Athyglisverð skýrsla

Í fljótu bragði er auðvelt fyrir mig að taka undir margt sem fram kemur í skýrslu endurreisnarnefndarinnar, sjá skýrsluna HÉR  Sjálfstæðisflokkurinn hefur með skýrslunni tekið afgerandi forystu íslenskra stjórnmálaflokka, í því að greina það sem úrskeiðis fór á undanförnum árum. Ekki er við því að búast að stjórnmálaflokkar sem nærast á stundarvinsældum, flokkar eins og t.d. Samfylkingin, geri hreinskilna úttekt á gjörðum sínum. Sá flokkur er yfirleitt í öðrum verkefnum, enda er sjálfsgagnrýni ólíkleg til vinsælda fyrir flokkinn.

Þessi skýrsla eru enn drög og væntanlega á fleira eftir að koma fram í henni. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé málefnalega gagnrýni af hálfu stjórnmálaflokks, á það sem úrskeiðis hefur farið á undanförnum árum. Upphrópanir í fyrirsagnastíl vinstriflokkanna, skila auðvitað engu í þessa umræðu.

Ps. Minni á skoðanakönnun hér til hliðar.


mbl.is „Flokkurinn þoli stór orð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband