Allt sem Kjartan Gunnarsson segir í þessari frétt er hárrétt. Ef einhver er ósammála því, þá vinsamlegast rökstyðjið það. Að það hafi þurft stórkostlega laskaðan Sjálfstæðisflokk til þess að fólki hafi hugnast að kjósa vinstriflokkana til hreins meirihluta, er merkilegt í sjálfu sér.
Í skoðanakönnun sem ég er með hér á blogginu er athyglisvert hversu margir hafa litla trú á lífi ríkisstjórnar vinstriflokkanna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virðist meta þá á svipuðum nótum, en þeir hafa fryst innlegg sitt til Seðlabankans á grundvelli ótrausts ástands á stjórnmálasviðinu í landinu.
Skoðanakannanir á undanförnum vikum hafa gefið þessa niðurstöðu til kynna. AGS hefur fylgst með þessum könnunum og heldur því að sér höndum. Sjálfstæðismenn vöruðu við kosningum á þessum viðkvæma tímapunkti, einmitt vegna samstarfsins við AGS. Skynsamlegra hefði verið að bíða með kosningar fram á haustið, því stjórnarkreppa er ekki það sem íslensk þjóð þarf á að halda í dag.
Samfylkingin fór á taugum þegar nokkur þúsund einstaklingar börðu í potta og pönnur á Austurvelli. Þessi hópur var skipulagður af Vinstrihreyfingunni grænu framboði, eins og sannaðist í kosningasjónvarpinu á sunnudaginn og ég benti á í færslunni hér á undan.
Fótbrotinn Sjálfstæðisflokkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.4.2009 (breytt kl. 18:32) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
Athugasemdir
Davíð og Kjartan eiga heimsmet í hroka. Hann kallar búsáhaldarbyltinguna "skrílslæti á Austurvelli"
Þú segir nokkur þúsund einstaklingar . Ég veit ekki betur en að Íslendingar eru rétt um 340 þúsund , svo nokkur þúsund einstaklingar er ansi stór hluti.
Ég hef oft kosið þennan flokk. En mun sjálfsagt seint gera það aftur . Hrokinn er svo yfirgengilegur , bæði í þessum manni og Davíð Oddsyni að það hlýtur að vera heimsmet eins og ég áður sagði. Heldur fólk að það hafi eingöngu verið vinstra fólk sem stóð fyrir mótmælunum? Nei. Ástæðan er sú að það þurfa allir að búa í húsum. Það þurfa allir á atvinnu að halda , eða geta gengið í skóla . Það þurfa allir að geta hugsað um sína nánustu. Hvort sem fólk er til hægri eða vinstri. Þess vegna var þessi "skríll á Austurvelli" þjóðin , en ekki bara fólk sem kúkar í kjörkassana
Niðurlæging Íslands á alþjóðavettvangi er algjör og það skrifast langmest á sjálfstæðisflokkinn og framsókn.
Eini rökstuðningur minn er sá að fólk er farið að hugsa öðruvísi. Farið að hugsa minna um palomin fellihýsi, Hömmera eða range rovera og hugsa meira um augnablikið. Hugsa um fjöldskylduna og vini. Það er að verða hugarfarsbreyting í öllum heiminum. Ég er ekki að tala að allir séu á leið í samyrkjubú. En fólk er komið með nóg af gráðugum hrokagikkjum eins og Kjartani Gunnarsyni og Davíð Oddsyni.
jonas (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 19:27
Heill og sæll Gunnar.
Tek undir með þér þú fjallar með málefnalegum hætti um málið. Hins vegar eru sumir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins að fara á taugum vegna þess atkvæða magns sem flokkurinn fékk. Enn sjáum hvað þessi vinstri stjórn stendur lengi áður enn trommusláttur verður hafin á ný. Sjáum hvað skeður.
Málnefaleg rök ekki skítkast.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 27.4.2009 kl. 19:58
Tek undir það . Málefnaleg rök.
Því miður er Kjartan Gunnarsson með skítkast þegar hann kallar fólkið sem kom þúsundum saman "skríl á Austurvelli"
jonas (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 23:03
Þetta er yfirleitt spurning um illskásta kostinn. Sjálfstæðisflokkurinn er það laskaður að það tekur hann allavega 2 ár að taka til hjá sér ef þeir halda vel á spilunum. Þessi stjórn sem tekur við núna verður mjög óvinsæl og Sjálfstæðisflokkurinn ætti að græða eitthvað á því í næstu kosningum. Ég efast samt um að þeir nái nema svona 50-60% af fylgistapinu til baka.
Guðmundur Pétursson, 28.4.2009 kl. 00:20
Jonas, Kjartan var ekki að kalla fólkið á Austurvelli skríl, heldur gagnrýnir hann Samfylkinguna fyrir að hafa farið á taugum yfir "skrílslátunum"
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.4.2009 kl. 02:05
Jóhann Páll, já það verður frólegt að sjá framvindu mála á næstuni. Nú er "Búsáhaldabyltingin" komin með 4 menn á þing og það er vert að fylgjast sérstaklega vel með þeim, þar sem þeir hafa ekki þorað að skilgreina sig í pólitík. Nú kemur það væntanlega í ljós.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.4.2009 kl. 02:09
Sæll Gunnar. Réttara væri að segja að samfylkingin hefði farið á taugum yfir hörðum mótmælum. En Kjartan kýs að kalla það skrílslæti svo ég býst við því að allir þar voru skríll að hans mati. Ekki mótmælendur. Því miður. En svona hugsa þeir sem hafa haft völd of lengi. Það er þekkt.
jonas (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 12:40
Ef "Búsáhaldabyltingin" skilgreina sig sem hægri flokkur munt þú þá styðja Þá? eða dæmir þú þá af verkum sínum burtséð frá pólitík?
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 13:04
Lestu bókina ,,Sofandi að feigðarósi" ef þú sannfærist ekki eftir lesturinn að þessir menn séu Fífl, með stóru effi, sem stór skaðað hafa þjóð sína þá ertu að segja ósatt um að þú hafir lesið bókina. Það besta við bókina er að sá sem skrifaði hana er eða var innmúraðar Sjálfstæðismaður. En annars ef ég réði hérna á landi þá myndi ég láta handtaka þessa menn og kæra fyrir landráð. Svo er það sorglegt að það skuli vera til fólk sem tekur undir orð þessara manna. Það fólk verður þó að eiga það við sjálft sig og sína samvisku. Ég ætla láta fylgja með smá raunveruleikapróf:
Það að fara ekki í aðildarviðræður er eins og að henda lottómiða án þess að kíkja á tölurnar. Enn og aftur ætla ég að reyna höfða til raunveruleikans í þessu máli. Ég tók 18 miljón króna húsnæðislán til 40 ára. Ég þarf að greiða það 17 falt til baka þ.e. 300 miljónir þegar upp er staðið eftir 40 ár. Hvergi í heminum er fólki boðið upp á slíkt rán. Ef við færum í ESB er talið að bara vextirnir myndu lækka á heimilin og fyrirtækin í landinu um 228 miljarða á ári, já 228 þúsund miljónir á ári. Þetta þýðir á mannamáli að við þurfum að leggja mun meiri vinnu á okkur til að standa í skilum með ala þessa auka vexti. VG talaði um að við ættum að afnema verðtryggingu. Ok, en það verður ekki gert nema með öðrum gjaldmiðli en krónunni, því ástæðan fyrir verðtryggingunni er sú að við erum með handónýta krónu sem enginn vill lána nema vera bæði með okur vexti og verðtryggingu til að vera viss um að tapa ekki á því. Þeir sem eru á móti ESB, eru það vegna þess að andstaðan eru trúarbrögð, og reyndar röklaus í þokkabót. koma með eitthvert hálfvitalegt kjaftæði um að við myndum missa allar auðlindir okkar. Heldur einhver heilvita maður að allar þær þjóðir sem hafa gengið í ESB á undan okkur hafi byrjað á því að afsala sér öllum sínum auðlindum, hvurslags bull er þetta og hræðsluáróðu. Eina ástæðan fyrir því að ég vill fara í ESB, er sú að ég held að lífsgæði muni batna til mikilla muna.
Valsól (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 21:09
Ég get ekki svarað efnislega neinu um þessa bók, því ég hef ekki lesið hana. En ef það er nóg að ein bók kom út um þessa atburði til þess að opinbera fyrir þér ALLAN sannleikan um málið, þá segir það meira um þig en bókina. Það eiga eflaust eftir að koma út fleiri bækur en ég horfi til rannsókanarskýrslunnar sem er væntanleg í nóv. n.k.
Auvitað voru gerð mistök, það segir sig sjálft. Það þarf ekki annað en horfa á stöðu þjóðarbúsins til að sjá það, en fleira kemur til held ég. Það er ofureinföldun að kenna einum stjórnmálaflokki um allt saman, en það gera að sjálfsögðu pólitískir andstæðingar flokksins. Ég veit ekkert um höfund bókarinnar, annað en að hann er/var sjálfstæðismaður og aðstoðarmaður ráðherra flokksins.
-
Ég hef efasemdir um ESB-aðild, engin trúarbrögð þar hjá mér. Enn og aftur ofureinföldun hjá þér um það og þessi uppsetning hjá þér ber þess reyndar vitni að um trúarbrögð sé að ræða hjá þér. Ég er þeirrar skoðunnar að það sé hættulaust að fara í aðildarviðræður, þó ég líti nú ekki svo á að það sé eins og að henda lottómiða án þess að skoða tölurnar. Slík samlíking er dæmigerð fyrir ESB-sinna.
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.4.2009 kl. 10:03
Heill og sæll Gunnar.
Borgarahreyfinginn sem segir að þeir hafi unnið stríðið gegn spillingu að þeirra sögn. Eru nú flæktir inn í spillingar mál varðandi þingmann sem þykkur listamanna laun og vil ekki skila þeim aftur að frjálsum og fúsum vilja. Nei sagði Þráinn þetta voru heiðurslaun sem ég fékk og hef ekki hug á því að skila þeim til baka. Já snemma beygist krókurinn.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 29.4.2009 kl. 17:40
Æja, verkin munu væntanlega sýna hvar Borgarahreyfingin stendur. Ég hef reyndar alltaf haldið að Þráinn Bertelsson væri vinstrimaður, en svo er hann víst gamall frammari. Getur svo sem verið úr vinstrihluta beddans þar. Birgitta er öfgakenndur náttúruverndarsinni veit ég, en um hina veit ég ekki neitt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.4.2009 kl. 18:01
Já Jóhann, þetta byrjar glæsilega hjá Borgarahreyfingunni
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.4.2009 kl. 18:02
Heill og sæll Gunnar.
Mér finnst að þeir sem eru með spillingu í öðru hverju orði ætti nú að drag sín ummæli til baka. Ekki vera að deila á aðra ef menn eru ekkert betri en þeir sjálfur.
Tek undir með þér við verðum á verði og minnum þá á í Borgarahreyfingunni sem segir sig vera óspilltan flokk. Enn því miður virðist Þráinn vera þar innvínglaður í þetta spillta kerfi.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 29.4.2009 kl. 18:28
Sé nú ekki alveg spillinguna þarna. Það mætti mín vegna setja lög um það að þingmenn mættu ekki þiggja önnur laun en þingfaralaun og tengdar greiðslur. Það hefur hinsvegar ekki verið gert og margir þingmenn eru með aðrar tekjur ofan á þingfaralaun. Þannig hefur það alltaf verið.
Guðmundur Pétursson, 30.4.2009 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.