir þeirri fullyrðingu heldur bent á að orkuverði til álfyrirtækja á Íslandi sé haldið leyndu og grunur leiki á að það sé einungis 1/8 af verði til neytenda og sé ástæða til að ætla að orkuverð til neytenda sé ekki sanngjarnt og líklegt, að leynd yfir orkuverði til álbræðslu samræmist ekki reglum ESB/EES.
Það væri auðvitað óskandi að hægt væri að upplýsa almenning um raforkusamningana við álfyrirtækin til að eyða þeirri tortryggni sem virðist ríkja. Þann 8. apríl sl. skrifaði Gústaf Adolf Skúlason, aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, upplýsandi grein í Fréttablaðið um þessi mál:
"Um 80% raforkunnar hér á landi fara til stóriðju. Raforkuverð til heimila er mun lægra hérlendis en í flestum okkar nágrannalöndum. Þannig kostar meðalheimilisnotkun á rafmagni í Reykjavík einungis um fjórðung af því sem hún kostar í Kaupmannahöfn. Ennfremur hefur almennt raforkuverð árum saman farið lækkandi hér á landi, að teknu tilliti til þróunar vísitölu verðlags, samhliða aukinni raforkusölu til stóriðju. Sumt fólk nær að fá út úr þessu samhengi að almenningur greiði niður orkuna til stóriðjunnar, sem er ótrúleg niðurstaða. Stærstu viðskiptavinirnir, stóriðjufyrirtækin, greiða hins vegar lægra verð en þeir sem kaupa margfalt minna magn, líkt og gildir um flestar tegundir viðskipta. Langtímasamningar um stöðuga sölu á raforku eru afar hagstæðir fyrir orkufyrirtækin,auk þess sem stóriðjan ber sjálf kostnað við dreifingu raforkunnar, sem alla jafna er a.m.k. þriðjungur orkuverðsins. Að selja orkuna til álvera er engin stefna. íslensk orkufyrirtæki kjósa einfaldlega hagstæðustu viðskiptin sem bjóðast hverju sinni.
Á http://samorka.is/ má nálgast fleiri upplýsingar um orkumál og stóriðju, í formi stuttra og aðgengilegra punkta".
Rafmagnið ódýrast á Íslandi, fjórðungur verðsins í Danmörku (23.02.2009)
Samorka hefur borið saman rafmagnskostnað heimila í höfuðborgum Norðurlandanna. Rafmagnið er ódýrast í Reykjavík en litlu dýrara í Helsinki. Í Osló er rafmagnið um 35% dýrara en í Reykjavík og um 63% dýrara í Stokkhólmi. Í Kaupmannahöfn er rafmagnið hins vegar langsamlega dýrast, eða meira en fjórfalt dýrara en í Reykjavík.
Kvarta til ESA vegna orkuverðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 6.5.2009 (breytt kl. 10:56) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, höggormurinn var sennilega sprauta með erfðabreytiefni - eins og Covid sprauturnar.
- Píratar
- Ingu Sælands ríma
- Djúp lægð
- Geti ekki brotið verkfallslög
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
- Ríki heimsins eru ekkert hrifin af frelsi
Athugasemdir
Sammála þessu að mestu leiti. Það talar enginn um að hinn almenni borgari niðurgreiði t.d. verð á hveiti til bakaría þegar hann kaupir sitt hveiti í smásölu á miklu hærra verði en bakarinn sem kaupir mikið magn og fær því lægra verð.
En það fyrst og fremst þessi leynd sem yfir raforkuverðinu til stórkaupenda sem skapar tortryggni. Menn spyrja því eðlilega, ef verðið er innan eðlilegra marka, því þá þessi leynd?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.5.2009 kl. 11:13
Svo er annað sem menn gjarnan gleyma, en það er að dreifikerfi raforkunnar er eðlilega mun dýrarar á Íslandi en annars staðar. Landið er jú stórt en fámennt. Þrátt fyrir þessa staðreynd er raforkuverðið lágt hér.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.5.2009 kl. 12:33
Leyndin er ekki til þess fallin að auka sanngirni.
Samanburður við önnur lönd í þessum efnum er líka hæpinn.
Við eigum orkuna, við og komandi kynslóðir, við eigum að fá orkuna eins ódýrt og hægkvæmt er. Með leynd er ekki hægt að fullyrða að svo sé, það er bara ekki sannfærandi.
Sveinn Ríkarður Jóelsson, 6.5.2009 kl. 12:47
Svo er spurning, ef leyndin er ekki til staðar er þá ekki líkur á að við fáum betra verð? Orka í heiminum er að mér skilst af skornum skammti akkurat núna. Af hverju að selja álfyrirtækjum orkuna á slick þegar það eru margir sem eru kannski tilbúnir að borga tvöfalt meira? Og ef álfyrirtækin hóta að fara bara að leyfa þeim það, það eru örugglega einhverjir sem vilja nota verksmiðjunar sem verða eftir undir annan iðnað :)
Baráttu kveðjur
Ágúst Þorvaldsson
Agust Thorvaldsson (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 14:34
Heldur þú Ágúst að ekkert mál sé að finna bara einhvern annan iðnað í verksmiðjuna á Reyðarfirði sem kaupir 5000 gwst á ári, eða meira en öll Reykjavík með manni og mús?
-
Álfyrirtækin gera langtíma raforkukaupssamninga og því liggur hagkvæmnin fyrir orkusalan m.a. Og orkan er ekki seld á "slick" eins og þú orðar það. Það hefur reyndar lengi verið fullyrðing þeirra sem eru harkalega á móti stóriðju. Þeirra hinna sömu sem kvarta yfir því að fá ekki að vita raforkuverðið. Einhvern veginn kemur það nú ekki heim og saman í rökfræðinni. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka eru í stjórn Landsvirkjunnar og þeir vita verðið. Leyndinnni er ætlað að verja hagsmuni bæði kaupanda og seljanda. Á stæða leyndarinnar er ekki af neinum annarlegum hagsmunum. og raforka til stóriðju er hér hærri en í mörgum öðrum löndum og í meðaltali OECD ríkja.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.5.2009 kl. 17:27
Orkan er seld á Slick
Hún Dugar ekki fyrir afborgunum af Raforkuverum okkar
Við Borgum með Þessu
enda Dugar ekki 20 aurar á Kílowattstund engann veginn
en mundu þú borgar bara 36 sinnum hærra verð sjálfur eð 7,35 kr á kílowattstund.
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 17:31
Bull
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.5.2009 kl. 17:42
Virkilega málefnalegur að vanda Gunnar
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 19:12
Æi, æi, Æja minn. Lestu pistilinn, ekki hefur Æsir gert það greinilega miðað við hans athugasemd... tja, frekar en þú. Ég fagna málefnalegri gagnrýni á það sem stendur í pistlinum en mér leiðist barnalegt bull.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.5.2009 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.