Margir vilja rakka Valgerði Sverrisdóttur niður í svaðið en ég tek ekki þátt í því. Austfiirðingar geta verið hennir þakklátir fyrir baráttu sínu fyrir ýmsum hagsmunamálum fjórðungsins og þar stendur auðvitað álverið á Reyðarfirði upp úr.
Þegar framkvæmdir voru að hefjast hér eystra, þá setti Leikfélag Reyðarfjarðar upp frumsamið leikrit eftir Ármann Guðmundsson, sem jafnframt leikstýrði verkinu. Ármann er frá Húsavík og er einn meðlima hinnar geðþekku hljómsveitar "Ljótu hálfvitarnir". Leikritið hét Álagabærinn og leikfélagið setti met í áratuga langri sögu sinni í uppfærslum og áhorfendafjölda, en leikritið var sýnt 10 sinnum.
Gestaleikari var í hverri sýningu og lék hann indverskan gúru, "Randy Pandy Gandy", sem kom fram í lok sýningarinnar. Valgerður Sverrisdóttir þáverandi iðnaðarráðherra var gestaleikarinn í einni sýningunni. Þessi kómíski farsi fjallaði um vonir og væntingar í litlu bæjarfélagi sem stöðugt verður fyrir vonbrigðum þegar áætlanir um ýmiskonar stóriðju renna ítrekað út í sandinn. Gúrúinn kom með nýja vídd í stóriðjudrauma þorpsbúa, nefnilega "Sál-ver".
Hérna er undirritaður ásamt Valgerði (Randy Pandy Gandy) eftir sýningu, en ég lék bæjarstjórann í Álagabænum, en á ýmsu gekk hjá honum karlgreyinu og í einu atriðinu fylltist hann örvæntingu í vonbrigðum sínum og drakk sig blindfullan . Bæjarstjórinn hét því virðulega nafni "Kengbeinn"
22 ára þingferli Valgerðar lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.4.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Kreppa í fatageiranum í Bangladess: Hálf milljón starfa töpuð á einu ári
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Megum búast við rigningu, slyddu eða snjókomu
- Ökumaður undir áhrifum lenti í umferðaróhappi
- Brýtur upp ásýnd miðbæjarins
- Flokkur fólksins fær ekki styrk í ár
- Andlát: Hrafnhildur Guðfinna Thoroddsen
- Búseti kærir Reykjavíkurborg
- Bjóða börnum og ungmennum frítt í sund
- Ég hef verið kjaftaskur mikill
- Sjö með þriðja vinning í EuroJackpot
- Eldur kom upp í ruslagámi í Skeifunni
- Upphaf Covid19 líklega tengt leðurblöku
- Þetta er ógnvænleg staða
- Dagur kveður borgarstjórn
- Uggvænlegur undirtónn
- Vörubíll valt á hliðina
Athugasemdir
Mér hefur alltaf geðjast vel að þessari duglegu konu. Ég hef séð einhverja sleggjudóma gegn henni (af því hún er í framsókn) en hins vegar margt gott úr ráðuneytunum sem hún starfaði í. Ég óska henni alls hins besta.
Smjerjarmur, 5.4.2009 kl. 02:29
Heldur er mér í nöp við þessa konu og ekki stóð hún sig vel í einkavæðingu bankanna, ætla þó alls ekki að kenna henni einni um þær ófarir. En hitt er rétt að ýmislegt vann hún vel, til dæmis í stóriðjumálum. Hafi hún heila þökk fyrir það en skömm fyrir ýmislegt annað.
Myndin er skemmtileg. Lítill hjónasvipur með ykkur.
Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 03:20
Valgerður er dugleg kona. Og eitt get ég fullyrt að ef hún hefði vitað að víkingarnir myndu nauðga hagkerfinu hefði hún einfaldlega ekki selt þeim þá. Hún seldi þá í þeirri trú að vel með þá væri farið.
Offari, 5.4.2009 kl. 09:30
Gunnar: Valgerður er hætt og það er vel, mér finnst að eins eitt vera athugavert við þessa frétt, og það er hve lengi hún sat á þingi, eða 22 ár sem gerir því sem næst 5,5 kjörtímabil, ekki það að hún hafi staðið sig verr en aðrir, en er þetta ekki alveg fáránlegt í lýðræðisþjóðfélagi, það vantar reglu um þingsetu manna 2 kjörtímabil ættu að vera reglan, það að men geti setið lungann af æfi sinni á Alþingi leiðir til spillingar, því vald spillir og því meira sem valdið varir lengur.
Magnús Jónsson, 5.4.2009 kl. 09:59
Mér finnst ummæli Magnúsar athyglisverð. Beitum sömu hugmynd á ráðandi embætti þjóðarinnar: forseta, hæstaréttardómara og svo framvegis. Vald spillir og því meir sem lengur er setið - viturlega mælt.
Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 13:43
Mér finnst það vel koma til greina að setja tvö kjörtímabil sem hámark á kjörna fulltrúa. Þetta er alveg rétt hjá ykkur, að veld getur spillt og gerir það sennilega oftast. Valdþreyta er líka ákveðið fyrirbrigði sem leiðir af sér bæði hroka og kæruleysi gagnvart ábyrgð.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.4.2009 kl. 14:54
Ég var alltaf dálítið hrifinn af Valgerði. Hún var dugleg og tók vel í nýjar hugmyndir í sinni tíð sem iðnaðarráðherra. Ég þakka henni fyrir þann tíma og óska henni alls hins bezta í framtíðinni.
Sigurjón, 5.4.2009 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.