Ég líka

Ég er að fara að syngja fyrir Færeyinga á Ólafsvökunni í sumar. Dúndurfréttir/Pink Floyd ætlar geinilega að hita upp fyrir mig og það er í góðu lagi mín vegna. En þegar ég segi ég, þá er ég að tala um mig og kirkjukórinn hér á Reyðarfirði. Þessi ágæti, rúmlega 20 manna kór hafði úr mörgum möguleikum að velja þegar haldin var samráðsfundur í ársbyrjun, um hvað gera skyldi á árinu. Færeyjar á Ólafsvöku hlaut yfirgnævandi kosningu.

Meiningin er að taka hina nýju og stórglæsilegu ferju, Norrænu, frá Seyðisfirði og það verður örugglega rosa stuð. Hver veit nema við syngjum eitthvað fyrir samferðarfólk okkar þar. Þegar ég og fjölskylda mín fórum til Evrópu með gömlu ferjunni árið 2002, þá var blandaður norskur kór með í för og söng eitt kvöldið. Mjög gaman að því.

Það er margt skondið í Færeyjum og sumt gæti landinn misskilið

c_users_notandi_desktop_pictures_faereyjar_2008_128

c_users_notandi_desktop_pictures_faereyjar_2008_039


mbl.is Pink Floyd í Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Þú mátt ekki móðgast en ég held að ég vilji frekar hlusta á Dúndurfréttir en kirkjukórinn. En vonandi skemmtið þið ykkur vel.

Offari, 22.2.2009 kl. 20:45

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hefurðu heyrt í kórnum?

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.2.2009 kl. 11:06

3 Smámynd: Offari

Reyndar ekki en ég vinn með Gumma gosa og hef heyrt hann syngja. Veit samt ekki hvort hann er en í kórnum.

Offari, 23.2.2009 kl. 11:50

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei, Gummi hefur ekki verið í kórnum í um ár, en hann er alltaf velkominn aftur, sem og aðrir sem gaman hafa af því að syngja

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.2.2009 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband