Vísindamenn eru á markaði eins og aðrir í markaðshagkerfi heimsins. Þeir vísindamenn sem ekki komast að hjá einkafyrirtækjum við hönnun og þróun söluvara, verða að leita hófanna hjá hinu opinbera í atvinnuleit. Vasar hins opinbera geta verið ansi djúpir og til þess að hafa möguleika á að seilast ofaní þá, þarf að glæða áhuga almennings á viðfangsefninu sem rannsaka þarf.
Hnattræna hlýnunin hefur gefið töluvert af sér á undanförnum áratug og má eiginlega segja að uppgripstímar hafi verið hjá loftslagsvíndamönnum. En það er svo skrítið, að í hópi hinna 2.500 vísindamanna ICPP, sem sérstaklega fjalla um hlýnun jarðar, eru vísindamenn sem alls ekki eru loftslagsvísindamenn og eru jafnvel ekki einu sinni vísindamenn í þröngri merkingu þess orðs.
Fyrir aðeins 2-3 árum voru þeir sem gagnrýndu niðurstöðu ICPP, hrópaðir niður og þeir jafnvel sagðir gegna hagsmunum olíuiðnaðarins. Í dag hefur heldur dregið úr ofsóknum á hendur "efasemdarmönnunum", því æ fleiri eru að átta sig á hversu óvissuþættirnir eru gríðarlega margir í þessum fræðum. Það má t.d. benda á það að þó meðalhiti á jörðinni sé enn örlítið hærri en á síðustu öld, þá hefur ekki hlýnað umfram það sem þegar hafði gerst um aldamótin. Samt hefur orðið mikil aukning á CO2 í andrúmsloftinu síðan þá.
Ég spái því að árið 2020 muni loftslagsvísindi dagsins í dag, verði í geymslu líkt og fótanuddtækin forðum daga enduðu flest í. Vonandi stendur þó eitthvað eftir í hinni gríðarlegu vinnu sem liggur eftir vísindanefndina. Miklir fjármunir hafa farið í þessar rannsóknir en umræðan um mengun og loftslagsmál er auðvitað mjög jákvæð og nauðsynleg, enda hefur hún skilað auknum kröfum í mengunarvarnarbúnaði og þróun á því sviði. Hver er á móti því?
Ég hef hins vegar áhyggjur af þeim aðgerðum sem ýmsir stjórnmálamenn, sérstaklega af vinstri kantinum, vilja grípa til, til þess að sporna við hlýnun jarðar. Ég held að margir hafi ekki séð fyrir endan á því tjóni sem þær aðgerðir gætu valdið samfélagi þjóðanna. Hatur á kapitalismanum og stórum verksmiðjum sem gjarnan eru í eigu auðhringa, má ekki ráða för.
P.s. Vil benda á ágæta bloggsíðu Ágústs H. Bjarnason, sem oft fjallar um loftslagsmál og hnattræna hlýnun á mun vísindalegri hátt en ég geri. Umfjöllun Ágúst er á skýru máli sem allir skilja. Ágúst fjallar einnig mikið um annarskonar vísindi, mjög áhugavert, sjá HÉR
Rannsaka alheimsógn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | 23.2.2009 (breytt kl. 15:31) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennara...eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.