Þegar uppvíst varð um daginn að Sjálfstæðisflokkurinn hefði þegið styrk frá Neyðarlínunni, þá spratt fólk úr fylgsnum sínum hér í bloggheimum og hrópaði niður flokkinn í vandlætingu sinni. Stuttu síðar þegar upplýstist að allir hinir flokkarnir höfðu líka þegið styrki frá opinberum fyrirtækjum, þá þögnuðu þeir sem hæst létu vegna Neyðarlínustyrksins.
Nú hefur einnig komið í ljós að hinir flokkarnir hafa mokað að sér styrkveitingum sem eru yfir 500 þúsund, rétt áður en lögin tóku gildi um áramótin 06-07, sem bönnuðu fjárstyrki yfir þeirri upphæð. Að vísu fengu hinir flokkarnir lægri upphæðir en Sjálfstæðisflokkurinn fékk, en samt tífalt hærri upphæð en nýu lögin kveða á um. Þegar einhver stelur, þá er ekki aðalatriðið hversu miklu, heldur einfaldlega sú staðreynd að viðkomandi stal. Þess ber auðvitað að geta að engin var að brjóta lög með þessum gjörningum, nema ef vera skyldi forsvarsmenn fyrirtækjanna sem gáfu þessar háu fjárhæðir, en þetta er auðvitað siðlaust.
Það þarf að lofta hressilega út í Valhöll ef flokkurinn hefur áhuga á að starfa áfram sem flokkur fólksins í landinu. Ég er reiður Geir H. Haarde fyrir að taka við þessu fé. Þetta voru blóðpeningar.
Framhaldið í höndum formannsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 11.4.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 946006
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Athugasemdir
Þá hefur SjálfstæðisFLokkurinn stolið aftur og aftur, ekki satt? Mörg spillingarmálin eiga enn eftir að líta dagsins ljós. Við gætum fengið að sjá eitt og annað í þeim stofnunum sem pólítískar ráðningar hafa verið stundaðar. FLokkurinn á víða sína menn. Þið sem verjið hann alveg sama hvað kemur upp, gætuð þurft að beita sterkari meðulum en hingað til.
Kolla (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 06:36
Það er margt sem bar flokkinn af leið og margir hafa brugðist en lífsviðhorf kjósendanna eru þau sömu, þau eru óspillt og breytast ekki þótt fjármálahneyksli skeki flokkinn og rangar ákvarðanir hafi verið teknar. þau viðorf munu rata til flokka eða flokks sem þjóna þeim af alúð og heiðarleika.
Benedikt Halldórsson, 11.4.2009 kl. 07:37
Þarf að múta stjórnmálamönnum til að fyrirtæki í landinu fái vinnufrið og fái að dafna og færa út kvíarnar án þess að stjórnmálamenn og flokkar ráðist á þau bæði á þingi og í fjölmiðlum ef þú greiðir ekki í flokk minn munum við gera allt til að þitt fyrirtæki muni bera skaða af.
Hversvegna verða stjórnmálamenn brjálaðir ef þeir fá ekki framlög frá fyrirtækjum
Ef sumir fá ekki það sem þeir vilja eins og 300 þús Silfur, þurfa þeir þá að hefna sín á þeirri atvinnustarfssemi og rakka hana svo niður eins og Ítalskur stjórnmála maður frá Sikiley.?
,,Kryddsíld 31.desember 2007Steingrímur J.Sigfússon segir:
Má ég stjórnandi gera athugasemd við eitt… Það er umgjörð þessa þáttar, það var rætt eftir þáttinn í fyrra að eitt tiltekið stórfyrirtæki væri kosta þáttinn sérstaklega.
Það eru mér mikil vonbrigði að sá háttur sé hafður á áfram. Ég velti því fyrir mér fyrir þáttinn hvort ég ætti að mæta yfir höfðuð í þáttinn við þessar aðstæður.
Ég ákvað að rjúfa ekki hefðina og ákvað að mæta.
Ég mótmæli því að pólitískir foringjar þessa lands séu boðnir til að gera upp árið pólitískt og rökræða um stjórnmál og eitt tiltekið stórfyrirtæki í landinu reyni að slá eign sinni á þær umræður. "
Þetta tiltekna stórfyrirtæki er Alcan á Íslandi sem bæði í fyrra og nú í ár kostaði Kryddsíldina.
Steingrímur J. Sigfússon formaður VG hikaði hinsvegar ekki við að biðja Alcan á Íslandi um styrk upp á 300 þúsund krónur fyrir alþingiskosningarnar í hitti fyrra.
Hér er á ferðinni ólýsanleg hræsni og enn eitt dæmið um að orð Steingríms J. Sigfússonar eru innantómt gjálfur, dylgjur og vitleysa sem enginn maður á að taka mark á.
Í framhaldi af þessu lak þessi beðni út í miðla Steingrímur hringdi svo í fjölmiðlafulltrúa Alcan og hellti úr skálum reiði sinnar en hann átti enga sök á leka þessu hún kom frá öðrum leiðum.
Það má lika spyrja hvort líka hafi verið hringt í Alcoa.
Starfsmenn Alcans hafa kalla þetta sín á milli mútur í gríni, en í hvert skipti sem Kryddsíld er flutt og formenn flokkana bjóða þjóðinni gleðilegt nýtt ár fá starfsmenn Alcan skítkast frá Steingrími. Geiri á Goldfinger, segist hafa styrkt alla stjórnmálaflokka undanfarin ár. Mikið hefur verið rætt um 300 þúsund króna styrkt Baltic sem er fyrirtæki Geira . ,,Hann segist hinsvegar hafa styrkt alla flokka og meira að segja Vinstri græna. Síðan hafa þeir ekkert sagt, né til þeirra sést.”Kv.Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 11.4.2009 kl. 08:31
Kolla, hver er að verja flokkinn? Ég sé hins vegar engan eðlismun á því að þiggja 5 miljónir eða 30
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.4.2009 kl. 08:42
Aumt er hér yfirklórið og örvæntingin allsráðandi í leit að hálmstrái!
Og vælið, ekki vantar það, þó er engin dauður enn!
En, þið fótgönguliðar, endilega haldið áfram þeim leik er framvarðarsveitarmenn hafa nú stundað, að höggva hver í annan og erja um hvers sé sök eða ekki,hver ber ábyrgð, hver vissi hvað.. Skemmtið já endilega Skrattanum enn meir með því og okkur hinum í leiðinni!
Magnús Geir Guðmundsson, 11.4.2009 kl. 14:25
Gunnar!
Sem eigandi bréf í fokking Landsbankanum sé ég mun á 5 milljónum og 30 milljónum. Hvorugt er ég sátt við en SjálfstæðisFLokkurinn er og verður stærsti þjófurinn. Þeir segjast ætla að borga til baka, ... þ.e. höfuðstólinn, hvorki verðbætur né vexti. Þetta er ofan í allt annað. Ég er ekki búin að gleyma því að undir stjórn SjálfstæðisFLokksins var útrásarskúrkunum gert kleift að böðlast með sparifé landsmanna og annarra landa og við eigum að borga.
Geir vildi gjarnan að litið væri á hann sem hinn trausta landsföður. Hann grobbar af því að hafa sett lög um hámark styrkja til stjórnmálaflokka. Korteri fyrir gildistöku laganna, lætur hann þessi tvö fyrirtæki punga út með óheyrilegar fjárhæðir (í þessu samhengi) og finnst alveg sjálfsagt að skara eldinn að eigin köku.
Ég átti sparifé sem mér var ráðlagt að setja í Fyrirtækjabréf fokking Landsbankans, þau væru örugg og lítil áhætta. Í þessum pakka var m.a. FL-Group. Enn og aftur, Geir og SjálfstæðisFLokkurinn hefur skert mín lífsgæði og ég fyrirgef þeim það ekki. - Skyldi maðurinn Geir Haarde hafa komið sínu sparifé á þurrt, þ.e. í ríkistryggð bréf eða e-ð annað betra?
Kolla (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 14:52
Ég skil fullkomlega reiði þína Kolla, eftir að hafa tapað sparifé þínu hjá fyrirtæki sem styrkti Sjálfstæðisflokkinn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.4.2009 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.