Upp úr samstarfi Geirs H. Haarde og Tryggva Þórs í forsætisráðuneytinu slitnaði vegna samstarfsörðugleika. Sýn þeirra á hagstjórnun og málefnum Seðlabankans var ólík og Tryggvi hefur viðurkennt nú í seinni tíð að það hafi verið ein ástæða samstarfsörðugleikanna, en þær séu fleiri. Sumir hafa talað um ólíka sýn þeirra á Evrópumálin.
Það er athyglisvert að Tryggvi tali í dag um nokkrar ástæður samstarfsörðugleikana. Í Sandkorni DV, 18. okt. sl. segir: (Undirstrikun mín)
"Skyndilegt brotthvarf Tryggva Þórs Herbertssonar úr ráðgjafahlutverki hjá Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur vakið nokkra athygli. Tryggvi Þór hefur staðfest að um hafi verið að ræða eitt atvik en neitar að upplýsa hvað er nákvæmlega þar að baki. Trúnaðarbrestur er því á borðinu en Tryggvi mun hafa þótt tala á köflum allt að því gáleysislega og bárust forsætisráðherra kvartanir vegna þess".
Mér finnst að kjósendur Sjálfstæðsisflokksins eigi að fá að vita í hverju samstarfsörðugleikar Forsætisráðherra og tilvonandi framboðskandidatsins, Friðriks Þórs Herbertssonar, fólust. Minn ágæti foringi, Geir Haarde, hefur mitt fyllsta traust þar til hann lætur af formennsku nú í lok mars. Hans mat á vinnuframlagi Tryggva til forsætisráðuneytisins, hlýtur að vega þungt í hugum margra.
Spurning hvort "leki" úr forsætisráðuneytinu, um persónulegt álit Forsætisráðherra á Tryggva, skaði hann eða efli. Ég giska á skaði.
Tryggvi Þór Herbertsson vill á þing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 19.2.2009 (breytt kl. 17:12) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
Athugasemdir
Hvað gerist þar sem tveir hagfræðingar koma saman?
Breytingar á gengi krónunnar?
Breytingar á vöxtum?
Breytingar á hag þjóðarinnar?
Mér finnst nógu margir pólitískir hagfræðingar sitji á þingi. Hvað verður næst: kannski pólitískir veðurfræðingar?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 19.2.2009 kl. 17:44
Heheh... pólitískir veðurfræðingar. Gæti verið.
Alveg rétt Benedikt, Glitnir var það heillin.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.2.2009 kl. 18:43
Mér þykir þetta með merkilegri tíðindum í langan tíma enda taldi ég hug Tryggva stefna allt annað en á þing.Svo sagði hann sjálfur í kjölfar hruns. Mér hefur fundist að talandi hans sé ekki í takt við það sem eignarhaldsfélag sjálfstæðisflokks vill leggja fram sem stefnu þannig að hér verða átök.
Verður fróðlegt að fylgjast með en félagi Tryggvi kemur oft á óvart
Kristján Logason, 19.2.2009 kl. 21:01
Já, mér hefur reyndar alltaf fundist hann hafa borið yfirbragð vinstrimanns
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.2.2009 kl. 06:56
Þetta er illskiljanlegt hjá þér nafni... ertu að tala um Geir Haarde þegar þú segir forsætisráðherra?
Gunnar (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 14:35
Já, ég er að tala um Geir, forsætisráðherra.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.2.2009 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.