Dýr minnihlutastjórn

"Dominique Strauss-Kahn, mun hafa lagst gegn þeim áformum og talið rétt að bíða með vaxtalækkanir á meðan óvissa ríkti í stjórnmálum hér á landi".

Þetta var akkúrat það sem Geir H. Haarde varaði við. Stjórnmálakreppa og óvissa í þeim efnum er ekki ábætandi við efnahagskreppuna. Stjórnarandstaðan með VG í broddi fylkingar og höfundar "Búsáhaldabyltingarinnar" heimtuðu kosningar strax, en Geir og félagar sögðu að rétt væri að bíða með það fram á haustmánuði. Öruggt er að stýrivaxtalækkun Seðlabnakans hefði orðið meiri nú, ef Samfylkingin hefði ekki kiknað undan þrýstingnum og hlaupið eftir skoðanakönnunum sem gerðar voru þegar þjóðin var í losti.

Nú þarf einhvern talnaspekinginn til að reikna út fyrir okkur hvað þessi minnihlutastjórnarómynd er að kosta þjóðina í beinhörðum peningum.


mbl.is Stýrivextir lækkaðir í 17%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ og  til hamingju með afmælið um daginn Gunni  þann 15. mars sl. var að hugsa til frænda og mundi þá eftir þér líka :)  það er bara ár í stórafmælið  þitt ;)  bestu kveðjur úr borginni.

Ps. ertu ekki kominn með Facebook ?

Harpa B. (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 10:54

2 identicon

Hátt hreykir heimskur sér!

Fólk gleymir ekki HVERJIR komu þessari 18 þumalskrúfu á upphaflega, alveg sama hvað þú bloggar heimskulega um málið.

Grímur H. Kolbeinsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 11:05

3 Smámynd: Byltingarforinginn

Þetta er bara fyrsta skref í plottinu... athugaðu að hið norska handbendi Jóhönnu er búið að bæta við auka vaxtaákvörðunardegi 8. apríl. Ætli verði ekki meiri lækkun þá í boði ríkisstjórnarinnar korteri fyrir kosningar? Allt fyrir atkvæðin.

Byltingarforinginn, 19.3.2009 kl. 13:35

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir það Harpa og Viggi hefði átt afmæli í dag

-

Grímur, erum við ekki að tala um aðgerðir dagsins í dag? Eða viltu horfa um öxl það sem eftir er?

-

Já, Byltingarforingi, þessi Norðmaður er í boði vinstriflokkanna, þeirra sömu og sögðu ótækt að ráða pólitískt í stöðu bankastjóra. Ekkert í aðgerðum bankastjórannna þriggja sem reknir voru, er hægt að bendla við pólitík, enda 66,66% þeirra aldrei nálægt pólitík komið. Ferill Norðmannsinns er hinsvegar varðaður pólitískum afskiptum í heimalandi sínu, en þar sem hann er vinstrimaður, þá telst það víst ekki með.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.3.2009 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband