Makindalegur í snekkju Jóns Ásgeirs

Lúðvík Bergvinsson er að mér skilst eini íslenski þingmaðurinn sem hefur skemmt sér í listisnekkju Jóns Ásgeirs. Hann var reyndar ekki í henni á vegum hans heldur einhver annars viðskiptajöfurs sem fékk hana að láni hjá Bónus-unganum.

one1

one3

Það væsir ekki um menn í "One 0 One" skútunni. Fínt að gera góða díla þarna


mbl.is Fjármál Lúðvíks komu í veg fyrir ráðherrastól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Er skútan til sölu?

Offari, 7.2.2009 kl. 23:34

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ætli sem ekki búið að koma henni í höfn í einhverri karabísku eyjunni og skipta um nafn á henni.

-

Mér skilst reyndar að dýrir lúxushhlutir seljist illa um þessar mundir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.2.2009 kl. 23:43

3 identicon

Vá fékk hann virkilega að koma um borð í snekkjuna, verst að Árni Matt skyldi ekki líka fá að vera með vegna þess að mér skilst að hann hafa hagnast um tugi ef ekki hundruðir miljóna á braski með bréf í Sparisjóð Hafnafjarðar, alla vega vill hann ekkert segja um eiginir sínar eða viðskipti. Nú ekki vill hann neitt tala um viðskipti milli sín og bróður síns sem hefur fengið að hagnast gríðarlega vegna þess að hann á bróðir í sem er framá maður í Sjálfstæðisflokknum, nú eða Bjarni Ben með allar sínar eiginir í N1 og Pétur Blöndal með alla peningana úr Sparisjóðum lamdsmanna. Annars kallast það hræsni að henda stein úr glerhúsi.

Valsól (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 10:27

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ertu að verja Jón Ásgeir með þessu, Valsól?

-

Það er ekkert óeðlilegt við viðskipti þessara manna sem þú nefnir. En nú virðist hávær krafa í þjóðfélaginu að stjórnmálamenn, eða a.m.k. ráðherrar séu ekki flæktir í viðskipti af neinu tagi. Það er sjónarmið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2009 kl. 12:56

5 identicon

Er eitthvað óeðlilegt við viðskipti Lúðvíks? Þó að það sé hávær krafa í þjóðfélaginu að stjórnmálamenn taki ekki þátt í neins konar viðskiptum, þá er það heimskulegt sjónarmið.

Það er vægast sagt ólýðræðislegt að ætla að útiloka þann stóra hóp fólks sem á eða hefur átt hlutabréf frá þátttöku í stjórnmálum. Keypti ekki hálf þjóðin hlutabréf þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma? Á að útiloka allt það fólk frá þátttöku í stjórnmálum?

AB (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:52

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er ekki að segja að eitthvað óeðlilegt hafi verið við viðskipti Lúðvíks. Ég veit hreinlega ekkert um þau. Og þetta með hlutabréfaeignir stjórnmálamanna, ég tek undir með þér í því. Hins vegar getur verið óheppilegt ef ráðherrar eru stórhluthafar eða stjórnarmenn í stórfyrirtækjum sem teygja anga sína víða, jafnvel inn í viðskipti ríkisins

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2009 kl. 20:22

7 identicon

Manstu ekki staðreyndirnar um þessa sjóferð Lúðvíks eða er þessi færsla þín viljandi ómerkileg? Sagan um snekkjuna er álíka efnismikil og þessi langhundur Agnesar um ekki neitt.

Upphafsmaður þessarar snekkjusögu, Jón Gerald Sullenberger, hefur sjálfur staðfest að Lúðvík Bergvinsson var í heimsókn hjá vini sínum á Florida og þeir hitt Jón Gerald þegar hann var að fara að færa Thee Viking (ekki One-O-One) milli bryggja og hann bauð þeim far þann spöl. Lúðvík var sumsé ekki í boði Jóns Ásgeirs, hvorki á Florida né um borð í þessum bát og tók ekki þátt í neinum veisluhöldum eða skemmtunum honum tengdum.

Hér er fréttin af Mbl.is:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/16/stutt_en_soguleg_sjoferd_ludviks/

Arnar (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 15:45

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það væri nú gott fyrir þig Arnar að lesa það sem ég segi í næstu athugasemd fyrir ofan þína um viðskipti Lúðvíks. "Ég veit hreinlega ekkert um þau". Og ég sagði í pistlinum að Lúðvik var EKKI í boði Jóns Ásgeirs. Og hvort hann var í 101 eða Viking.... ?

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband