Ingibjörg neflausa

20070730140544429Það kom berlega í ljós þegar Ingibjörg var fjarverandi vegna veikinda sinna í vetur, að flokkur hennar var fljótur að liðast í sundur. Í fjarveru hennar varð uppreisnarástand í flokknum og svo virðist sem hún hafi verið límið sem batt saman þetta flokkakraðak sem Samfylkingin er.

bonusVandræðagangur Ingibjargar í pérsónulegum ákvarðanatökum sínum varðandi þátttöku sína í stjórnmálum, hefur verið með ólíkindum. Stundum er talað um "pólitískt nef", og ég hallast að því að Ingibjörg sé neflaus í því samandi. Það er augljóst að arftaki hennar sem "lím" flokksins er fundinn í Jóhönnu Sigurðardóttur og Ingibjörg hefur því misst megin hlutverk sitt í flokknum.

Um leið og tími Jóhönnu kom, þá fór tími Ingibjargar.


mbl.is Ingibjörg býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Tími Ingibjargar Sólrúnar, í stjórnmálum, hefur einkennst af því að afla SÉR persónulegra vinsælda, sem hefur nú gengið upp og ofan - aðallega ofan.  Ég hélt nú í einfeldni minni, að hún hefði nú skynsemi til að hætta núna, en mér hefur greinilega skjátlast, hún virðist ekki hafa þá skynsemi sem þarf til.

Jóhann Elíasson, 28.2.2009 kl. 15:41

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála, Jóhann

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.2.2009 kl. 15:56

3 Smámynd: Hlédís

Sammála báðum! Og Jón Bald. var/er eingöngu að segja: " þá væri ég m a s skárri kostur" Sem er rétt. ISG er atkvæðafæla SF nr 1

Hlédís, 28.2.2009 kl. 16:08

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ræddi mikið um það á blaðamannafundinum í morgun hversu mikilvægt það væri fyrir mig í baráttu við erfiðan sjúkdóm að hætta ekki í pólitík!

Það er guðsþakkarvert að þurfa ekki að nota Alþingi undir marga einstaklinga sem þurfa að styrkja sig og endurhæfa í veikindum.

Það er meira að segja ekki óliíklegt að í því stóra herbergi þurfi að takast á við einhver verkefni fyrir þjóðina á næsta kjörtímabili.

Ég legg til lagasetningu þar sem kveðið sé á um að Alþingi megi ekki nota sem endurhæfingarstöð fyrir Grensásdeild.

Ég ber umhyggju fyrir fólki sem lendir í erfiðum veikindum og vil að heilbrigðiskerfið styðji það eftir mætti. En ég vil að það sé gert á þeim leiðum sem þar eru afmarkaðar í viðkomandi ráðuneyti.

Árni Gunnarsson, 28.2.2009 kl. 16:17

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það verður athyglisvert að fylgjast með því hver rulla ISG verður í kosningabaráttunni. Það er ljóst að ekki verður nema einn foringi og andlit flokksins. Fátt er neyðarlegra en þegar tveir taka slíkt hlutverk að sér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.2.2009 kl. 16:34

6 identicon

Ég er Samfylkingarmaður og er mjög óhress og kem til með að kjósa Jón B í formannskjörinu. Ingibjörg verður að stíga til hliðar. Já ég styð líka Jóhönnu til forystu, engin spurning.

Valsól (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 07:40

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mér fannst málflutningur hennar beinast að ábyrgðarlausum sauðum  undir meðal greind. Þeir mun víst vera töluvert margir á Íslandi í dag og getur því vel verið að þetta þyki bera vott um mikla stjórnmálalega hæfileika.

En boðskapurinn: ég er best og hæfust og engin betri finnst á öllu landinu. það tel ég nú að vera að tala niðrandi til meirihluta þjóðarinnar. Lítsvirðing við fulltrúa lýðræðið. 

Júlíus Björnsson, 2.3.2009 kl. 02:31

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svo virðist sem Ingibjörg sé búin að ákveða upp á sitt einsdæmi, hvernig framboðslisti Sf. á að líta út

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.3.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband