Það er óhætt að segja að útspil Björgvins G. Sigurðssonar, að segja af sér ráðherradómi nokkrum dögum áður en flokkur hans hljópst undan ábyrgð í stjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum, hafi heppnast fullkomlega. Hann gafst upp í ráðuneyti sínu og fékk fyrirgefningu flokssmanna sinna á algjöru vanhæfi sínu sem bankamálaráðherra. Hann "axlaði ábyrgð" og er nú hvítþveginn og tilbúinn í nýjar kosningar, enda með glænýtt umboð.
Afsögnin skipti miklu máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.3.2009 (breytt kl. 23:31) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Kreppa í fatageiranum í Bangladess: Hálf milljón starfa töpuð á einu ári
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
Athugasemdir
Það er ekki heil brú í þessum kalli ! - það er ekki van að hann vissi eitthvað - eða hefði heyrt - eða mindi nokkuð - á meðan hann var "ráðherra"
Hjálpi mér Heilagur - það er ekki brú í kallinum! Sama má segja um ISG - sem úthlutaði honum ráðherra stólnum.
Ekki meir af slíku!
Benedikta E, 7.3.2009 kl. 23:44
Það er nú bara alveg ljóst að Islendingar eiga það skilið sem þeir eru að kjósa yfir sig. Það sést á þessu
Ég segi eins og Megas afsakið meðan ég æli.Hvernig er það er þessi maður haldinn eihverju skilningsleysis sjúkdómi þessi sjúkdómur virðist herja mikið á Samfylkingar liðið.Það alveg klárt að þetta lið kann ekki að skammast sin
ingo skula (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 00:15
Gunnar: Björgvin kann alveg á PR-ð, hann klikkar ekki sko, kemur svo í viðtali hjá sjónvarpi og er hinn rebbalegasti og það er skila honum árangri, hann er í liðinu, en ég skil ekki kjósendur á suðurlandi yfirleit , þeir kjósa Árna á þing og þá á ég við Árna tukthúslim=það má víst ekki kalla hann glægaman eftir að hann fékk uppreist-eitthvað, en hann var kosin samt og vel á mynnst ætlar fram aftur ásamt öðrum stórlagabrjót sem gerði nú sáralítið annað en að keyra fullur á ljósastaur sem var að þvælast fyrir honum og stakk síðan af og allir fyrirgefa nema ég, burt með þessa bófa þá ekki væri nema til að mér liði betur, get varla kosið flokk á landvísu sem bíður uppá svona skandal.
Magnús Jónsson, 8.3.2009 kl. 02:20
Allir eiga að fá annan séns þó þeim verði á í lífinu, ef þeir sýna sannanlega iðrun. Árni kláraði sinn séns með hroka og afneitun og ég segi að honum sé ekki treystandi, enda held ég að honum sé ekki treyst fyrir neinu í dag innan Sjálfstæðisflokksins. Mál Eyþórs var allt annars eðlis. Hann gerðist sekur um dómgreindarbrest undir áhrifum áfengis, en ég held að hann sé drengur góður og hann er hæfileikaríkur og vel gefinn. Ef hann heldur sér frá áfengi, þá er hann fullkomlega traustsins verður.
-
Mál Björgvins er þannig vaxið finnst mér að hann opinberaði alvarlegan veikleika í persónuleika sínum. Hver og einn verður að gera upp við sig hvort hann sé hæfur til ábyrgðarstarfa fyrir þjóðina. Ég hef miklar efasemdir um það og mér finnst ólíklegt að hann verði ráðherra fyrir Samfylkinguna á næsta kjörtímabili.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.3.2009 kl. 05:33
Sæll Gunnar!
Þetta er örlítið skrýtinn bloggur miðað við annað sem ég hef lesið frá þér. Best að sjá hvort ekki má vinda ofan af mótsögninni sem þarna blundar
Ég vil byrja að spyrja: Ertu þá líka að skrifa þetta um þá sem báru raunverulega ábyrgð á stöðunni eða ertu bara að kenna Björgvini & co. um allt, sem komu inn í ríkisstjórnina þegar spírallinn var hafinn og allt þegar á leið til helvítis?
Ég er sammála þér að það skýtur mjög skökku við að kjósa kauða í efsta sætið. Þó á hann sér það til málsbóta að hafa sagst frá upphafi að ætla að axla ábyrgð á mistökum sínum og gerði það með afsögn sinni að lokum og með því að reka FME. Ég sé þig ekki gefa honum ekki prik fyrir það heldur notar orðin "hlaupast undan ábyrgð". Þau orð gefa til kynna að þú skiljir ekki hvað það er að axla ábyrgð... og þó, þér finnst eðlilegt að hann axli ábyrgð núna með því að verða ekki ráðherra þótt hann sé þarna í fremsta sæti... þarna gætir skemmtilegrar íhaldsmannarökleysu sem á nú í sífellu í vök að verjast því hún er búin að klikka svo rosalega.
En ég vil ekki fara yfir í hið neikvæða - snúum okkur aftur að því jákvæða: Þér finnst augljóslega að hann sem kom þarna inn í hugmyndafræðilegt þrotabú sjálfstæðisflokks og framsóknar og barðist í bökkum í þessa mánuði á móti vilja þjóðarinnar eiga að axla MEIRI ábyrgð en sjálfstæðisflokkurinn eða hvað? Nei það væri alveg kolórökrétt. Sjáum nú til - Enginn þeirra biðst afsökunar. Allir úr þeim ranni yfirgefa stóla sína grenjandi "ofbeldi", "ósómi", "einelti" og þar fram eftir götunum.
Í stuttu máli, með því að dæma Björgvin ertu búinn að dæma hina ráðherrana líka og ganga í lið með byltingarsinnum, því Björgvin, Geir og þau hin sætu öll ennþá með andlitið í gaupnum sér ef búsáhaldabyltingin hefði ekki velt ríkisstjórninni úr sessi. Alveg er það yndislegt og upplífgandi að sjá hvernig undirmeðvitundin og samviskan eru þarna að gera uppreisn gegn gigtinni sem fylgir hugsjónum gærdagsins.
Ég er nú vongóður í kjölfar þessa og óska þér heilshugar bata og vellíðunar með hækkandi sól og blómum í haga
Rúnar Þór Þórarinsson, 8.3.2009 kl. 11:05
Ég er að tala hér um hræsnina í Björgvin G., að nú sé hann hvítþveginn. Hann virtist ekki vera með á nótunum frá upphafi, vissi ekki þetta og vissi ekki hitt og átti að segja af sér á grundvelli þess, en ekki að bankahrunið hefði verið honum að kenna. Það kom í ljós að hann var ekki starfi sínu vaxinn, eftir að bankahrunið varð ljóst. Ég sé ekki að hann sé að taka ábyrgð á einu eða neinu , enda var ekki búið að taka uppsögn hans til greina þega stjórnin fór frá.
-
Ég vil eins og aðrir þegnar þessa lands, að stjórnmálamenn axli ábyrgð, sama hvaðan úr flokki þeir koma. Ég hefði hinsvegar viljað að það lægi ljóst fyrir í hverju nákvæmlega afglöpin voru fólgin, áður en menn eru dregnir til ábyrgðar. Niðurstöður rannsóknarnefndarinn liggja ljósar fyrir í nóvember n.k. og þá getur almenningur dæmt. Ég tel að þessi stjórn hefði átt að starfa þangað til.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.3.2009 kl. 15:00
Amen fyrir öllu öðru en að stjórnin hafi átt að starfa fram að þeim tíma. Enn finnst mér þú aðeins of harðorður í garð Björgvins, því hann tekur þarna við búi sem tekur hann marga mánuði að setja sig inn í, sérstaklega þegar haft er í huga allar falsupplýsingarnar sem hann var mataður á frá þeim sem voru búnir að sitja bæði í stjórn í heilan áratug OG bönkunum sem voru önnum kafnir við að stinga fé almennings í eigin vasa.
