Þrátt fyrir hátt gengi erlendra gjaldmilðla gagnvart krónunni, þá er Marel í vandræðum í rekstri sínum. Margir hafa talað um á undanförnum árum hve hátt gengi krónunnar hafi skaðað mkið íslensk fyrirtæki í útflutningi. Helst hafa menn viljað kenna stóriðjuframkvæmdum um og talað um ruðningsáhrif hennar. Nú eru engar stóriðjuframkvæmdir og útflutningur ætti að blómstra sem aldrei fyrr. Samdráttur erlendis hlýtur að vera að hrjá fyriritækið í dag, en fyrirtækið ásamt Össuri hafa gjarnan verið nefnd sem flaggskip íslenskra útflutningsfyrirtækja í hugviti og tækni.
Engar uppsagnir hafa orðið hjá stóriðjufyrirtækjunum á Íslandi svo ég viti til, þó samdráttur sé á öllum sviðum í heiminum. Stóriðjan stendur fyrir sínu.
Uppsagnir hjá Marel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | 26.2.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945804
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
- Sósíalistaflokkur Íslands - tilraun númer tvö!
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna kemur NÝJASTA TÆKNITEIKNINGIN af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024:
Athugasemdir
Það er verið að draga úr verktakasamningum hjá Alcoa. Þannig að samdrátturinn kemur ekki niðrá kjörum starfsmanna álversins en svokölluðum afleiddum störfum mun líklega fækka.
Offari, 26.2.2009 kl. 16:09
Þeir verktakasamningar sem verið er að rifta, hafa ekkert með kreppu eða samdrátt að gera. Launafl hefur verið undirverktaki hjá Alcoa með um 100 manns í vinnu að mestu fyrir Alcoa. Margir starfsmanna Launafls skipta bara um launagreiðanda og missa ekki vinnuna, heldur vinna áfram sömu störf. Sum störf voru tímabundin í uppbyggingunni og vitað fyrirfram að þau dyttu út um þetta leyti.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.2.2009 kl. 18:43
Samdráttur í bíla -og flugvélaframleiðslu hefur vissulega haft mikil áhrif á áliðnaðinn sb. lækkun álverðs.
Meðan að Marel bregst við með að fækka störfum um 15 þá er áfallið mun meira þegar herðir að í áliðnaði líkt og í kanada þar sem heilum verksmiðjum er lokað.
Held að Kandamenn geti ekki tekið undir fullyrðingu þína um að stóriðjan standi fyrir sínu.
Hinrik Már Ásgeirsson, 27.2.2009 kl. 00:02
Mér skilst að Marel hafi ekkert selt í þrjá mánuði núna. Allir starfsmenn að sölumönnum undanskyldum voru látnir taka hluta af sumarfríinu í des. og jan. því það var bara ekkert að gera. Sel það ekki dýrara en ég stal því.
Reputo, 27.2.2009 kl. 00:09
Málið er að álverin eru með skuldbundna samninga við landsvirkjun og munu því líklega halda álverum gangandi meðan þeir samningar eru í gildi. Ég veit ekki hvað er langt eftir af samningum í Straumsvík og Grundartanga en sé þeim að ljúka er ekkert öruggt að þeir verði endurnýjaðir.
Offari, 27.2.2009 kl. 00:13
Það er ekki óeðlilegt að að gömul og úr sér gengin álver verði fyrr fyrir skakkaföllum í kreppunni. Álver Alcoa á Reyðarfirði verður er sagt það fullkomnasta í heimi, tæknilega séð og eins og Offari bendir á eru bindandi samningar í gangi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.2.2009 kl. 11:09
Það er í sjálfu sér eðlilegt að fyrirtæki eins og Marel verði fyrir barðinu á kreppunni. Þeirra viðskiptavinir eru háðir lánsfjármagni. En stóriðjan stendur náttúrulega fyrir sínu. Íslensku álverin verða þau síðustu til að loka þó álverðið haldist lágt. Ég hef samt grun um að nýframkvæmdir stöðvist.
Aðalsteinn Bjarnason, 27.2.2009 kl. 13:14
Tek undir þetta hjá þér Aðalsteinn
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.2.2009 kl. 13:54
Það er einmitt rétt að gömul álver loka, en hvað er gamalt í þessu samhengi, kanski 25 ára ? Álverð á bara eftir að lækka á komandi árum, góða nótt.
Daus (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 13:59
Álver eins og t.d. í Straumsvík er orðið rúmlega 40 ára að stofni til, en tæknilega er það sem nýtt og það er það sem skiptir máli í þessu.
-
"Álverð á bara eftir að lækka á komandi árum", segirðu. Ekki er það nú samkvæmt langtímaspám þeirra sem til þekkja á þessum markaði.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.3.2009 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.