Rétt áður en Bifreiðastöð Steindórs var seld bílstjórum hennar, að mig minnir 1982, keyrði ég nokkrar helgar á stöðinni og eftir að hún var seld þá keyrði ég þar í tæp tvö ár í fullu starfi. Þegar ég hætti þá hét ég því að keyra aldrei leigubíl aftur.
Fyrstu 2-3 mánuðirnir í leigubílsstjórastarfinu voru svakalega spennandi fannst mér, rétt rúmlega tvítugum manninum. En svo fór sjarminn af þessu og það varð skelfilega þreytandi að vera alltaf að vinna þegar flestir aðrir voru í fríi. Nokkur atvik frá þessum tíma eru mér ógleymanleg.
Eitt sinn fór ég með mann úr miðbænum og upp í Breiðholt. Þegar ég renni að blokkinni þá biður maðurinn mig að hinkra augnablik því hann þurfi að skjótast aðeins inn. Maðurinn kom aldrei til baka. Þetta gerðist einstaka sinnum og stundum tók maður eitthvað í pant ef maður treysti ekki viðkomandi. Úr og veski voru vinsælustu pant-hlutirnir en í dag eru það gsm-símar.
Nokkrum dögum seinna er ég pantaður vestur í bæ og þegar farþeginn sest í aftursætið þá sá ég að þetta er sami gaurinn og stakk mig af áður. Ég ákvað að segja ekki orð en hélt af stað áleiðis á áfangastað mannsins og á leiðinni hugsaði ég hvernig best væri að tækla málið. Þegar ég er að keyra austur Tryggvagötuna þá beygði ég skyndilega til vinstri að miðborgarlöggustöðinni í Tollhúsinu og stoppaði fyrir framan dyrnar. Ég snéri mér þá að manninum aftur í og sagði við hann að annaðhvort borgaði hann það sem hann skuldið mér strax, eða ég myndi leiða hann inn á stöðina. Svipurinn á manninum var "priceless" þegar hann góndi opinnmynntur á mig. Hann tók í fáti upp veskið sitt og muldraði einhverja afsökunarbeiðni um leið og hann týndi í mig seðlana og sagðist alls ekki vilja blanda lögreglunni í málið því hann væri nefnilega á skilorði. Þegar maðurinn hafði borgað, vísaði ég honum út og fékk mér kaffi á stöðinni.
Boðskapur sögunnar er: Þú skalt ekki stela..... frá leigubílstjóra
Með þýfið í leigubíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 946008
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Athugasemdir
Góð saga hjá þér... - ég hef réttindi til að keyra leigubíl en hef ekki lagt í slíkt, ekki enn að minnsta kosti. Flott hvernig þú náðir loks peningunum. Kv. Jón.
Jón Þ. (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 12:35
Þetta er nú bráðfyndið, þannig er að ég hef í mörg ár lagt stund á þennan akstur um helgar og á tímabili í fullri vinnu, lennti nefnilega í konu sem gerði þetta fékk hana upp í bílinn aðeins 2 vikum seinna, keyrði hana heim, og sagði við hana að hún skuldaði mér tvöfalt gjald eða ég myndi keyra með hana úr fellahverfinu niður á hverfisgötu til löggunar og það myndi þá bara bætast við skuldina, hún gerði nákvæmlega það sama, muldraði afsakanir borgaði bílinn og lét sig hverfa :)
Hins vegar veit ég dæmi um bílstjóra fyrrverandi sjómann sem tók farþega sem neitaði að borga og læsti hann inn í ruslagám ekki fjarri heimili mannsins sótti hann einhverjum klukkutíma seinna og lét hann borga bæði farið og ferðina aftur í gámin. Hann hefur líklega borgað alla bíla síðan.
En svona sögur eru náttúrulega endalausar og á ég fleiri en eina frá minni eigin reynslu, eitthvað þykir sumum það mesti óþarfi að borga leigubíla þegar þeir eru komnir í glas.
Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 22.4.2009 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.