Skilmerkilega, skoðanakannanir sýna

Hér fyrir neðan er niðurstaða úr skoðanakönnun sem ég hef haft á blogginu hjá mér í nokkra daga. Niðurstaðan hér er afar skýr og í svipuðum dúr og úr öðrum "viðurkenndum" skoðanakönnunum.

Spurt er: Ertu fylgjandi hvalveiðum?

75,4%
Nei 21,9%
Hlutlaus 2,7%
407 hafa svarað

stj Forveri Steingríms tók frá honum þann eitraða kaleik, að þurfa að taka ákvörðun um hvalveiðar. Vaxandi áhugi er fyrir veiðum að nýju og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa stutt ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Það er því ljóst að hefði Steingrímur þurft að láta það verða sitt fyrsta verk í embætti, að neita að gefa út hvalveiðikvóta, þrátt fyrir ákall fjölmargra hagsmunaaðila og í mótsögn við vilja yfirgnævandi meirihluta almennings, þá væri Steingrímur nú þegar í sjóðheitum ráðherrastól.

Ekki beinlínis óskastaða hjá manni sem beðið hefur í 18 ár.


mbl.is Kvalræði sjávarútvegsráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband