Margir líta það hornauga, að það séu erlendir auðhringir sem eigi álverin hér á landi og allur "gróðinn" af álstarfseminni renni í vasa útlendinga. Vissulega rennur oftast hagnaður í vasa þeirra útlendinga sem hér fjárfesta í atvinnustarfsemi. Ég ætla rétt að vona að svo verði áfram. Sumir spyrja afhverju Íslendingar eigi ekki bara álverin sjálfir.
Því er til að svara, að ekkert er því til fyrirstöðu að íslendingar eignist hlut í álfyrirtæki sem starfar á Íslandi. Hlutabréf þessara fyrirtækja eru á markaði, frjáls til kaups. Verðfall hefur orðið á hlutabréfum í mjög mörgum fyrirækjum í heimskreppunni og bréf í álfyrirtækjum eru þar engin undantekning. Það gæti því verið lag að kaupa hlutabréf, t.d. í Alcoa, nú þegar þessar slæmu afkomutölur eru ljósar, annan ársfjórðunginn í röð. Hlutabréf í frumframleiðslugreinunum eiga eftir að rísa hressilega aftur.
Það er næsta víst.
Svona virkar hlutabréfamarkaðurinn
Tap Alcoa meira en talið var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Umhverfisvernd VERÐUR að hafa meiri áhrif, stöðva hamfarahlýnun!
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖRIN TIL AÐ SINNA EÐA EITTHVAÐ ANNAÐ?????
- Heilbrigt og réttlátt samfélag
- Bæn dagsins...
- Halla snúið við á mánuði
- Framtíðin er komin, og einhver vél er til sem slappar af fyrir þig
- Tæling Englands
- Sprellfyndin menning
- Draga upp ranga mynd
- Draga upp ranga mynd
Athugasemdir
Þetta er rétt hjá þér. Þessi afstaða til útlendrar fjárfestingar jafngildir því að vilja ekki selja fiskinn til útlanda því þá lendir hann í kjaftinum á útlendingum sem finnst gott að borða hann. Þvílíkir einfeldningar. Vonandi er ekki mikið um svona þ0ngulhausa þarna fyrir austan?
Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 10:21
Það er ábyggilega jafnhátt hlutfall þöngulhausa, hér og annars staðar. En þöngulhausarnir hér, hafa álverið og afleiðingar þess fyrir augunum á hverjum degi. Hversu mikill þöngulhaus þarf maður að vera, til að sjá ekki og skilja ÞAÐ.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.4.2009 kl. 13:48
Ansi mikill þöngulhaus held ég. Þeim fer fækkandi hér syðra, nema þá helst Vinstri grænum sem ekki mega heyra minnst á mannvirki án þess að fella froðu.
Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 14:03
Já, það er mjög mikil mótsögn í því að fólk staglast á að það sé svo áhættusamt fyrir okkur að vera með "öll eggin í sömu körfunni" og svo er á sama tíma verið að básúnast út af því að við eigum eingin álver í raun. En í raun er það bara gott. Það er gott að eignarhaldið á þessum fyrirtækjum sé í höndum útlendinga því þá er okkar áhætta nánast engin. Við erum ekki með öll eggin í sömu körfunni, erlendu fyrirtækin þyrftu meira að segja að greiða fyrir orkuna næstu áratugi þó þau myndu loka álverunum.
Aðalsteinn Bjarnason, 8.4.2009 kl. 14:57
Skarplega athugað, Aðalsteinn. Til dæmis græðum við á erlendu túristunum sem hingað koma en það er ekki þar með sagt að við þurfum að eiga þá!
Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.