Gallinn við þessa skoðun þína um að stjórnin eigi að sitja og rannsóknarnefndin eigi að hafa klárað sitt verk áður en þau stigu til hliðar er að hver sú rannsókn sem fer fram Á ÞEIRRA VEGUM Á ÞEIRRA EIGIN GJÖRÐUM er 100% véfengjanleg - Og það þótt hún sé unnin í algerri einlægni og heiðarleika. Þú hlýtur að sjá hvernig það álit er óumflýjanlegt sama hver sannleikurinn er í stöðunni. Þetta mál er bara slíkrar stærðar að hér verður að viðhafa heiðarlega og flekklausa nálgun.
Hver einasti sannleikselskandi maður HÝTUR að vilja hreinskiptni í sambandi við þetta atriði. Það liggur í augum uppi, algerlega, að sama hvað hefði komið út úr því hefði verið dregið í efa. Þá er betur heima setið en af stað farið! Kattarþvottur er skilgreiningin á þessu formatti.
Rétt eins og löngu átti að frysta eigur fjárglæframannanna sem hafa arðrænt okkur öll á meðan rannsókn fer fram og mannorð þeirra etv. hreinsað, þá ÁTTI stjórnin að stíga til hliðar í nafni friðar og samstöðu um endurbætur. Það gerðist og það var algerlega rétt. Almenningur hafði þar vit fyrir pólitíkusunum, lögreglan og viðeigandi opinberar stofnanir og pólitíkusar þar með taldir eiga að hafa vit fyrir fjárglæframönnum.
Rúnar Þór Þórarinsson, 8.3.2009 kl. 19:07
Ég get tekið undir flest sem þú segir Rúnar. Ég stend samt í þeirri trú að rannsóknarnefndin sé hafin yfir vafa. Er hún ekki þverpólitísk?
Þetta með að frysta eigur fjárglæframannanna er ég líka í hjarta mínu sammála um, en það verður að fara að lögum í því sambandi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.3.2009 kl. 22:31
Já Gunnar, eða setja ný lög sem standast siðferðislega skoðun og stjórnarskrána og fara eftir þeim. Ef lög reynast rangt sett (siðlaus eða ekki ná markmiðum sínum um réttlæti) þá þarf að breyta þeim án tafar, og því meiri sem neyðin er og hraðar sem þau eru að skaða okkur, því brýnna er að bregðast hratt við.
Ég er að hlusta á Evu Joly í Silfri Egils frá því fyrr í dag og þvílíkt makalaust frábært viðtal þarna. Það mætti rissa mörg lög út frá því sem hún er að deila með okkur út frá ótrúlega ríkri reynslu sinni hvað efnahagsglæpi varðar. Þessi kona er alveg gersamlega hlutlaus varðandi okkur og hefur horft í byssuhlaup spillingaraflanna árum saman en haldið áfram af gríðarlegri hetjulund. Hefurðu hlustað á þetta og geturðu tekið undir það sem hún segir?
Þarna erum við tveir náungar sitthvoru megin á pólitíska litrófinu og nokkuð fastsettir þar, en erum með afskaplega svipað mat á því hversu langt á að ganga og hvað þarf að gera. Í rauninni ber ekki mikið á milli, ósk okkar beggja er sannleikurinn. Vonandi á þessi hneigð eftir að styrkjast í samfélaginu. Við komumst ekki sundruð í gegnum þetta - Við þurfum að láta þjóðarsálina ráða ferðinni eftir að við áttum okkur hvaða hluta hennar við eigum öll sameiginlega.
Sannleikur, sátt, sanngirni? Hversu mörg orð mundir þú nota til að lýsa því hvernig þjóðin óskar sjálfri sér að lifa og hversu mörg mundirðu nota til að lýsa kjarna okkar? Ég hef trúá því að sameiginlegur kjarni okkar allra sé í raun býsna kristallaður, það er út frá honum sem við þurfum að ganga.
Takk fyrir skoðanaskiptin! Sjálfur blogga ég dálítið nálægt ásættanlega strikinu en þetta finnst mér einn af þessum virkilega gagnlegu bloggum fyrir mig persónulega.
Rúnar Þór Þórarinsson, 8.3.2009 kl. 23:17
Takk fyrir þetta Rúnar. Vonandi sigrar réttlætið að lokum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.3.2009 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.