Eftir niðurstöðu kosninganna 2007, var nokkuð ljóst að samstarfi Sjálfstæðisflokksins við Framsókn var lokið. Eins manns meirihluti var ekki á vetur setjandi, hvað þá til fjögurra vetra. Ég heyrði marga félaga mína í Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar segja, að vænlegast væri að reyna samstarf við VG, einfaldlega vegna þess að fólk vissi hvar það hefði þann flokk og að hann væri tiltölulega samheldinn. Sömu sögu væri ekki að segja um Samfylkinguna.
Menn sögðu í gríni, en þó í fullri alvöru, að ef þú spyrðir hver stefna Samfylkingarinnar væri, þá yrðu svörin nánast jafnmörg og þingmannatala þeirra segði til um. Það hefur komið í ljós að styrkur Samfylkingarinnar er ekki nægur þegar verkefnin eru krefjandi og flokkurinn stóð á brauðfótum eftir bankaáfallið, sérstaklega þegar Ingibjörg Sólrún var fjarverandi vegna veikinda sinna.
Margir virðast vera að átta sig á því að Össur Skarphéðinsson er ekki heylsteyptur pólitíkus. Tækifærissinni er hugtak sem kemur ósjálfrátt upp í hugann. Össur var "heilinn" á bak við stjórnarslitin.
Íhugaði vel samstarf við VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.3.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945804
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þjóðin var heilinn, hjartað og krafturinn á bak við byltinguna. Þetta var ekki stjórnarslit, ríkisstjórnin var rekin með valdi og allir helstu opinberu ábyrgðarmenn hrunsins.
Farðu nú að sætta þig við það greyið mitt og horfa fram á veginn. Og þa helst framhjá þorskígildunum.
Alveg væri magnað að heyra þig játast sem meðlimur Sjallamafíunnar "live" því ég get ekki ímyndað mér að nokkur heilvita maður komi því út úr sér nú til dags án þess að bíta sig í tunguna
Rúnar Þór Þórarinsson, 27.3.2009 kl. 02:04
Þú ert þá væntanlega að meina þjóðina hans Harðar Torfasonar. Hvar er hún nú?
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2009 kl. 02:34
Hvaða þjóð ert þú að tala um Rúnar? Því ekki var það ég. Er ég ekki þjóðin? Eða þarf ég að vera grímuklædd með barefli til að geta flokkast sem slík?
Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 09:27
Málið er einfallt. Sjálfstæðismenn eru upptök mistakana við einkavæðingu bankana. Það hefur Geir H. Horde viðurkennt. (og beðist langþráðrar afsökunar en þó ekki fyrir framan þjóðina heldur flokkinn sinn)
Þeir losuðu sig við einu stóru hindrunina í því takmarki sínu. Nefnilega þjóðhagstofnun og forstjóra þeirrar stofnunar. Sá maður setti sig mikið á móti því hvernig einkavæðinginn var sett upp.
Að fara gegn ráðum Þjóðhagstofnunar sem ber hag landsins fyrir brjósti og leggja hana niður. Er ekkert annað en gallhörð staðreind um græðgi flokks sem vildi eignast allt sjálfur. Seldi allt til sinna manna í flokknum. Svo reyndust þeir menn gráðugri en nokkurn hafði grunað og Sjálfstæðismenn afneita þeim bankamönnum í dag. Það er í raun bara sorglegt leið til að reyna að hvítþvo sig af ábyrgðinni. Skamm skamm.
Sjálfstæðisflokkurnn er sem betur fer og með öllum heilla EKKI að fara í stjórn næstu árinn. Einfaldlega vegna þess að of stór hluti þjóðarinnar sér í gegnum græðgisflokkinn og raunverulegann vilja hans. Ég er að sjá ótrúlegustu harðlínu Sjálfstæðismenn yfirgefa flokkinn þessa dagana.
Legg til að þið öll gerið það. Það er næstum því búið að skemma hið fallega orð Sjálfstæði vegna svartrar sögu flokksins.
Már (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 11:05
Og jú það er staðreind hvort sem fólk var á meðal þeirra þúsunda sem mótmæltu að það voru mótmælendur sem boluðu stjórninni frá.
Það er óumdeilanlegt staðreind og þannig um sagann birta hana.
Það kemur fáeinum grímuklæddum aðilum ekkert við Júlía.
Það er barnalegt að tala þannig.
Már (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 11:14
Þú talar mikið um Sjálfstæðisflokkinn. Ég get ekki séð að Samfylkingin sé heilagri? En hún situr enn í stjórn. Það er ekki hægt að skella sökinni á Sjálfstæðisflokkinn einan (því reyndar á framsókn líka mikinn þátt í skaðanum) fyrir að planta fræinu.
Saman horfði bæði Sjálfstæðismenn og Samfylkingin á tréð vaxa og bera ávöxt - án þess að aðhafast.
Er það vilji mótmælenda að sjá helming spillingunnar sitja við völd og hinn helming stjórnarmanna kyngja flestum sínum stefnumálum? Hvaða heilindi eru það?
Hvar eru mótmælendur að mótmæla því? Eða er það ekki neitt neitt því sjálfstæðisflokkurinn á að eiga alla sökina?!!! Hversu barnalegt er það?
Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 14:56
Gott innlegg, Júlía
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2009 kl. 15:33
Nei, þetta er afleitt inlegg Júlía og þú veist það vel Gunnar. Skoðum síðustu 17 ár fyrir hrun, til að svara óáleitnum spurningum Júlíu. Sjáum hvernig þið heilaþvoið ykkur út úr þessu:
Sjálstæðisflokkurinn:
Ríkisstjórn-Ríkisstjórn-Ríkisstjórn-Ríkisstjórn-Ríkisstjórn-Ríkisstjórn-Ríkisstjórn-Ríkisstjórn-Ríkisstjórn-Ríkisstjórn-Ríkisstjórn-Ríkisstjórn-Ríkisstjórn-Ríkisstjórn-Ríkisstjórn-Ríkisstjórn-Ríkisstjórn.
Aðal ráðuneytin: Forsætis- sjávarútvegs- og fjármálaráðuneyti (um 16 ár).
Samfylkingin:
Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða-Stjórnarseta.
Aðalráðuneytið: Félags- utanríkis- og viðskiptaráðuneyti (1 ár).
Vinstri Grænir (og forverar):
Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða-Andstaða.
Aðalráðuneyti: ...
Gamla Framsókn á alveg heima hér líka en þeir voru svo lítill leppur sjálfstæðisflokksins að ég nenni ekki að copy/paste-a þeirra rugl. Þið náið þessu væntanlega.
Þið eruð með svo GLATAÐAN málstað að það er í raun hin mesta skemmtun að hugsa út í það.
Rúnar Þór Þórarinsson, 27.3.2009 kl. 18:08
Pottþétt rök Rúnar.
Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 20:17
Andstaða við hvað Rúnar? Var þá ekki líka andstaða við það sem vel var gert á þessum tíma? Eða ertu svo heilaþveginn af stjórnarandstöðunni á þessu tímabili, að þú heldur að ekkert hafi verið vel gert?
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2009 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.