Þegar fólk áttar sig á því að það var ekki kapitalisminn sem brást, heldur kapitalistarnir, þá vaknar það upp við vondan draum. Vinstrimenn hafa komist til valda.
Sagan segir okkur að það hefur áhrif til kjararýrnunar þegar vinstriflokkar ráða för. Sú reynsla er ekki bara á Íslandi, heldur um allan heim. Unga kynslóðin þekkir ekki þessa sögu, en hún mun verða áþreifanlega vör við afleiðingar hugmyndafræði vinstrimennskunnar á næsta kjörtímabili. Þá geng ég út frá því sem vísu að Samfylkingin og V-grænir verði í meirihluta í næstu ríkisstjórn.
Reyndar tel ég um 80% líkur á því að samstarf þessara flokka haldi ekki út heilt kjörtímabil. Ég mun vitna í þetta blogg mitt þegar það kemur á daginn.
Bankaleyndin gengið út í öfgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 21.3.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945804
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Bankar einkavinavæddir á 35 milljarða.
Baknar þjóðnýttir á 2.000 milljarða.
mismunur.
1.965 milljarðar.
m.ö.o. Sjáfstæðisflokkur hækkaði skuldir ríkissjóðs um þessa upphæð! Hver var að tala um lækkun útgjalda - og fyrir þá sem eru þroskaheftir í stærðfræðilegum skilningi þá þýðir þetta skattahækkun upp á 1.965 milljarða á almenning í landinu.
Eða var það e.t.v. ekki bankinn sem brást heldru bankamennirnir!!!
Þór Jóhannesson, 21.3.2009 kl. 02:22
Hvaða saga segir okkur að vinstri stjórn kosti okkur kjararýrnun? Nýliðin og verandi saga segir mér að hægri stjórn kosti okkur stórfellda kjararýrnun. Á það ekki við í þínu heimahéraði?
Þú vitnar væntanlega í þetta blogg hvort sem vinstri stjórn heldur út kjörtímabilið eða ekki til að gæta hlutleysis!!!
Kolla (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 05:06
... og þú munt vitna í þetta blogg þegar það kemur á daginn?
Unga kynslóðin, sem þú vitnar svo spekingslega í þekkir ekki vinstri stjórn! Unga kynslóðin þekkir 18 ára valdasetu sívaxandi spillingarliðs, sem endaði með " öruggri fjármálastefnu" nei hún endaði með gjaldþroti stefnu, fólks og þjóðar. Og unga kynslóðin sem þú ert að vitna í, mun ekki verða áþreifanlega vör við eitt eða neitt, hún verður farin.
Og hver á þá að standa undir skuldunum?
Ekki halda að unga kynslóðin sé fífl, .... ekki halda að fólk sé fífl.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.3.2009 kl. 06:16
Mér finnst það ekki við hæfi að fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins sé á þessum tímapunkti að taka ákvarðanir fyrir hönd þess fólks sem mun leiða Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum og á komandi misserum með hverjum það fólk myndar stjórn og með hverjum ekki.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 21.3.2009 kl. 10:51
Kerfið og fólkið brást. Kerfið byggði á því að markaðurinn gæti endalaust hækkað í verði. Allir vita að ekkert er endalaust og ef þú villt kapitalisman aftur þartu að sætta þig við vinnstristjórn í eitt til tvö kjörtímabil til að ná verðum aftur niður svo hægt sé að hefja uppgang aftur.
Offari, 21.3.2009 kl. 11:27
Sæll Gunnar
Ég held að það verði gríðarleg kjararýrnun ef ekki örbrigð þegar endanlegar afleiðingar þessa kerfis koma fram hér á landi.
Guðmundur St Ragnarsson, 21.3.2009 kl. 11:45
Nákvæmelga sömu hlutirnir eru að gerast út um allan heim. Er það Sjálfstæðisflokknum að kenna?
Sérstaða okkar er einungis smæð okkar og vissulega sniðu stjórnmálamenn ekki bankakerfinu hér stakk eftir vexti. Það voru mistök, en hugmyndafræðin stendur fyrir sínu að öðru leyti.
Það sama er ekki og mun aldrei vera hægt að segja um hugmyndafræði vinstrimanna. Unga fólkið á eftir að reyna það á eigin skinni. Vonandi verður það þjóðinn ekki of dýrt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.3.2009 kl. 13:05
Það er ekki rétt hjá þér Gunnar "að nákvæmlega sömu hlutir séu að gerast út um allan heim" eins og þú segir. Hvergi annars staðar í heiminum fengu fjárglæframenn að valsa frítt um sparifé landsmanna sinna, hirða allt laust og fast og setja komandi kynslóðir í skuldasúpu. Ekki bara núlifandi fólk, heldur allvega næstu tvær kynslóðir. Þeir voru að leika sér með 12-föld íslensk fjárlög, taktu eftir því! Það "gerðist" hvergi annars staðar í heiminum. Stefna og framkvæmd Sjálfstæðisflokksins hefur orðið okkur óhemju dýr, unga fólkið og við hin eigum eftir að reyna það á eigin skinni.
Við erum lítið farin að finna fyrir raunverulegri kreppu ennþá, við eigum í okkur og á, höldum "sjálfstæði" okkar (hversu lengi sem það verður). Þetta gæti endað með að AGS eignist okkur, þá getum við orðið annað púertóríkó með bandarískan fána og bandaríska löggjöf og tilheyrandi. Hverjum yrði það að kenna? Vinstri stjórn sem fékk Hrunið í fangið? Nei, þeim sem skópu óskapnaðinn er um að kenna, engum öðrum.
Kolla (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 14:38
Fjárglæframenn hafa leikið sér með sparifé almennings í útlöndum líka. Ertu ekkert að fylgjast með erlendum fréttum?
Eins og ég sagði; "Sérstaða okkar er einungis smæð okkar og vissulega sniðu stjórnmálamenn ekki bankakerfinu hér stakk eftir vexti. Það voru mistök",
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.3.2009 kl. 15:12
Þakka þér fyrir Gunnar, ég fylgist ágætlega með erlendum fréttum. Þess vegna segi ég að hvergi í heiminum fengu fjárglæframenn að nota sparfé landsmanna sinna eins og dótakassa.: Þeir voru að leika sér með 12-föld íslensk fjárlög. Um hvaða stjórnmálamenn ertu að tala þegar þú segir þá ekki hafa sniðið bankakerfinu stakk eftir vexti? Ertu að tala um ríkisstjórn hrunsins eða núverandi ríkisstjórn? Mistök!?
Kolla (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 17:22
Ég er að tala um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksinns, Framsóknar og Samfylkingar, hún gerði mistök. En ábyrgðin liggur einnig hjá fleirum.
"Frelsi fylgir ábyrgð" eru einkunnarorð Sjálfstæðismanna.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.3.2009 kl. 19:00
Hafa þá einkunnarorðin enga merkingu???
Kolla (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 19:46
Greinilega ekki hjá sumu fólki
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.3.2009 kl. 19:55
Förum yfir vinstri stjórnirnar.
1927-31. Fyrsta vinstri stjórnin og brauðnauðsynleg, beitti sér fyrir þörfum umbótum.
1934-39. Ekki slæm stjórn sem þurfti að glíma við heimskreppuna miklu.
1956-58. Slæm stjórn í efnahagsmálum. Sprakk eftir 2 og hálft en færði landhelgina út í
12 mílur.
1971-74 Ekki góð stjórn og sprakk eftir þrjú ár.
1978-79. Slæm stjórn sem sprakk eftir 13 mánuði.
1980-83. Að meginstofni til vinstri stjórn sem skildi landið eftir með 130% verðbólgu.
Mislukkuð stjórn.
1988-91. Skásta vinstri stjórn lýðveldistímans. Sat út kjörtímabilið þrátt fyrir afar
tæpan þingmeirihluta lengi vel. Verðbólgan var loks kveðin niður á hennar
stjórnartíma þótt aðilar vinnumarkaðarins ættu stærstan hlut í því. Á
valdatíma hennar var byrjað að opna hagkerfið og undirbúa EES.
Ef við lítum á aðrar ríkisstjórnir sýnist mér margar þeirra ekkert betri en verstu vinstri stjórninarna. Að mínum dómi var besta ríkisstjórn sem við höfum haft Viðreisnarstjórnin fyrri tvö kjörtímabil sín.
Stjórnin 1988-91 sýnir að það þarf ekki að vera samasemmerki milli vinstri stjórnar og slæmrar stjórnar sem springur á miðju kjörtímabili.
Meginatriðið er hins vegar þetta. Alveg eins og að nýtt stjórnarmynstur tók við í kjölfar hinna lakari vinstri stjórna er nauðsynlegt nú að skipta út og fá alveg nýjan þingmeirihluta.
Sjálfstæðisflokkurinn er núna í svipaðri stöðu og knattspyrnulið sem hefur fallið úr úrvalsdeil niður í 1. deild. Slíkt lið spilar næsta keppnistímabil í neðri deildinni og á þá tækifæri á að vinna sig upp.
Keppnistímabil stjórnmálanna heitir kjörtímabil. Sjálfstæðisflokkurinn klikkaði og féll niður um deild. Þar á hann að spila næsta keppnistímabil/kjörtímabil.
Ómar Ragnarsson, 22.3.2009 kl. 21:19
Takk fyrir þennan fróðleik Ómar.
Ég er ekki frábitinn þeirri hugmynd að Sjálfstæðsiflokkurinn hefði gott af hvíld í eitt kjörtímabil, eða svo. Ég óttast bara að völd vinstrimanna gætu seinkað bataferlinu úr núverandi ástandi.
-
Löng stjórnarseta veldur einhverskonar valdaþreytu. Töluverð endurnýjun er nú í Sjálfstæðisflokknum og mætti jafnvel vera meiri.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.3.2009 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.