Þegar Framsóknarmenn komu með þessa tillögu fyrst, þá hafði ég miklar efasemdir um að hún væri raunhæf, þ.e. væri einfaldlega of dýr. Auk þess hafði ég áhyggjur af að gera þetta flatt, því þá er auðvitað slatti af fólki sem nýtur góðs af án þess að þurfa í raun á því að halda. En svo kemur síðar í ljós að fulltrúi AGS tók vel í þetta og sagði þetta fyllilega raunhæft með nánari útfærslu. Þetta var nefnilega í raun alls ekki fullmótuð hugmynd hjá Framsóknarmönnum og þeir óskuðu einmitt eftir hugmyndum um hvernig best væri að útfæra hana.
En þetta var slegið út af borðinu og ekki rætt frekar. Vinstriflokkarnir sem hrópað hafa hvað hæst um að eitthvað þurfi að gera fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu, vilja ekki ræða þetta frekar. Að gera ekki neitt, virðist skárri kostur í þeirra augum.
Það gleymist nefnilega eitt veigamikið atriði þegar kostnaðurinn er reiknaður. Með aðgerð af þessu tagi er verið að lágmarka tap, bæði bankakerfisins og hins opinbera. Þegar búið er að reikna það atriði inn í jöfnuna, þá lítur dæmið ekki eins svakalega út hvað útgjaldaliðinn varðar.
Er ekki full ástæða til að skoða þessa hugmynd aðeins nánar?
Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 16.3.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 946103
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
- Evrópa í stríð við Bandaríkin, fara Bandaríkin í BRICS-sambandið? Evrópsk jafnarhyggja dauð?
- Víkur kuldinn?
- Óreiðuskoðanaröskun dagsins - 20250108
- ö
- Bæn dagsins...
- Fordæða fjölmenningarinnar
- Hatursfyllsti maður Bretlands, Tommy Robinson
- Ljáðu okkur eyra, segja hin úkraínsku Diana Panchenko og Andriy Derkach
- Er heimurinn hættur að batna?
Athugasemdir
Það er full ástæða til að skoða þessa tillögu nánar eins og þú bendir á Gunnar. Mér vitanlega hafa fáar raunhæfar tillögur komið um það hvernig á að taka á skuldavanda heimilanna.
Það að bjóða upp á greiðslujöfnun með og færa afborganir aftur fyrir er staðfesting á að skuldir hafa hækkað um vertyggingar og gengisruglið.
Ætla svo að fara og pikka út þá sem t.d. heilagri Jóhönnu og Gylfa í ASÍ finnst að eigi að fá felldar niður skuldir er glórulaus aðferð.
Magnús Sigurðsson, 16.3.2009 kl. 16:39
Ég átti nú við flokkana sem nú ríkja í skjóli framsóknar. Þeir slóu þetta strax út af borðinu.... órætt og án tillagna um útfærslu
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.3.2009 kl. 17:09
Fall banka og hrun ætti ekki að vera á ábyrgð lántakenda, og óþolandi að þeir taki ábyrgð á gengisfalli, óstjórn og bankakreppu. Fólk fékk rangar pplýsingar frá ráðherrum og bönkum um hvert stefndi. Eftirlit og aðgerðir banka og þess opinbera fórust fyrir, öryggisnetið brást. Greiðslumatið sem verið hefur hluti, og forsemda sérhvers húsnæðislánasamnings er ógilt.
Ég legg til að:
1.Verðtrygging lána vegna íbúðakaupa eða atvinnurekstrar hverskonar verði ekki heimil, nema þá eingöngu tengt bankavísitölu=launavísitölu, sem endurspegli launaþróun almennings í landinu. Þetta verði afturvirkt eins og eðlilegt er eftir það sem áundan er gengið. Vegna íbúðalána mætti hinsvegar miða við vísitölu íbúðaverðs 1 mars, 2008 =100%. Vegna veðhlutfalls lána af söluverði íbúða undanfarin ár eru eftirstöðvar veðlána hvort sem er ekki meira virði en markaðsverð þeirra ef eignin fer í vanskil, og er yfirtekin af lánveitanda, eða fer á uppboð.Fyrir utan spillinguna þegar bankar fara að losa sig við íbúðirnar aftur fyrir slikk, því fáir kaupendur verða á lausu til að kaupa íbúðir á eðlilegu verði af bönkunum.
Neysluvísitalan er furðuvísitala, neyslu sem ýkir verðbólgu um 2/3, og er
einskonar spá sem lætur sjálfan sig rætast, með þeim afleiðingum að
verðbætur á heimili og fyrirtæki í 18 % verðbólgu hérlendis, verða um
1.400-1.500 milljarðar á árinu 2009.
Aftengja síðan lánin launavísitölunni ef við leggum krónunni og tökum
upp dollar, eða evru bjóðist okkur góðir samningar við ESB. Þannig verðum
við með dollar sem valkost, því við verðum að hafa valkosti, meðan ESB er
skoðað, og ekki vera með ótímabærar yfirlýsingar um inngöngu áður, og á
samningaferlinu. Heldur vera í stakk búin að sýna þolinmæði í samningaumleitunum við ESB ef með þarf.
2. Semja um að föstu gengi verði komið á sem fyrst, til að lækka vörur og slá á verðbólguna.Gengið og viðmiðun erlendra lána miðist við myntkörfu þegar gengi dollars er 75-85 krónur (endanlega ákveðið af myntráði) eða Evru?. Til dæmis 1. júlí 2008, og verði leiðrétt afturvirkt til sama tíma..Þar til erlendur gjaldmiðill er tekinn upp, miðist gengi við þetta, og gildi til eins árs í senn. Myntkarfa og verð annarrar myntar en dollars ráðist af markaði út frá dollar eða Evru samanber 1. júlí 2008. Gengið verði síðan leiðrétt miðað við hlutfallslega breytingu á verðmæti útflutnings, miðað við innflutning næsta árs á undan, við ákvarðanatöku 1. júli ár hvert. Myntráð yfirfari út frá faglegum (ekki pólitískum) forsendum aðra æskilega áhrifavalda á gengisákvörðun. Ef forsendur skapast fyrir að taka upp markaðsgengi á krónunni, áður en við tökum aðra mynt í notkun, skal það metið af myntráði á faglegum, áhættulausum forsendum. Það mætti eins taka mið af evru eða gengisvísitölu 1. júlí 2008, og leiðréttast árlega á sama hátt og ofan greinir.
3. Stefnt verði á að vaxtaálag, vextir og stýrivextir verði sömu og í nágrannalöndunum. Til að slá á þenslu, ef með þarf, verði bindiskylda m.a. notuð í staðin fyrir háa vexti. Notum Maastricht-skilyrðin sem markmið á verðstöðugleika og vaxtamun þannig að sambærilegt verði við ESB-lönd.
4. Samið verði við lífeyrissjóði um að þeir selji auðseljanlegustu eignirnar
erlendis og komi með fjármuni aftur inn í landið, gjaldeyrir til að fjármagna lausn á jöklabréfa fallöxinni. Þeir fái ríkisskuldabréf í staðinn, það myndi skila þeim meiri ávöxtun heldur en meðaltalið hefur verið hjá þeim flestum fram til þessa dags. Almenningur og fyrirtæki þurfa að greiða 18% vexti eða 100 milljarða á ári fyrir að draga jöklabréfalausn á langinn.
Með jöklabréfin inni í hagkerfinu erum við í stórtjóni, og lokuð í gjaldeyrishöftum. Hinsvegar með því að aflétta fallöxinni skapast grundvöllur
fyrir lágum vöxtum og raunhæfara gengi, sem mun gera fólki auðveldara að
eignast íbúðir sínar smátt og smátt. Skuldlitlar íbúðir eru líka mikilvægur lífeyrissjóður til elliáranna. Ef fólk missir hinsvegar íbúðir sínar og kemst í þrot, skaðast það ekki eingöngu, heldur lánveitendur líka. Sem svo þurfa aukið fjármagn frá skattborgurum til að þeir haldi velli.Tökum af skarið, svo fólk og fyrirtæki geti gert áætlanir og horft fram á veginn. Kanna þarf umfang jöklabréfa sem ógna gengi og verðlagi, því nefndar hafa verið upphæðir á bilinu 200-500 miljarðar, og semja, að hluta ef erlent fjármagn frá lífeyrissjóðunm dugar ekki.
Lífeyrissjóðir eru opnir fyrir því að koma að endurreisn atvinnulífsins eins
og þeir hafa lýst yfir varðandi Endurreisnarsjóðin, sem er í biðstöðu. Aðkoma þeirra að jöklabréfa lausnini gagnast bæði fyrirtækjum og heimilum vegna vaxta og verðlagsmála eins og allir vita.
Helgi Axelsson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 17:37
Bravó. Álit mitt á Tryggva hefur stóraukist núna.
Offari, 16.3.2009 kl. 18:56
Ég tel þessa hugmynd um 20% niðurfellingu skulda vera afspyrnu slæma. Þeir sem borga þessa niðurfellingu er væntanlega almenningur í gegn um ríkissjóð, eða bankana. Þá er enn eina ferðina verið að verðlauna stærstu skuldarana. Þar að auki er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) búinn að hafna þessu.
Til er mikið betri lausn , sem kemur öllu hagkerfinu til góða. Þetta er upptaka nýs innlends gjaldmiðils undir myntráði. Ef US Dollar er metinn á 90 Krónur í stað 112 Krónur, sem er núverandi gengi, erum við að keyra verðbólguna til baka um 20% (90/112= 80%).
Með þessu móti erum við að lækka um 20% allar skuldir sem eru gengistryggðar og vísitölutryggðar skuldir um eitthvað í áttina að 20%. Að auki getum við skilað mestu af lánum AGS og losnað við þann gríðarlega vaxtakosnað sem þau munu valda okkur.
Loftur Altice Þorsteinsson, 16.3.2009 kl. 21:03
Mér finnst þessi tillaga allrar skoðunar verð
Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.3.2009 kl. 23:49
Ég bið fólk að skoða eftirfarandi greiningu:
Það er einfalt að átta sig á þessari hugmynd um 20% niðurfellingu og þarf engan hagfræðing til þess. Í mjög stuttu máli og eftir mjög snögga skoðun, lítur þetta svona út:
Allar skuldir sem nýju bankarnir hafa yfirtekið frá þeim gömlu eru metnar og þá getum við sagt að af hverri skuld verði greitt ákveðið hlutfall, sem liggur á bilinu 0% - 100%.
Af ákveðnum hluta skuldanna næst 0% - 80% af nafnkröfum, samkvæmt matinu. Ef þessar skuldir eru lækkaðar um 20% næst sama Krónutala eftir sem áður. Hugsum okkur eina kröfu til skýringar. Ef af henni næst 80% áður en 20% lækkunin kemur til, næst 100% eftir lækkunina. Sama Krónutala sem sagt. Niðurfellingin gagnast ekkert þessu fólki.
Af hinum hluta skuldanna næst 80% - 100% af nafnkröfum. Við 20% lækkun á þessum skuldum, fækkar innheimtum Krónum og mest þær kröfur sem innheimtst hefðu 100%. Af þeim er niðurfellingin full 20%. Við sjáum því að þessi niðurfelling gagnast best þeim sem geta greitt skuldir sínar að fullu. Niðurfellingin gagnast einungis þeim sem geta greitt 81% - 100%.
Getur verið að hagfræðingurinn skilji ekki betur eigin tillögu, eða hefur mér yfirsést eitthvað, sem getur svo sem vel verið?
Loftur Altice Þorsteinsson, 17.3.2009 kl. 00:09
Þetta er ágæt greining hjá þér Loftur en það hefur komið reyndar fram að fulltrúa ASG leist ekki illa á hugmyndina þegar framsóknarmenn viðruðu hana við hann á sínum tíma.
-
Það þarf að útfæra hugmyndina betur með það í huga að hlaða ekki undir mestu skuldarana sem hafa gjarnan líka mestu tekjurnar og eiga mestu eignirnar. Að afskrifa skuldirnar flatt kemur ekki til greina að mínu mati. En þá blasir auðvitað við annað vandamál sem er jafnræðisreglan. Þetta verður snúið, en eins og ég segi, það er óþarfi að ýta þessu út af borðinu án nánari skoðunar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.3.2009 kl. 01:44
Ég heyrði ekki betur en Mark Flanagan fulltrúi AGS hafi hafnað þessari tillögu, en á hvaða forsendum man ég ekki. Hins vegar segir Sigmundur Framsóknarforingi að Flanagan hafi tekið sér af kurteisi.
Í meðförum Framsóknar er þessi kurteisi orðin að samþykki fyrir hugmyndinni og alþjóðlegri deilu við AGS.
Loftur Altice Þorsteinsson, 17.3.2009 kl. 10:00
Loftur, ég er nú ekki hagfræðingur og greinilega ert þú það ekki heldur, því meira bull og þekkingarleysi hef ég aldrei lesið og þó hef ég nú séð margt skrítið gegnum tíðina. Þessar tillögur framsóknarmanna voru mjög djarfar og ég verð að viðurkenna það að við fyrstu sýn leist mér ekkert of vel á þetta en þegar ég fór að skoða þær betur leist mér bara nokkuð vel á þær og Tryggvi Þór náði að sannfæra mig endanlega í gærkvöldi. Má kannski ekki koma heimilunum í landinu til aðstoðar?
Jóhann Elíasson, 17.3.2009 kl. 10:09
Jóhann, komdu með málefnalega gagnrýni á mál mitt, en ekki svona skítkast.
Er rangt hjá mér að einungis þeir sem geta greitt 81% - 100% fá afslátt ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 17.3.2009 kl. 10:19
Loftur hvað telur þú að það sé stór hluti skuldara sem geti greitt 81-100% sinna skulda? Ég tel að þessi afsláttur muni koma flestum til góða. Þeir sem ekki þurfa þennan afslátt geta vel afþakkað. Ég þarf engan afslátt en mér ekki boðið slíkt. Samt tel ég mig hagnast af þessari aðgerð því ég reikna með að húsnæðis og leiguverð lækki við þessa aðgerð.
Jafnvel þótt að sumir þurfi meira til að bjargast tel ég líklegra að við þessa 20% afskrift muni nást mun meira inn en með því að fara þá leið að gera alla gjaldþrota. Ef sú leið verður valin mun ég reyndar græða meir því þá lækkar fasteignaverðið enn meir og ég get farið að safna fasteignum.
Offari, 17.3.2009 kl. 10:45
Offari spyr um hlutfall þeirra skuldara sem geta greitt 81-100% sinna skulda. Til að vera nákvæmur, ætti hér að tala um þá skuldara sem geta greitt 81% - 99%. Þeir sem geta greitt 100%, eða þaðan af meira eru auðsjáanlega utan þessa bils.
Ég get ómögulega svarað spurningu Offara, til þess þarf ég að hafa gögn frá bönkunum. Tryggvi talar um að meðal-verðmæti krafanna sé um 50%. Þar á meðal eru þær kröfur sem fást greiddar að fullu.
Ef við gerum samt ráð fyrir að helmingur krafanna fáist greiddur að fullu (100%) og ef við gerum ráð fyrir jafnri dreifingu á greiðslu-bilinu 0% - 99%, eru 10% allra skuldara á bilinu 81% - 99%.
Það eru þá þessi 10% sem fengju eitthvað (0 - 20%) út úr þessari aðgerð, auk þeirra 50% allra skuldara sem geta greitt sínar skuldir að fullu (fá 20% niðurfellingu). Þetta verður bara verri og verri mismunun, eftir því sem það er skoðað betur.
Loftur Altice Þorsteinsson, 17.3.2009 kl. 11:22
Það sem er einkennilegt við viðbrögð þeirra, sem ekki vilja skoða þessa tillögur Sigmundar Davíðs og Tryggva, er hvað þeir hafa miklar áhyggjur af því að þær gangist einhverjum sem gæti hugsanlega komist í gegnum skuldasúpuna án skuldaniðurfellingar.
Ef ég væri með húsnæðislán á 70 m2 íbúð sem ég gæti greitt af og jafnframt skrimt þá er samkvæmt því ekki ástæða til að fella 20% skuldanna niður. En ef ég hefði nú verið kaldur og tekið lán fyrir 200 m2 einbýlishúsi og jafnvel Range í stíl þá væri full ástæða að nota kerfið til að aðstoða mig undir þeim formerkum að betra væri að ná þeim peningum sem hægt væri út úr mér.
Þessi hugsunarháttur getur varla þýtt annað en að allir eigi að vera sömu skuldaþrælarnir nema þeir sem fjármagnið eiga þeirra tap á að lágmarka með öllum ráðum.
Það má geta þess að með stöðutöku gegn krónunni felldu bankarnir gengið markvisst sem kom verðbólgunni á fullan skrið og hækkaði verðtryggðar skuldir um ca. 20% frá því í janúar 2008. Þessar auknu skuldatölur eru einungis til í tölvuerfi gjaldþrota banka og ætti því að vera hægðarleikur að afskrifa.
Magnús Sigurðsson, 17.3.2009 kl. 14:04
Magnús, núlifandi bankar eru í eigu almennings og verða að gæta jafnræðis.
Ég hef tillögur til að minnka verðbólgu-þýstinginn, sem koma jafnar niður. Hvers vegna ætli mínar tillögur séu ekki ræddar jafn mikið og óábyrgt hjal Framsóknarmanna?
Loftur Altice Þorsteinsson, 17.3.2009 kl. 14:13
Ég veit það ekki Loftur. En hvað mig varðar þá eru tilögur um 20% flata niðurfellingu auðskiljanlegar og virka þannig að jafnræðis sé gætt. Hvað verðtrygginguna áhrærir þá er ég ekki tilbúin til að kyngja því að með henni hafi verið gætt jafnræðis.
Magnús Sigurðsson, 17.3.2009 kl. 14:37
Magnús, líttu á bloggið mitt. Þar er umfjöllun um málið.
Loftur Altice Þorsteinsson, 17.3.2009 kl. 15:09
Kíki á þig Loftur.
Magnús Sigurðsson, 17.3.2009 kl. 15:14
Loftur, ef þú telur þetta "skítkast" þá áttu nú lítið erindi í að bjóða þig fram sem formann stjórnmálaflokks þar myndir þú fá að kynnast skítkasti. Öllum spurningum hingað til hefur þú svarað með því að þig vanti gögn til að geta svarað þannig að manni dettur helst í hug að þú vitir ekkert um hvað málið snýst og viljir bara einhvern vegin "kjafta" þig út úr því veseni sem þú ert búinn að koma þér í.
Jóhann Elíasson, 17.3.2009 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.