Óskiljanlegt

Jón Bjarnason Þegar ég hlusta á Jón Bjarnason tala, þá dettur mér helst í hug afdalabóndi í vaðmálsfötum, með hamar í annari hendinni og sigð í hinni. Það er ekki langt síðan að ég frétti það að Jón hafa farið í VG vegna þess að Framsóknarmenn höfnuðu honum. Þetta kom mér á óvart því hann virkar á mig sem forpokaður Stalínisti.

Ég held að Jón Bjarnason í fyrsta sæti VG í NV-kjördæmi, séu góðar fréttir fyrir frambjóðendur í öðrum flokkum. Ég bara trúi ekki öðru.


mbl.is Jón Bjarnason leiðir í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það má vara sig á Jóni Bjarnasyni hann er alveg útsmoginn við að fá kjósendur annarra flokka og lausafylgi til að kjósa sig. Það hefur reynst þjóðinni vel að vera í vaðmálsfötum og á við breiddargráðuna. Það er betra en Rúðumenn í skyrtum í bönkum sem hafa reynt að bera sólskinið inn til þjóðarinnar í fötum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 15.3.2009 kl. 19:05

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ég skil ekki VG að hafna góðum kandidat svona alfarið og setja Grím í 6 sæti.  Hann er ferskur með fullt af nýjum hugmyndum á meðan Jón hljómar eins og rispuð plata frá fyrra stríði....

Eiður Ragnarsson, 16.3.2009 kl. 10:53

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég skil alveg hvað þú ert að fara með Jón. Þegar ég heyri nafn Péturs Blöndal þá sé ég fyrir mér féhirða vera að stinga af með fé og setja það á beit á útlenskum eyjum.

Friðrik Þór Guðmundsson, 16.3.2009 kl. 15:45

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Pétur Blöndal er bæði vanmetinn stjórnmálamaður og misskilinn, aðallega af andstæðingum hans. Þetta er yndislegur og stálheiðarlegur náungi sem má ekki vamm sitt vita.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.3.2009 kl. 16:05

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég var voðalega lítið að tjá mig um Pétur sjálfan. Ég var að tala um þessa féhirða sem honum er svo umhugað um.

Sem stálheiðarlegur maður hlýtur hann núna að vera heldur betur að endurskoða hug sinn gagnvart þrálátu kenningunni um "fé án hirðis". Þetta hlýtur alltént að breytast í "fé án heiðarlegs hirðis".

Friðrik Þór Guðmundsson, 16.3.2009 kl. 16:11

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, það eru sterkar líkur til þess að fjárhirðarnir hafi verið óheiðarlegir, en það er auðvitað ekki Pétri eða Sjálfstæðisflokknum að kenna. "Frelsi fylgir ábyrgð" er einn af hornsteinunum í stefnu Sjálfstæðisflokksinns. Ef farið væri eftir því mottói, værum við sennilega ekki að ræða þetta.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.3.2009 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband