Heimspekikennarar mínir í Háskóla Íslands héldu því forðum fram, að í mannlífinu stæði valið um skynsemi og ofbeldi. Skynsemin var sögð felast í frjálsri rannsókn og rökræðu, virðingu fyrir réttindum einstaklinga og hlýðni við lögin. Ofbeldið var hins vegar talið, þegar hnefum væri beitt í stað raka og níðst á fólki.
Í janúar 2009 sáu Íslendingar, hversu stutt getur verið í ofbeldið. Æstur múgur réðst á Alþingishúsið, braut rúður, kveikti elda og veittist að lögregluþjónum. Kunnur Baugspenni sat ásamt öðrum óeirðaseggjum fyrir Geir H. Haarde, þá forsætisráðherra, barði bíl hans utan og ógnaði honum, afmyndaður af bræði. Er menningin aðeins þunn skán ofan á villimanninum, sem hverfur, þegar honum er klórað?
Ofanritað er úr bloggpistli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Þetta eru orð að sönnu. Restina af pistlinum má lesa HÉR
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.2.2009 (breytt 8.2.2009 kl. 00:07) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945742
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Erfiður starfsmaður
- Herratíska : Klæðileg bindi
- Hvernig munu forsetakosningarnar í USA enda? FORSETAFRAMBJÓÐENDUR þurfa 270 kjörmenn til að vinna:
- Mútugjafir Solaris staðfestar
- Varð formanni Félags grunnskólakennara á í messunni
- Hvert fór fylgið og hvers vegna?
- Viðreisn vill ekki víkka vaxtarmörk
- Fyllstu varúðar er þörf
- Líklegast er að þetta gerist
- Bæn dagsins...
Athugasemdir
Ég veit það ekki en mér finnst sam-Fylkingin alltaf hafa haft undirtökin í mótmælunum. Lagt upp línurnar í áherslum. Evrópu Fáninn blasti við í dag. En Íslenski eða annarra ríkja Fánar voru ekki sjáanlegir. Ég keyrði framhjá.
Júlíus Björnsson, 8.2.2009 kl. 00:35
Auðvitað eiga allir leigubílztjórar að læra heimspeki.
Steingrímur Helgason, 8.2.2009 kl. 00:47
Sumir segja að VG sé potturinn og pannan í þessu. Ætli það sé ekki sitt lítið af hvoru.
-
Steingrímur, leigubílstjórastarfið krefst þess beinlínis að maður sé bæði heimspekingur og sálfræðingur
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2009 kl. 01:30
Gunnar: Hannes er með spjald fyrir vinstra auganu stundum, þú og ég erum svo lánsamir að sjá með báðum, það sem gengið hefur yfir þjóðfélagið krefst þess að menn sjái með báðum augum, hvað hefur gerst, annað er varla boðlegt, ofbeldi er til í mörgum formbyltingum, ein er sú að taka ekki ábyrgð á eigin gerðum og kenna ytri aðstæðum um, önnur er sú að æsa fólk upp með áróðri til ofbeldis og kenna síðan öðrum um (Lögreglu til að mynda), versta ofbeldið er hinsvegar að segja ekki rétt frá og afbaka það sem skeði í raun og veru, dæmi um hvort tveggja höfum við séð nýlega hér á landinu bláa.
Magnús Jónsson, 8.2.2009 kl. 03:11
Gerræði og ofurræði eða ofræði er ofbeldi að mínu mati sem getur valdið öðrum andlegu og líkamlegu heilsutjóni. Friðsöm mótmæli í stöðunni núna eiga lítið sameiginlegt með mótmælunum gegn samningnum um dvöl Bandríkjahers á Íslandi. Þá voru múrar milli hægri og vinstri. Nú virðast allir stjórnmálamenn vera orðnir aðals-kratar í framkvæmd og erfitt greina glögg skil á framkvæmdar stefnum.
Júlíus Björnsson, 8.2.2009 kl. 03:32
"Skynsemin var sögð felast í frjálsri rannsókn og rökræðu, virðingu fyrir réttindum einstaklinga og hlýðni við lögin".
-
Ég trúi því að með þessari aðferð farnist okkur best. Reiði réttlætir ekki ofbeldi. Í pistli Hannesar, sem ég hvet ykkur til að lesa allan, segir einnig:
-
"Lýðskrumarar reyna að nýta sér, að þjóðin er ráðvillt eftir bankahrunið".
Við þurfum að vera meðvitaðir um lýðskrumið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2009 kl. 05:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.