Málefnalegt aðhald

Þó úrslit kosninganna séu vissulega vonbrigði fyrir hægrimenn á Íslandi, þá berum við höfuðið hátt. Nú verðum við í stjórnarandstöðu í einhvern tíma, að hámarki í 4 ár en sennilega skemur þó. Ég vona að mínir menn taki ekki vinstriflokkana sér til fyrirmyndar í stjórnarandstöðunni, heldur verði málefnalegir en samt sanngjarnir. Ég þoli ekki tækifærismennsku.

Það er afar mikilvægt á næstu mánuðum að vel verði haldið á spilum í efnahagsstjórn landsins. Áhyggjur vegna getuleysis vinstrimanna á því sviði eru fyrir hendi hjá mörgum hægrimanninum og rangar ákvarðanir stjórnvalda geta dregið kjark úr athafnamönnum. Það er ekki það sem þjóðin þarf á að halda á þessum erfiðum tímum.

Sjálfstæðismenn voru með kosningavöku í Randolfshúsi á Eskifirði en það er sjóhús frá 19. öld með öllu tilheyrandi. Sævar Guðjónsson, ferðaþjónustufrömuður og góður Sjálfstæðismaður hefur umsjón með húsinu og staðurinn er vinsæll meðal ferðamanna, enda hreint út sagt frábær staður að heimsækja. Sævar rekur ferðaþónustufyrirtækið http://mjoeyri.is/ 

004 (2)

Í Randolfshúsi á Eskifirði í gærkvöldi. Meðal gesta var Tryggvi Þór Herbertsson sem skipaði 2. sætið á lista flokksins í Norð-Austur kjördæmi. Góðar veitingar voru í boði fyrir gesti og gangandi. Grillað lambalæri, kökur, snakk og harðfiskur.


mbl.is Nýtt Alþingi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Flott hús Gunnar. Ég mun heimsækja það í sumar. Er oft fyrir austan.

En til hamingju með úrslitin. Megi hægri mönnum auðnast að læra auðmýkt og hógværð auk þess sem (allavega forystumennirnir) þurfa að fara á námskeið í siðfræði.

Guðmundur St Ragnarsson, 27.4.2009 kl. 02:14

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, alveg þess virði að koma við hjá Sævari í Mjóeyri

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.4.2009 kl. 03:52

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gott hjá þér að minna á Sævar í Mjóeyri, Gunnar.  Ferðaþjónustan á Mjóeyri er frábært dæmi um hverju athafnafólk getur áorkað með því að fylgja eftir hugmyndum sínum af hjartans áhuga.

Magnús Sigurðsson, 27.4.2009 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband