Það er búið að dæma hann sekan....

Það er búið að dæma manninn og refsingin er ævilöng. Hinn viðbjóðslegi dómstóll götunnar, og þá sérstaklega sjálfskipaðir dómarar hér á blogginu, dæmdu manninn strax sekan.

Fyrir þeim dómurum er dómur Hæstaréttar væntanlega marklaus.


mbl.is Sóknarprestur sýknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Já þetta er svona mál að maður þorir ekki einu sinni að tjá sig um það. En hann hefur fengið dóm til æviloka.

Finnur Bárðarson, 19.3.2009 kl. 18:32

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Áður en málið fór fyrir héraðsdóm, þá tjáði fólk sig hér á blogginu af mikilli grimmd um Séra Gunnar og vildi helst loka hann inni strax og henda lyklinum. Þegar ég maldaði í móinn í athugasemdum á þessum bloggum og sagði að menn væru saklausir uns sekt er sönnuð, þá fékk ég yfir mig svívirðingar.

-

Séra Gunnar er og hefur alltaf verið umdeildur maður og virðist víða fá hluta safnaðar síns heiftarlega upp á móti sér. Það má vel vera að þessi faðmlög hans og kossaflens hafi farið illa í stúlkurnar, en þó mest held ég í hatursmenn hans. Það fólk lá ekki á liði sínu við að hvetja stúlkurnar til að kæra kallinn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.3.2009 kl. 22:48

3 Smámynd: Offari

Hjá dómstóli götunar eru menn sekir uns sakleysið sannast. Fjölmiðlar hafa líka gleymt sér í þessu enda byggir dómstóll götunar dóm sinn á vitnisburði fjölmiðla.

Offari, 19.3.2009 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband