Jóhanna talar alltaf um hvað það kosti mikið að fara í 20% niðurfellingu skulda, en hún talar ekki um hvað það kostar að gera það ekki. Með því að fara 20% leiðina, er verið að lágmarka tap bæði erlendra kröfuhafa, bankanna og ríkissjóðs. Hluti hugmyndarinnar felst einmitt í því að ná samkomulagi við erlenda og innlenda kröfuhafa í þrotabú bankanna um að afskrifa tiltekinn hluta krafnanna til þess að fá þá örugglega hitt borgað. Auk þess vilja þeir meina sem niðufellingarleiðina vilja fara, að ekki sé í raun um niðurfellingu eða afslátt á skuldum að ræða, heldur leiðrétting á höfuðstólnum vegna gengis og verðbólguþróunar undanfarinna missera.
Margar úrfærslur má eflaust hafa á 20% leiðinni og einhverjar þeirra gætu eflaust linað þjáningar í hjarta jafnaðarmannsins, sem engist af angist vegna þess möguleika að einhverjir sæmilega stæðir enstaklingar hagnist á þessari leið. Eflaust er hægt að lina eitthvað þjáningar jafnaðarmannsins hvað þetta varðar, en þá verður líka að ræða þessa tillögu og koma með athugasemdir og leiðir til úrbóta en ekki sópa þessu út af borðinu sem einhverju óraunsæju bulli.
Vinstriflokkarnir vilja fara vaxtabótaleiðina og hækka þær greiðslur um helming, sem sagt um heila 5 miljarða. .....Vá!! Það mun breyta öllu!
Hafnar flatri niðurfærslu skulda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 25.3.2009 (breytt kl. 13:07) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945742
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvernig munu forsetakosningarnar í USA enda? FORSETAFRAMBJÓÐENDUR þurfa 270 kjörmenn til að vinna:
- Mútugjafir Solaris staðfestar
- Varð formanni Félags grunnskólakennara á í messunni
- Hvert fór fylgið og hvers vegna?
- Viðreisn vill ekki víkka vaxtarmörk
- Fyllstu varúðar er þörf
- Líklegast er að þetta gerist
- Bæn dagsins...
- Forritun á næstu kynslóð af "góða fólkinu"
- Kosningaúrslit í Bandaríkjunum - mjótt á munum
Athugasemdir
Sæll
Hækkun vaxtabóta um 25% er aðeins ein af mörgum aðgerðum sem ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt fyrir sitt leiti. Hafi nálgun hennar farið framhjá þér leyfði ég mér að birta yfirlit yfir þessar aðgerðir hér með:
Aðgerðir til stuðnings skuldsettum heimilum
Kveðja góð,
Hrannar Björn Arnarsson, 25.3.2009 kl. 13:03
Hækkun vaxtabóta um 25% er aðeins ein af mörgum aðgerðum sem ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt fyrir sitt leiti. Hafi nálgun hennar farið framhjá þér leyfði ég mér að birta yfirlit yfir þessar aðgerðir hér með: Aðgerðir til stuðnings skuldsettum heimilum
Þessi 14 liða aðgerðapakki geri í raun bara tvær úrbætur. Hún lækkar húsaleigu og fasteinaverð um 40-60%. Það þurfti í raun ekkert að gera til þess að gera þær úrbætur svo ég tel því þessar aðgerðir gagnslausar.
20% afskriftaleiðin í einum lið gerir því mun meira en 14 liða pakkinn.
1. Lækkar fasteignaverð að vísu ekki eins mikið og 14 liða aðgerðin en mun líklega lækka fasteignaverð um 20-30%
2. Lækkar leiguverð um 20-30%
3. Affrystir fasteignamarkað þannig að þeir sem keyptu sér of dýrt geta mögulega skipt í ódýrara.
4. Færir veðsetningu nær raunverulegri eigna stöðu.
5. Kemur í veg fyrir fjölda gjaldþrota.
6. Eykur lífslíkur bankana stórlega.
7. Endurnýjar traust á veðlán.
8. Flýtir fyrir endurræsingu hagkerfisins
9. Lækkar fasteignagjöld.
Svona má eflaust lengi telja áfram ég hef því meiri trú á að afskriftir hjálpi heimilum meir er lenging skuldafangelsisins. En það má vel vera að ég hafi rang fyrir mér.
Offari, 25.3.2009 kl. 15:08
Frysting og lenging lána er ekki lausn til framtíðar. Leiguverð mun að öllum líkindum lækka á næstu misserum og árum og þá sér fólk að það er engan veginn að borgar sig fyrir það að eiga húsnæði. Það streðar við afborganir allt sitt líf, án þess að eignast neitt á meðan leigjandinn borgar mun minna.
Mitt 15 miljóna húsnæðislán er komið í 20 miljónir og af þeim borga ég um 105 þús.á mánuði. Svo koma fasteignagjöld.... 20 þús. í viðbót, hússjóður, hiti og rafmagn sem er 20 þús. þar ofan á og svo er afskriftir af húsnæðinu um 0,5-1,0%, fyrir utan lækkandi húsnæðisverð á næstu árum.
Þessi hái húsnæðiskostnaður er náttúrulega út í hött, en þó skilst mér að ég sé bara nokkuð vel settur miðað við marga aðra og það sem mest er um vert, við hjónin höldum bæði vinnunni.
-
Ofan á þetta allt saman kemur bílalán vegna atvinnutækis, 2,2 milj. og það stendur í 3,8 miljónum í dag, eða næstum helmingi hærri upphæð en ég fengi fyrir bílinn ef ég skilaði honum.
Með útborguninni þegar ég keypti bílinn fyrir tveimur árum á 3 miljónir, plús afborganirnar hingað til, þá er ég þegar búinn að borga fyrir drusluna um 1,5 miljón. Fólk er alveg jafn gjaldþrota, hvort sem lánið heitir húsnæðislán eða bílalán, ef það getur ekki staðið í skilum með afborganirnar. Þess vegna eiga bílalán ekki að vera undanskilin, ef það á að reyna að bjarga heimilunum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.3.2009 kl. 15:30
Guð minn almáttugu, hver á að vera með stimpilinn um hvað verður fryst, hvað færist aftur fyrir og til að stimpla réttu lánin til vaxtabóta.
Man einhver eftir Húsbréfakerfinu hennar Jóhönnu? Kerfi sem mokaði peningum til fjármagnseigenda, sem var réttlætt með að þar væri aðallega um lífeyrissjóði fólksins að ræða, þeirra sömu og eru nú búnir að klúðra málum enn eina ferðin þrátt fyrir skylduáskrift 12% áskrift af tekjum fólks.
þegar afföllin í húsbréfakerfinu fóru að láta á sér kræla, var eftir eitt ár gefist upp á að greiða vaxtabætur af aföllum öðruvísi en með því að deila þeim niður í lánstímann. Stuttu seinna voru þær tekjutengdar og að lokum hurfu þær.
Afföllin fóru í 26% hæðst og vor í mörg á á milli 12 - 24%.
Það væri hátíð fyrir alla að ekkert yrði gert í stað þess að flækja málin með 14 atriða stuðningsaðgerðum úr smiðju búbréfabrjálæðisins.
Magnús Sigurðsson, 25.3.2009 kl. 18:07
Já ekki eru þetta fallegt,í dag er vitað að ein af meginástæðum afhroði Sjálfatæðisflokks var að samþykkja lánastefnu Framsóknar sem kom þessu svo að stórum hluta af stað, mætti segja að þar hafi höfurundurinn Atli Ásmundsson sendiherra í winnepeg pissað í skó en bara ekki sinn skó
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 04:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.